Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 577 Oss leynist svipmót lýSa löngu horfnra tíða, því bæði hið stríða og blíða blandast vill og þvættasl út í þeirri tímalengdar lút, er liðins alls mun bíða. Hvelið valt, svo hvers er von? — En hvernig var Jón Arason, með frægðarorðið fríða? Djarfl hann valdsins hjörvi hjó, hráðrarslrenginn snjall hann sló og rösklega þótti ’ann ríða. Sumir halda að hafi þó herrans samtíð fengið nóg af styrjargnýnum slríða. En sá hans mesti sigurinn, hvað seinheppinn er Danskurinn í verkum sínum víða: já, burt þvæst aldrei bletturinn, að biskupinn var hálshöggvinn, slík sár um eilífð svíða. — Ef látist hefði á sóttarsæng sagan máske slæman hæng — sökum hreða og hríða — hefði fest við hróöur 'ans, þess hefðarmanns. En hitt er á að hlýða: HEL krýndi ’ann lands vors mesla mann, svo meira engan höfðingjann í skrifum ber að skrýða• kyrþey. Enginn óróaseggur gat veitt honum atför, því synir flestra höfðingja voru í gíslingu hjá hon- um. Þeir voru lærisveinar hans. Jól heita á fornensku Cristes mæsse, á nýensku Christmas, þ. e. Kristsmessa. Prestr, biskup, klaustr, múnkr, kirkja, hvítaráðir, hvítasunna, guðsifjar, kaleikr, pat- ína, prjedika, bócstafr, rita, stafiof, bóc(k), bækr, guðspjall, og fjöldi annara orða er úr fornensku. Ýlir heitir mánuður frá 15. nóv. til 15. des. og halda menn að orðið sje skylt orðinu jól. í fornensku heitir mánuðurinn á undan jólum, se ærre géola og mánuðurinn eftir jól se æfterra géola. Nú kem jeg að efni, sem líklega er nýjung. Um allt England og mik- inn hluta Þýskalands hafa fundist ölturu, myndastyttur og ýmsar menjar eftir rómverska hermenn, sem trúðu á sólguðinn Mithra. Menn þjálfuðu sig með meinlát- um og andlegum æfingum og voru 7 stig, sem þeir áttu að ná, en hermennirnir komust sjaldan lengra en á þriðja stigið. Þeir höfðu margar venjur, sem voru líkar venjum kristinna manna. Menn voru teknir til altaris og prestur gaf þeim heilagt brauð og heilagt vín, að dreypa á. Þeir, sem voru teknir í trúarfjelag Mithra, urðu að fasta og klæðast hvíta- voðum, og því næst að kljúfa þrí- tugan hamarinn á margvíslegan hátt. Halda vísindamenn, að trúar- siðir þeirra sjeu ekki teknir úr kristninni en eldgamlir og stafi frá dögum Zóróasters í Persíu. Þó að Mithratrúin væri þannig keppinautur kristninnar, varð hún fremur til að ryðja kristninni rúm. Mithra er, á öllum myndum og styttum af honum, að fórna uxa, að skera hann á háls. Það eitt nægir, til þess, að flestir, og jafn- vel allir Mithratrúarmenn tóku smásaman kristni. Þeim þótti það ekki sæma, að sólguðinn skyldi sjálfur vera að slátra fórnardýr- inu, og þeim fannst kristnin vera langt um æðri trú. Má því segja að Mithra hafi búið menn undir kristni. Keppinautur kristninnar vann henni í hag. Lítið sem ekkert hefur verið ritað um Mithratrúna. Aðalritið eða eina ritið er: F. Cumont: Textes et Monument figurés des Mystéres de Mithra, Bruxelles, 1896, í 2 bindum (Text- ar og mynda-menjar af leyndar- dómum Mithra). Eru í bókinni myndir af leifum Mithratrúar á Englandi og Þýskalandi og víðar í Evrópu. ^ ^ ^

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.