Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 20
584 vill breyta rjett. En hann er hrædd- ur um að missa álit sitt meðal mann anna. Honum verður á hver skyss- an annari verri, og seinast að fremja morð. Og því verri sem yfir- sjónimar verða, því örðugra er að meðganga þær fyrir öðrum. En samviskubitið nagar hann alla ævi. Hann verður þögull og tyrrinn, ein- mana og misskilinn. Hvað eftir ann- að einsetur hann sjer að skrifta og afplána syndir sínar. En altaf gugn- ar hann á því. Að lokum er svo komið að það væri ekki heppilegt, þótt hann vildi. Og friðlaus legst hann í gröf sína. ÁRIÐ áður en „Olav Audunsson" kom út (1924) ljet Sigrid Undset verða af því, er hugur hennar hafði lengi stefnt að, að taka katólska trú. Og samtímis var hjónaband hennar leyst upp. Eins og títt er um þá, er taka nýan sið, byrjaði hún nú á áróðri fyrir trú sína. Hún gaf út nokkrar stórar bækur, fullar með trúarleg vandamál og katólskan áróður. En eftir 1930 fer aftur að bera minna á þessu í bókum hennar, svo sem „Ida Elisabeth" og „Den trofaste hustru“. Þessar bækur sýna að hún hefur enn sömu hæfileika og áður til þess að lýsa mönnum, atburðum og þjóðlífi. En um ný viðfangsefni er ekki að tala. Nú eru bækurnar langdregnar, mikið af samtölum, þar sem eigin skoðanir höfundar- ins koma fram, og meir eður minna bersöglar árásir á þau þjóðfjelags fyrirbrigði, sem henni gast ekki að, svo sem takmörkun barneigna, andatrú, Oxford-hreyfinguna, for- ingjadýrkun og sameignarstefnu. Sjerstaklega var hún á móti sál- grenslan, sem nú bar svo mjög á í norskum bókmentum. Hver skáld sagan kom út eftir aðra, full af lýsingum andlegra meinsemda, er ætti rætur sínar að rekja til æsku- áranna. Og það var einnig svar við LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þessari tegund bókmenta að Sigrid Undset gaf út æskuminningar sín- ar, „Elleve aar“ 1934. Þar sjáum vjer hvernig andlega heilbrigt barn vex upp án kynhvataóra, og hug- myndir þess um guð þroskast eðli- lega án hótana um refsingar eða kúgun. Þessi bók er sennilega merkust af þeim, sem hún skrifaði á seinni árum, hlaðin gáska og frásagnar- gleði, en jafnframt fróðlegur vitn- isburður um það hve traust minni og ímyndunarafl hún hafði alt frá barnæsku. Seinasta skáldsagan hennar, ó- fullgerð þó, kom út 1938 og heitir „Madame Dorthea". SIGRID UNDSET bjó altaf á bú- garði sínum Bjerkebæk hjá Lille- hammer. Hún keypti þann bústað 1921. Fólk streymdi þangað úr öll- um áttum til þess að sjá hana, og seinast var hún orðin treg að taka á móti gestum .En hún fylgdist vel með öllu og skrifaði fjölda greina fyrir blöð og tímarit. Rjett fyrir seinna stríðið fór hún til íslands og ferðaðist nokkuð um landið. Stríðið vakti norsku þjóðina til að hlusta á Sigrid Undset á ný. Þegar Þjóðverjar brutust inn í Guðbrandsdali vorið 1940, fell eldri sonur hennar í bardaga. Sjálf flýði hún norður í land með Fredrik Paasche prófessor. Við sem þá sát- um heima á þessari örlagastund, gleymum aldrei hvernig hún talaði þá af guðmóði í útvarpið hvatn- ingarorð til Norðmanna. — Síðar komst hún austur í Svíþjóð, og ásamt yngra syni sínum fekk hún svo leyfi til þess að ferðast yfir Rússland til Japan og þaðan til Bandaríkjanna haustið 1940. Þar fór hún í fyrirlestraför um ríkin til þess að tala máli Noregs, en það ferðalag bar ekki slíkan árangur og hún hafði gert ráð fyrir. Þá hætti hún að ferðast, en fór að skrifa í blöðin. Það tókst betur. Það var eins og stríðið og raunir hennar ætluðu að bera hana ofur- liði. „Jeg held að jeg geti aldrei framar skrifað sögulega rómana “ sagði hún, „því að þessi árin skyggja á fortíðina.“ „Return to future“ kallaði hún bók, sem hún gaf út í Ameríku. Hún var um stríðið í Noregi og hið langa ferðalag hennar. Hún gaf einnig út minningar sínar. Sú bók hefur verið þýdd á íslensku og heitir „Hamingjudagar heima í Noregi.“ v Þegar hún kom heim úr útlegð- inni, helt hún enn áfram að skrifa. Það seinasta sem jeg veit um, var smágrein í sambandi við trúarum- ræður í blaðinu „Verdens Gang“ í vor, skrifuð af alvöru og keim af sögufróðleik, en klykti út á skemti- legan hátt. MEÐ aldrinum varð hún feitlagin og þung á sjer, höstug og orðhvöss, en undir bjó hlýtt hjarta. Sem dæmi um það má nefna, að á hverj- um jólum var hún vön að senda 35 kunningjakonum sínum 100 krónur hverri að gjöf. Það voru m. a. vinnu konur, saumakonur og þvottakon- ur, sem hjá henni höfðu unnið. Einu sinni var hún í peningahraki. En henni varð ekki ráðaíátt. Hún seldi flygelinn sinn. Og þá gat hún sent jólagjafirnar eins og vant var. Hún var stórbrotin á alla lund. — Hugarflug hennar náði yfir hundruð ára, þar sem aðrir ná ekki að hugsa nema um líðandi stund. Hún var afkastameiri en flestir aðrir á sviði skáldskapar. Og hún hafði það hjartaþel til einstaklinga, föðurlandsins og kristindómsins, sem enginn kann sennilega að meta til fulls. Hún er eins og viti sem ber birtu yfir norska sögu, mörg hundruð ára aftur í tímann, og mörg hundr- uð ára fram á leið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.