Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 24
588 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS margföldunartöfluna reiprennandi upp úr sjer, þá fór kliður um all- an bekkinn: „Jón kann“. Þetta var sannarlegur gleðidag- ur. Og nú kom mjer ekki til hug- ar að tala við yfirkennarann. Hægt og bitandi varð Jón allur annar en áður. Aðrir fóru að taka eftir þessu líka. Hann var hættur að hrækja á gólfið, hann tók cfan og hegðaði sjer vel á leikvellinum. Hljedrægur og íeiminn var hann sarnt og sást sjaldan brosa. Hann var byrjaður að læra, en taldi það svo sem alveg sjálfsagt að fjelagar sínir væri sjer fremri. Hann þurfti því á uppörfun að halda. Jeg gerði alt sem jeg gat til að innræta hon- urn sjálfstraust og ljet ekkert tæki- færi ónotað að láta hann sjá að jeg treysti honum. Og nú ætla jeg að segja frá því hvaða árangur þetta bar. Það þurfti að sækja bækur heim til skólanefndarinnar, en þangað var um hálftíma gangur. Þrír drengir, sem voru vanir að fara þessar ferðir, fóru að búa sig. Þetta var trúnaðarstarí og drengirnir komu öruggir til mín að sækja pcningana fyrir bókunum. Þá varð mjer litið á Jón. Og jeg las þetta út úr svip hans: „Mjer er ekki trúandi til að gera þetta“. „Jón, komdu hingað með skóla- töskuna þína“, kallaði jeg. „Það er best að þú farir með drengjunum. Það veitir ekki af einum sterkum og árciðanlegum dreng í viðbót því að bækurnar cru margar og þung- ar“. Jón kaíroðnaði af fögnuði, cn kom þó hikandi upp að kcunara- borðinU. Aumingja drengurinn, hvað hann var vandræðalegur. Jeg taldi fram peningana. Jeg man nú ekki fyrir víst hvað upp- hæðin var mikil, en jeg hcld að það hafi vcrið um 40 krónur. Alt var það i smapeniiigum og var íult umslag af þeim. Jeg ætlaði að rjetta það að Þóri, hann var áreið- anlegasti drengurinn í bekknum, og hann hafði þegar rjett fram höndina til þess að taka við því. Það var altaf talið sjálfsagt að liann gætti peninganna. En jeg sagði áður en jeg vissi af: „Það er best að þú sjert gjald- keri í dag, Jón. Eru vasarnir þín- ir heilir?“ Báðir jakkavasar hans voru því miður götóttir, en svo var brjóst- vasi á treyjunni hans og hann var heill. Jeg ljet umslagið með pen- ingunum í þann vasa. Jeg bað hann ekki um að gæta peninganna vel. Mjer fanst einhvern veginn með sjálfri mjer að það mundi særa hann. Drengirnir fóru og Jón gekk seinastur út. Hann var svo ljett- ur á fæti að það var eins og hann dansaði fram hjá bekkjunum. I næsta kensluhljei sagði jeg ein- um af samkennurunum frá þessu. Hann sagði að jeg hefði sett dreng- inn í altof mikla frcistingu. Hvern- ig í ósköpunum datt mjer í hug að ía honum svona mikla peninga? Hann var áður kunnur að óknvtt- um og óráðvendni. Og nú hafði jeg lagt tækifærið upp í hendurnar ó honum. í næsta tíma var jeg að velta þessu fyrir mjer. Kennarinn hafði rjett að mæla. Jeg hai'ði gerst of djörf. Það var að vísu gott að sýna tiltrú, en það var hættulegt að leiða aðra í þunga freistingu. En á hinn bóginn: Er ekki slík freisting, á rjcttri stund, cinmitt það besta og það sem sumir þurfa helst á að halda? Máske hafði þetta verið of mikil freisling.... Þannig ásóttu hugsanirnar mig. Nú var von á drengjunum á hverri stundu. Jeg var orðin óróleg og hrökk við í hvert skifti sem jeg heyrði eitthvert þrusk. Enn varð jeg að biða langa stund. Svo opu- uðust dyrnar og drengirnir komu inn, en Jón var ekki með þeim. Jeg hafði þá breytt rangt, jeg hafði stuðlað að því að hann svkki niður í fvrri fordæmingu aftur i stað þess að reisa hann við. Drengirnir voru súrir á svipinn, og það jók hinn illa grun minn. Og þeir voru bóka- lausir. „Hvar eru allar bækurnar?“ „Jón tók þær af okkur.“ Það var svo sem hægðarleikur fyrir hann, því að hann var þeirra elstur og sterkastur. „Hvað er þá orðið af honum?“ „Hann sagðist vera þreyttur og þurfa að hvíla sig, og svo hlupum við frá honum.“ „Jæja, þakka ykkur fyrir ómakið. Nú er hugarreikningur, þið sjáið dæmin þarna á töflunni." Mjer var ekki rótt og það var eins og það næði einnig til barn- anna, því að þau voru altaf að gá fram að dyrum að vita hvort eng- inn kæmi. Svo heyrðist stigið þungt til jarð- ar og þá hrópuðu öll börnin: „Nú kemur hann.“ Einn af drcngjunum hljóp fram að dyrum og opnaði. Þar stóð Jón. Og það var sjón að sjá hann. Svit- inn draup af hverju hans höfuðhári og rann í lækjum niður kinnarnar. Á bakinu hafði hann tösku troð- fulla af bókum og aðra í fyrir, og auk þess var hann með bækur und- ir báðum höndum. Drengurinn, sem opnaði, tók við þeim til þess að Ijetla á honum. Jón strauk hárið frá enninu mcð treyjucrminni sinni, dró svo reikninginn upp úr vasanum og rjctti mjer. „Þakka þjer fyrir, Jón minn. En hvernig stendur á því að þú rogast með allar þessar bækur. Þið áttuð allir að hjálpast að því.“ Aldrei gleymi jeg svipnum á hon- um og röddinni: „Jeg vildi sjálfur bcru allur bæk- uinar fyrir yöur.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.