Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 19
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 583 að frásögn hennar stangist við stað- reyndir. UM ÞESSAR mundir höfðu norsk- ir málfræðingar og fornfræðingar þráttað um það, hvort Norðmenn hefðu verið kristnir á miðöldum eða aðeins skírðir heiðingjar. Lút- erskir guðfræðingar og efnishvggju bundnir sagnfræðingar höfðu hjálp ast að því, að fara óvirðingarorðum um katólsku trúna á miðöldum. En þá var það, að ungur maður Fredrik Paasche, gekk fram fyrir skjöldu. í doktorsritgerð sinni, „Kristendom og kvað“ og í ræðum og greinum sýndi hann fram á hin nánu tengsl milli kristindómsins í Noregi og á meginlandi álfunnar, að hann hafði megnað að ná tökum á hugum manna, lækkað í þeim rostann, en vakið hjá þeim sjálfs- aga og trú á viðreisn, og hefði því verið hin öflugasta menningar lyfíi stöng fyrir þjóðina. Þessa skoðun aðhyltist Sigrid Undset af heilu hjarta. Fyrir henni eins og Paasche var það mest um vert að komast inn að mannssálun- um. Stofnanirnar, bækurnar, kredd urnar, kirkjurnar, klaustrin eru að- cins umgjörð að hinu stríðandi og líðandi lífi. Miðalda skáldsögur Sigrid Und- set eru í rauninni ekki annað en skáldleg framsetning hins mikla sálarstríðs er hún sjálf háði á þess- um árum, þess sálarstríðs, þar sem hún vann að lokum sigur og áttaði sig á ný á hinum þýðingarmestu lífsviðhorfum. í sögunum „Kristin Lavransdatt- er“ og „Olav Audunsson“ eru með skýrum línum dregnir upp tveir stærstu þröskuldarnir, sem eru á vegi kristilegs afturhvarfs: Síngirn- in, og óttinn við almenningsálitið. Menn verða fyrst að læra að beygja sig fyrir vilja guðs og svo verður maðiir að kannast við yfirsjónir sín- ai' fyrir guði og mönnum. Hið fyrra reyndist Kristínu torveldast, Ólafi hið síðara. í SÖGUNNI „Kristin Lavransdatt- er“ er því slegið föstu, að hlýðni við guð, og hlýðni við kirkju, foreldra og yfirboðara sje eitt og hið sama. Þrjóska, uppreisn gegn þeim, sem er æðri, sje ótæmandi uppspretta alls konar ógæfu. Á langri ævi þar sem vonbrigði og niðurlæging yfir- gnæfir gleðistundirnar, verður Kristin að berjast og þjást, þangað til hún lærir að beygja sig undir guðs vilja. „Kristin Lavransdatter“ er tví- mælalaust besta skáldrit Sigrid Undset. í þessum þremur bókum, „Kransen", „Husfrue“ og „Korset“ birtist oss lífið sjálft, og söguhetj- unum getur enginn gleymt, sem einu sinni hefur kynst þeim. Hjer er dregið fram dæmi, sem vjer öll könnumst við: Sagan um hina giæsilegu ungu stúlku, sem brýtur allar brýr að baki sjer og kastar sjer út í hringiðu forlaganna. , Ást- in er ævintýraþrá," sagði skáldið Hans E. Kinck líka. En þrátt fyrír það að Kristín svíkur bæði guð og föður sinn, og þratt fyrir alt mót- læti í hjónabandinU, heldUr hún órofatrygð við mann sinn. Það er eins og þau sje tengd ósýnilegum og órjúfandi böndum, og til hennar leitar hann altaf aftur. „Kristín Lavransdatter“ sker sig eigi aðeins úr öðrum skáldsögum vegna sálskynjunar, skapandi anda og skínandi hugmyndaflugs, heldur er hún menningarsögulegur fjár- sjóður. Eins og vant er hjá Sigrid Undset blasir þjóðlífið við oss, vjer kynnumst söguhetjunum við hvers- dagsstörf, siðum þeirra og venjum, trú og hjátrú. En yfir og alt um kring er náttúran sjálf, fjöll og sljettur, vötn og skógar, innilega samvafin atburðunum, vjer sjáum hvernig veðrið er, birtan, loftið — alt þetta, sem setur svip á söguna. SAMS KONAR þjóðhfs og náttúru- lýsingar eru einnig i seinni sagna- ritum hennar, „Olav Audunsson í Hestviken" (1935) og „Olav Aud- unsson og hans börn“ (1927). En hjer ber meira á trúarlifinu. „Ef þú byrjar á því að breyta eftir eigin geðþótta gegn guðs vilja, þá færðu seinna að reyna, að þú verður að gera margt, sem þú vilt ekki,“ seg- ir í þeirri bók. Ólafur Auðunsson ottast guð og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.