Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1950, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 211 ETHIOPIA ÞETTA marghrjáóa land er nú að rjetta við, undir viturlegri stjórn Haile Selassie keisara. Aðalinnflutningur landsins cr mannvit og þekk- mg. FYRIR rúmum aldarfjórðungi stóð Haile Selassie keisari í Ethiopiu frammi fyrir ráðstefnu þjóðabanda -lagsins gamla og grátbændi það um að bregðast ekki skyldu siruii, en koma Ethiopiu til hjálpar þegar í stað. Mussolini hafði þá sent ó- vígan her inn í landið til þess að leggja það undir sig. Bæði ríkin, Ethiopia og ítalía voru í þjóða- bandalaginu, og enginn efaðist um að Mussolini væri að fremja níð- ingsverk. En þjóðabandalagið þótt- ist ekkert geta, annað en setja við- skiftabann á ítalíu, sem h'vorki varð þó fugl nje fiskur. „í dag mjer, á morgun þjer." Þær þjóðir, sem ekki vildu reisa rönd við ofbeldinu þá, fengu sjálf- ar seinna að kenna á því, og skilja nú máske betur en áður hvernig Haile Selassie var innanbrjósts, þegar honum var neitað um hjálp. Síðan hefur hann ekki komið mikið við alþjóðamál. Þó vakti talsvert umtal, skeyti sem kom frá honum til S.Þ. í Lake Success fyrir tveimur árum. Það var á þá leið, að þrátt fyrir hernað og hervirki í landinu, ætluðu Ethiopiumenn ekki að biðja um alþjóðahjálp til endurreisnar, og skyldi S.Þ. því beina þeirri hjálp til þjóða, sem væri ver á vegi staddar. Hvort er nú heldur, að Haile Selassie er of stoltur til þess að þiggja alþjóðahjálp, eftir það sem á undan var gengið, eða hefur land hans rjett við upp úr styrjöldinni? Hvort tveggja. Það er margt einkennilegt að ger- ast í Ethiopiu. Ferðamaður nokkur spurði keisarann, hvað hann segði um þá ítala, sem orðið hafa eftir í landinu. „Mjer líkar ágætlega við þá," svaraði keisarinn. En þegar hann sá að undrunarsvipur kom á and- lit spyrjandans, brosti hann og sagði: ,.Jeg á við ítölsku landnem- ana hjerna, en ekki fasistana, sem óðu yfir landið með báli og brandi og brytjuðu þjóðina niður." Þegar ítalir höfðu lagt Ethiopiu undir sig, þóttust þeir vissir um að hún mundi aldrei ganga sjer úr greipum. Hófust þeir því handa þar um miklar framkvæmdir. Þeir fluttu þangað landnema í stórhóp- um, gerðu vegi, reistu brýr, lögðu járnbrautir og reistu verksmiðjur. Þeir fluttu þangað nýung í húsa- gerð. Frumbyggjarnir voru ekkert sjer -lega hissa þótt þeir sæi flugvjelar, eða heyrðu í útvarpi, en þegar þeir sáu vatn koma rennandi um krana inni í húsi, þá gekk alveg fram af þeim. Og síðan telja þeir rennandi vatn inni í húsum hámark menn- ingar og framfara. Nú þykir þar enginn maður með mönnum nema því aðeins að hann eigi baðker og geti baðað sig heima. Það er því kapphlaup um að ná í baðker, og það er látið sitja fyrir öllu öðru. Þegar Bretar leystu Ethiopiu undan oki ítala árið 1941, þá kom Haile Salassie í veg fyrir það að þeir ítalir, sem flust höfðu þangað búferlum, væri settir í fangabúðir. Þakklæti sitt fyrir það hafa þeir sýnt með því að vera kyrrir í land- inu og hjálpa *til við endurreisn þess, hver á sínu sviði. Og það er gott fyrir landið, því að margir Keisarinn. Drotningin. þeirra eru iðnlærðir menn og verk- fræðingar. Annars er það táknrænt fyrir stjórn Haile Selassie, að aðalinn- flutningur landsins seinustu árin hefur verið — mannvit og þekking. Hann hefur fengið húsameistara frá Austurríki, fjármálamann frá New York til þess að stjórna þjóð- bankanum, breskan hershöfðingja

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.