Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1950, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1950, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 217 Braskarar og fjárplógs- menn í Rússlandi GREIN þessi er eftir Kirill Alexeiev, mann sem er nákunnugur stjórn- arfarinu og ástandinu í Rússlandi. Hann er verkfræðingur að mentun og gegndi um eitt skeið mikilsverðum trúnaðarstörfum fyrir rússneska iðnaðinn. Siðan var hann sendur til Mexiko og átti að vera ráðunautur rússneska sendiherrans þar í viðskiftamálum. En þá greip hann tæki- færið, flýði til Bandaríkjanna og dvelst þar nú sem landflótta maður. Greinin birtist í „The Saturday Evening". VEGNA þess áróðurs moldviðris sem þyrlað hefur verið upp, er mönnum yfirleitt lítt kunnugt um það hvernig svartamarkaður þró- ast í þúsund myndum í hinu full- komna þjóðnýtingarríki Sovjet- Rússlandi. En í skjóli socialisma Stalins fer þar fram fjársöfnun og stórkostlegt brask einstakra manna á bak við tjöldin. Sagan af Voronsky er gott dæmi um hina „socialistisku" búhnykki einstakra manna, sem mönnum vestan járntjaldsins er alveg ó^ kunnugt um. Voronsky var hátt- settur embættismaður og hafði góð sambönd í Kreml. Hann boðaði þrjá menn til fundar við sig á einhverj- um stað í Moskva og kom sjálfur þangað með úttroðna tösku. Þegar þeir höfðu rætt málið og komið sjer niður á því hvernig ágóðanum skyldi skift, opnaði~Voronsky tösku sína og tók þar upp flösku af arm- ensku koniaki. í því drukku þeir skál fyrirtækisins. Þeir þektu hver annan of vel til þess að nokkuð þyrfti að tala um þagnarheit eða þesskonar. Voronsky samdi svo umsókn um leyfi til þess að mega stofna social- istiskt framleiðslufyrirtæki. Hann vissi hvernig hann átti að orða brjefið: „í samræmi við hina sögulegu ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að auka framleiðslu á hverjum stað til hagsbóta fyrir hinar vinnandi stjett ir, og sem viðleitni til þess að verða við áskorun vors stórvitra leiðtoga og kennara þjóðarinnar, fjelaga Stalins, hafa nokkrir verkfræðing- ar og sjerfræðingar ákveðið að hafa frumkvæði að stofnun verksmiðju til þess að framleiða vörur, sem nú verður aðallega að kaupa frá út- löndum, og hjálpa þannig til þess að leysa vort glæsilega viðskifta- líf undan því að þurfa að skifta við auðvaldslöndin." Á yfirborðinu var árangurinn af þessu sá að stofnað var á löglegan sovjethátt nýtt „artel", til þess að framleiða málmduft. Og bráðlega var það skrásett og löggilt. Eftir öllum j^tri merkjum að dæma var fjelag þetta stofnað á löglegan hátt og í þjóðræknisleg- um tilgangi. Framtak einstaklings- ins gaf sig þarna fram til þess að vinna í þágu ríkisins, og hlutverk þess var gert að einum lið í fimm ára áætluninni, sem hafði seinkað. En í raun og veru var þetta nýa fyrirtæki stofnað sem einkafyrir- tæki og eingöngu í því skyni að raka saman fje. Eins og öll önnur fyrirtæki í Rússlandi átti fyrirtæki þetta að vinna eftir áætlún og framleiða svo og svo mikið á' ári. Það fór þegar nokkuð fram úr áætlun, en ekki þótti rjett að sýna of góðan árangur, því að það hefði getað orðið til þess að koma öllu upp. Áætlunin náði ekki nema til 2% af framleiðslugetu fyrirtækisins. 97% af framleiðslunni var í hönd- um stofnendanna, og þeir seldu hana á svörtum markaði. Bókhald- ið var í frægasta lagi. Þar komu ekki fram nema 2—3% af fram- leiðslunni og svo vel gengið frá því að enduiskoðcndur gat ekki grun- að neitt. En bókhaldið um það hvað varð af hinum 97% af framleiðsl- unni kom aldrei fyrir sjónir endur- skoðenda. Fyrirtæki þetta starfaði í mörg ár, eða þangað til stríðið skall á og tvístraði forstjórum þess. En á með -an það stóð höfðu þeir haft um 7000 rúblur í tekjur á mánuði, en þá var meðalkaup í Rússlandi 500 rúblur á mánuði.------- Jeg var hissa þegar jeg kom til Vesturlanda í stríðslok og komst að því að menn höfðu þar ekki hug- mynd um þetta ástand í Rússlandi. í Rússlandi sjálfu er það á hvers manns vitorði að slíkt gróðabrall á sjer stað í stórum stíl. Yfirvöldin loka augunum fyrir því og ýta jaín- vel undir það. Því að á þennan hátt losnar úr læðingi orka, sem annars mundi hvergi koma fram. Afrakstur hennar fyllir í skörð á- ætlana stjórnarinnar. Að vísu kemur það fyrir að einn og einn maður er tekinn fastur fyr- ir ólöglega framleiðslu eða verslun. Og þeir eru venjulega dæmdir.fyr- ir óleyfilegt brask, eða þá illa með- ferð á eigum þjóðarinnar. Þetta er gert til að sýna hvað yfirvöldin fylgist vel með. En venjulega er hjer um að ræða einhvern minni háttar mann, sem verður að þola dóm svo að hinir æðri geti sloppið. Það er engin leið til þess framar að stöðva fjársöfnun ejnstaklinga á bak við tjöldin. Rætur þessa. á- stands standa svo djúpt, að þær

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.