Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1950, Blaðsíða 2
470 V LESBÖK MORLUNBLÁÐSINS fjöllum og að ánum sem voru frek- ar vatnslitlar og komust þeir klak- laust yfir þær og alla leið. Voru þeir komnir á leiðarenda um kl. 3 á laugardag og hugðust nú bíða aðalhópsins. ★ Um þetta leyti voru hinir far- fuglarnir að leggja af stað frá Reykjavík. Gekk ferðin vel inn fyrir Stóru-Mörk, en þar varð vöru- bíllinn að snúa við þar sem hann komst ekki lengra. Var nú farmi hans skipt niður á hina bílana og síðan haldið áfram. Ailan daginn hafði verið úrhellis- rigning og jókst úrkoman er leið á kvöldið. Nokkrum tímum fyrr um daginn höfðu tveir bílar á vegum Ferðaskrifstofunnar farið þessa leið og mátti glögt sjá slóð þeirra í blautum jarðveginum. Slóðinni var nú fylgt þar til komið var að kvísl úr Markarfljóti, sem rann meðíram engjunum frá Stóru- Mörk og var að brjóta þær niður. Gekk vel að komast yfir þessa kvísl þótt djúp væri og var síðan ekið áfram. Inni í bílnum var hlýtt og notalegt, fólkið kátt og fjörugt enda búist við að koma á leiðar- enda eftir rúman klukkutíma. Frá bílnum ómaði söngur og hljóðfærasláttur þótt úti fyrir hömuðust óveðursguðirnir við að sýna veldi sitt. Eftir að hafa farið yfir margar smákvíslar var numið staðar við Krossá, sem valt fram kolmórauð, straumþung og alls ekki árennileg yfirferðar. Fór nú flest fólkið yfir í stærri bilinn er lagði siðan út i ána, sem reyndist dýpri en búist hafði venð við. Straumurinn skók og hristi bílinn og skollitað jökul- vatnið skvettist upp á rúðurnar meðan hann mjakaðist hægt að hinum bakkanum. Þegar til kom reyndisl bakkinn svo I>ár að bíll- inn komst ekki nema með fram- hjolin upp og spclaói meo aftur- hjólin niðri í ánni. Skifti það eng- um togum að áin gróf undan bíln- um og sökk hann ískyggilega fljótt. Vatnið rann inn í farþegaskýlið og var fólkið þegar látið fara út og upp á bakkann, en þegar þeir síð- ustu yíirgáfu bílinn flaut yfir öft- ustu sætin, því hann stóð nú upp á endann. Á einhvern næstum yfirnáttúr- legan hátt tókst bílstjóranum að komast aftur á bak upp úr álnum og út í miðja á, en þar hefur hann líklega lent í sandbleytu því bíllinn sökk hægt og rólega niður 1 ána. Þegar farið var að renna yfir vjel- ina sáu bílstjórinn og maður sem sat fram í hjá honum, þann kost vænstan að yfirgefa bíhnn og hurfu þeir þegar í hringiðuna, en skolaði fljótlega upp á bakkann nokkru neðar. ★ Nú var ástandið orðið alvarlegt. Fólkið stóð fáklætt á öðrum bakk- 'anum, stóri bíllinn sokkinn úti í miðri á, en fararstjórinn og megnið af farangrinum á hinum bakkan- um. Lögðu nú fjórir kaldir karlar út í ána til að freista þess að kom- ast yfir og bera ráð sín saman við íararstjórann. Kræktu þeir hönd- um saman og óðu af stað. Oít skellti straumurinn þeim flötum, en með því að halda vel saman komust þeir yfir. Nú virtist aðeins vera um tvo kosti að velja, annan að flytja alt fólkið yfir ána og slá upp bráða- birgðatjaldbúð á íljótsbakkanum, og hinn að halda af stað fótgang- andi inn á Mörk og fá aðstoð það- an við að ná bilnum upp úr ánni. Að lokum var seinni kosturinn vahnn, þar sem ógerlegt þótti að koma fólkinu yíir l'ljótið. Voru í skyndi sendir tveir hlauparar af stað til að sækja aðstoð, en síðan lagði hópurinn af stað. Var nú orðið dimt af nóttu, livass- viðri með óhemju úrkomu. Kuldi vár íarmu að sækja að mörgum, þar sem allir voru orðnir gegn- drepa, en hann hvarf fljótlega eftir að gangan hófst. Einhver glaðlyndur náungi byrj- aði að kyrja alkunnugt erindi úr farfuglasöng: Oss tefja ei fjöll nje fljót, fannir, urð nje grjót. Við syngjum okkur áfram yfir sanda og upp í mót. Við ljúfan lækjarnið loksins tjöldum við, og látum okkur dreyma um næsta dag og sólskinið. En heldur urðu fáir til að taka undir, og hafa víst flestir látið sig dreyma um tjöld, hvílupoka og sól- skin. Ekki hafði verið gengið lengi, er kvísl varð fyrir hópnum og var hún allvatnsmikil og stórgrýtt í botninn. Tók nú hver karlmaður stúlku á bakið og var keppst um að ná í þær þyngstu til að verða stöðugri í straumnum. Gekk vel að komast yfir ána, sem náði meðal- mönnum í mitt læri. Síðan kom hver kvíslin af annari, því nú var Markarfljót farið að brjóta sjer leið yfir að Krossá, var því varla komið upp úr einni kvíslinni fyr en önnur birtist skamt undan. Þegar komið var á móts við Merkurranann, sáust bílljós inni á Mörkinni. Færðist þá heldur fjör í íólkið, því vitað var að þar hlutu að fara menn til aðstoðar. enda kom það í ljós er nær dró, að þarna iór herbíll samskonar þeim er sokkinn var. Með bílmun var í'ararstjóri Ferðaskrifstofunnar, þaulkunnug- ur vötnunutn á þessum slóðum, og svo farfuglarnir fjórir, sem á undan fóru. Fóru nú allir karlmenn til baka með bílnum að undanskildum ein- um, sem var kunnugur þarna og skyldi vísa stúlkunum leiðimt. — Margri befur eíiaust fundist þuiig

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.