Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1950, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1950, Blaðsíða 13
LESBÖK MORGUNBLAÐSIB S 481 kom jeg þangað frá Noregi, og mig furðaði á því hve ólíkt fólkið er í þessum tveimur löndum. íslend- ' ingar líktust miklu fremur fólk- inu í vestur Hálöndum eða írlandi heldur en Norðmönnum, eigi að- eins í útliti, heldur einnig í hugs- unarhætti. Gamlar væringar frá miðöldum lifa enn í hugum manna eins og þær hefði skeð fyrir skömmu. Þegar jeg var á ferð um Suðurland, var sagt við mig í gremjutón: „Þarna er staðurinn þar sem þeir myrtu biskupinn“. Það minti mig á er jeg sat einu sinni ásamt ungum manni á kletta- nöf á eynni Scarif undan Kerry- strönd. Þá benti hann og sagði: „Þarna var það sem þeir drápu prestirni". „Hver gerði það?“ spurði jeg. „Það var óþokkinn hann Oliver Cromwell“, sagði hann. Jeg mint- ist þess ekki að Cromwell hefði komið þangað svo jeg spurði hvern ig þetta hefði atvikast. „Hefirðu ekki lesið söguna?“ spurði hann æstur. Nei, jeg viðurkendi að jfeg hefði ekkert lesið. „Hvernig ætti jeg þá að vita það“ sagði hann, „þetta skeði þegar Danir herjuðu hjer“. Nákvæmlega sömu lang- ræknina er að finna á íslandi. Og meira að segja, það er eins og gömlu söguhetjurnar hafi látist fyrir einu eða tveimur árum. íslendingar hafa altaf verið taldir af hreinum norrænum stofni og komnir af Norðmönnum. Mín skoðun fór því í þveröfuga átt, og vænt þótti mjer um það seinna, er jeg las skýrslu Matthíasar Þórðar- sonar um beinafundinn á Skelja- stöðum, að sjá mætti á beinunum að þeir, sem þarna voru grafnir, hefði verið skyldari Keltum en Norðmönnnum. Við þessu mátti búast. Kynslóð eftir kvnslóð bárust afkomendur norsku landnamsmannanna á bana- spjót og brytjuðu hver pnnan nið- ur í blóðhefndum. En allan þann tíma lifðu afkomendur keltnesku þrælanna í friði og juku kyn sitt, svo að nú er þjóðin yfirleitt með sama marki og íbúarnir í Benbe- cula eða Tiree. I æðum þeirra rennur nokkuð af norsku blóði, en þeir eru þó skyldari Piktum, Skotum og Beaker eða Megalithic mönnum. X/ Xí ^ V ^ — ísleiisk móðir Frh. af bls. 476. Það er varla hægt að gera sjer grein fyrir hve mikið verk þetta er. Ef íslenskar konur vildu hjálpa henni, sýndu þær í verki, að þær kynnu að meta þann kærleika, sem liggur á bak við alt starf Guðrún- ar — kærleikann til sonarins, sem tekinn var til fanga og fluttur í Buchenwald fangelsið í Þýskalandi og ljet þar lífið. Jeg sje fyrir mjer hinn unga, glæsilega stúdent — fullan af á- huga og lífsþrótti — og þeirri heitu ættjarðarást sem öllu fórnar, — alt leggur í sölurnar. Jeg skil vel, að Guðrúnu hafi ekki orðið svefn- samt eftir að hann var tekinn til fanga; — já — jeg skil líka eða get ímyndað mjer, að jafnvel fregnin um dauða hans hafi verið Ijettir. — Og jeg skil ennfremur, að hana hafi langað til að reisa honum veg- legan minnisvarða. Jeg held, að hún hafi ekki lokið starfi sínu. Minningin um soninn og ógnir stríðsins eru svo rótgrón- ar, að hún verður alla ævi sína að reisa Olav minnisvarða. Og vel er það, ef minningin um horfna ást- vini gæti orðið öllum til slíkrar blessunar. Hvað viðkemur sýningunni, pr þetta að segja: Guðrún vill fá alla íslenska muni, sem hægt er að ná til og fáanlegir eru, svo sem skinn- skó vel gerða með hvítum elti- skinnsbryddingum, eins og þeir voru í gamla daga; helst mörg pör af þeim, útprjónaða vetlinga, spjaldofin sokkabönd og mittis- dregla, gömul áklæði, útskornar rúmfjalir og aska, og margt fleira frá gamalli tíð. Frú Guðrún mun hafa loforð um lán af Þjóðminia- safninu, og er það gott, því að slík- ir munir eru úr sier gengnir á sveitaheimilum og óvíða til. En Guðrún hefur hugsað sjer að sýna líka framþróunina, nýa tímann og iðnaðinn eins og hann er nú. Þessi svning. ef vel tekst,_ ætti að geta orðið góð kvnning á landi og; þjóð og má ekki fram hjá því ganga. Guðrún er farin að undirbúa sýninguna. Hún hefur þegar heklað 65 teppi úr íslenskum lopa. Þau eru hlý og mjög vel unnin og litum. smekklega raðað. Þessi teppi eiga að fara á sýninguna. Rætt er um að hafa sýninguna i Osló, Björgvin og Þrándheimi og ef til vill víðar, ef vel gengur, í einu brjefi segir Guðrún: „Kæru landar! Hjálpið mjer að byggja sterka brú á milli landanna, menningar- brúna á milli hinna bestu upgu mentamanna vorra, þá brú,- sem verður sterkari með hverju ári: og öld, sem líður. Það er aðeins horn-: steinninn, sem nú er veríð að leggja, og guð veit, að jeg finn sárt til ófullkomleika mrns: að stjórna framkvæmdum bvrjunar- starfsins. Ekkert hefði getað gefið mier þrek til þess að leggia út þetta starf annað en sú fórn, er jeg varð að færa Noreei. Við mæð- ur fórnuðum svo miklu, að við teljum okkur hafa riett til þess-að óska þess og vona, að dauði drengi- anna okkar yerði mannkvninu_ti-l_ góðs. Aðeins það, að hugsjónir þeirra nái fram að ganga og lifi í orðum og verkum komandi kyn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.