Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1950, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1950, Blaðsíða 11
' LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 470 um ísland og höfðu sett þar bygð víðar en menn hafa gert ráð fyr- ir. — Þegar sagl hefir verið frá þess- um bókum, bjöllum og böglum, er bætt við: „er og þess getið á bók- um enskum, að í þann tíma var farið milli landanna“. Þetta stend- ur sýnilega í be.inu sambandi við það sem áður er greint að Beda prestur segi um siglingar milli landanna í bók sinni ,,De Ratione Temporum“, sem hlýtur að vera skrifuð fyrir andlát Beda prests 735, eða 90 árum áður en Dicuil skrifaði sína bók. Um þær mundir er Ari fróði tók saman Landnáma- bók (hann dó 1148) hljóta að hafa verið til margar bækur, er sögðu frá ferðum til íslands fyr á tím- um. Það er.sennilegt að í munka- klaustrum, eins og á eynni Iona, hafi verið skrár um ferðir munka norður á bóginn. Sagan af Örlygi virðist sanna þetta: „Örygur hjet son Hrapps Bjarnar- sonar bunu, hann var að fóstri með Patreki biskupi í Suðureyum. Hann fýstist að fara til íslands og bað, að biskup sæi um með hon- um. Biskup ljet hann hafa með sjer kirkjuvið og járnklukku, og plenarium og mold vígða, er hann skyldi leggja undir hornstafina. Biskup bað hann þar land nema, er hann sæi fjöll tvö af hafi, og byggja undir hinu syðra fjallinu, og skyldi dalur í hvoru tveggja f jallinu; hann skyldi þar taka sjer bústað og láta þar kirkju gera og eigna hinum helga Kolumba“. Örlyg rak vestur um land og náði höfn í Patreksfirði, er hann nefndi eftir fóstra sínum biskup- inum. Sumarið eftir sigldi hann suður með landi og kannaðist þá við þann stað, er honum hafði ver- ið vísað til, undir f jallinu Esju, sem er andspænis Reykjavík. Það er nú alveg ljóst, að ef biskupinn hef- ir ekki verið gæddur ófreskisgáfu, sem vel má þó vera, hefir hann áður fengið lýsingu á þessum stað og talið hann hentugastan bústað handa fóstursyni sínum. Þetta hef- ir gerst einhverntíma á árunum 874—900, eða nær einni öld eftir að munkarnir, sem Dicoil talaði við, voru á íslandi. Þarna er fag- ur, frjóvsamur og sólríkur.staður, ekki ósvipaður Cuillins í Skye, og mjer finst það ofureðlilegt að Pat- rekur skyldi velja hann. Á öðrum stað stendur: „Ketill bjó í Kirkjubæ. Þar höfðu áður setið Papar, og eigi máttu þar heiðnir menn búa“. Nú er Kirkju- bær um mitt Suðurland og um tíu mílur inni í landi. Það er ljóst af þessu og frásögninni um Papós og Papífi, að leifar af fornri munka- bygð má væntanlega finna um alt Suður- og Vesturlánd. Og hvað ér um miðaldaklaustrið, sem stofnað var í Flatey á Breiðafirði, var því ekki valinn staður þar vegna þess að þar hefði áður verið keltneskt klaustur? Alt stefnir að hinu sama. Um hundruð ára höfðu menn frá Skot • landi og írlandi farið til íslands, og einn þeirra hafði hrakist alla leið til Grænlands. Norðmenn höfðu verið búsettir árum saman á Suðureyum og írlandi áður en þeir fóru að sigla fil íslands. Og marg- ir landnámsmanna komu frá Suð- ureyum. Sumum var sagt áður en þeir færi þaðan, hvar þeir skyldu byggja. ísland er numið vegna þeirrar þekkingar, sem menn fengu á því hjá breskum mönnum. En fulla þekkingu á þessu fáum vjer ekki fyr en nákvæm rannsókn hefir farið fram á stöðum eins og Kirkju- bæ og Papíli. Hitt er vitað með fullum sanni, að Keltar, það þurfa ekki fremur að hafa verið munkar en venjulegir bændur, áttu heima á íslandi áður en landnámið hófst Og mjer er spurn, hverjir voru „Hellismenn“? — „Torfi drap Kroppsmenn tólf saman; og hann rjeð mest fyrir drápi Hólmsmanna (íslendinga); og hann var á Hellis- fitjum, og Illugi hinn svarti og Sturla goði, þá er þar voru drepnir átján Hellismenn". (Örlygur frá Suðureyum var langafi Torfa). Vel má vera að þetta hafi verið stigamenn eða útlagar, en þó skeði þetta tiltölulega snemma. Jeg er sannfærður um að það er engin sönnun þess að Keltar hafi ekki búið í landinu, þótt Naddoddúr vík- ingur sæi enga reyki er hann gekk á fjall í Austfjörðum. En þögn Landnámu um þessa menn verður að skoðast sem sektarmeðvitund, fyrir það að landnemarnir hafi myrt alla Keltana, sem fyrir voru. Tilvitnaninni hjer að framap svip- ar mjög til frásagna um það, hvern- ig fyrstu landnemarnir í Tasmaníu útrýmdu f rumbvggj un um, eða hvernig fór þegar norrænir menn komu til Ameríku. Þá var skegg- öld og nágranninn var vís til a'ð brenna þig inni fyrir eitthvert ó- gætilegt orð, sem þú hafðir sagt í ölæði. Það var vissara að hafa ekkí slíka menn yfir höfði sjer. ----o---- Ef menn hafa nú ferðast til fs- lands svo að segja að staðaldri um svo langt skeið, þá ætti að vera hægt að finna einhverjar minjac um veru þeirra þar. Frásögn Land- námu um bjöllurnar og baglana bendir ríl þess að menn hafi haft með sjer venjulega kirkjugripi. Munkarnir fóru ekki til íslands til þess að sitja þar á háfjöllum og láta sig dreyma, nje til þess að tína lýsnar úr skyrtum sínum. Þeir fóru þangað til þess að geta til- beðið guð og til þess að vera þar í einveru. Sumir hafa sest að á ey- um, þar sem þeir gátu fengið gnægð fugla og eggja á sumrin. Aðrir, eins og þeir, sem settust að á Kirkjubæ og Papósi, hafa haft með sjer kvikfje og rekið búskap

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.