Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1950, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSÍNS að engin takmörk eru fyrir því, hvað hægt er að gera, ef viljinn er nógu sterkur. Hún ann íslandi og æskustöðvum sínum, enda sýnir hún það í verki. Heimili þeirra hjóna er ávalt opið fyrir íslend- ingum, og hún og maður hennar eru samhent um að greiða veg þeirra. Á stríðsárunum tók fjölskyldan virkan þátt í andstöðuhreyfing- unni móti nasistum. Það veit eng- inn, nema þeir, sem lifðu stríðs- árin í Noregi, hve miklar hörm- ungar gengu yfir norsku þjóðina. Við, sem höfðum þó erlendan her í landinu, getum ekki getið þess til nje sett okkur í spor þeirra — sem lifðu í sífeldri angist nótt og dag. Jeg veit, að það hefur munað um Guðrúnu þar sem annars staðar, enda varð hún að lokum að greiða hátt gjald. Sjálf segir hún í viðtali við norskt blað: „Mjer hefur altaf þótt vænt um Noreg. En samt sem áður hef jeg iifað hjer sem útlendingur í öll þessi ár, þar til er stríðið kom. Þá fyrst varð Noregur mitt land.“ Þessi þátttaka í frelsisbaráttunni leiddi til þess, að heimili þeirra Brunborgshjónanna var ekki óhult fyrir nasistunum þýsku, og loks voru synir þeirra tveir, Olav og Erling, teknir til fanga. Erling var látinn laus eftir marga mánuði og aldrei fluttur til Þýska- lands. En Olav var fluttur í fangelsi í Þýskalandi og kom aldrei aftur. Þetta er aðeins ein fórn af mörg- um, sem norska þjóðin hefur orðið að greiða á stríðsárunum. Olav var ný-útskrifaður stúdent. Ætlun hans var að stunda nám áfram við há- skólann í Osló. Þegar fregnin um andlát Olavs barst heim, lá Guðrún á sjúkrahúsi. Dag og nótt dvaldist hugur hennar við soninn, sem horf- inn var sjónum hennar. í huga Guðrúnar vaknaði löngun til þess að reisa syninum verðugan minn- isvarða. Þau hjónin hafa aldrei verið rík, en Olav var líftrygður fyrir fimm þúsundum. Þetta var ekki há upp- hæð. En þessir peningar hjálpuðu Guðrúnu til þess að hrinda hug- mynd sinni í framkvæmd. Hún þekti manna best ógnir stríðsins og afleiðingar þess. Og hún einsetti sjer að fara með kvikmyndir heim til íslands og sýna þær löndum sín- um heima. Það mun hafa verið 1946, er Guð- rún kom fyrst heim með kvik- myndir, en síðan hefur hún komið í 4 ár samfleytt. Viðtökurnar heima brugðust ekki vonum hennar. Þótt við heima þektum ekki ógnir stríðs- ins í sinni ægilegustu mynd — höfðum við þó setulið í landinu og fylgdumst með því, sem gerst hafði og var að gerast í nágrannalöndun- um og umheiminum og kanske ekki hvað síst í Noregi. Fyrirlestrum Guðrúnar um Nor- eg á stríðsárunum var sjerlega vel tekið og sömuleiðis kvikmyndun- um, sem hún sýndi hjer heima. Þær gáfu svo glögga hugmynd um land og þjóð — um baráttu Norðmanna, þrautseigju þeirra og ættjarðarást, að áhorfendur urðu djúpt snortnir. Guðrún var líka með mynd, sem heitir Englandsfararnir. Sú mynd sýnir frelsisbaráttu Norðmanna á stríðsárunum. Svo sýndi hún mynd, sem nefnist „Noregur í litum“. Sú mynd sýnir líf og starf fólks í Noregi og ýmsa fegurstu staði Noregs. Þessi mynd varð afar vin- sæl, og jeg má segja, að hún sýndi hana langoftast af myndum þeim, sem hún var með. Myndirnar sýndi Guðrún í flestum kaupstöðum landsins og var víst oftast fult hús. Hún ferðaðist um landið samfleytt fjóra mánuði með „Noreg í litum“ og „Englandsfarana“. Það varð henni dýrt ferðalag en borgaði sig þó betur en hún hafði nokkru sinni 475 vænst. Hún varð að leigja bifreið og ekil. Lýkur hún miklu lofsorði á hve heppin hún hafi verið með ekilinn og hve vel hann hafi hjálp- að henni. En spaugilegt þótti mjer að heyra frú Guðrúnu lýsa því, er þeim var ætlað sameiginlegt herbergi á ein- um merkum gististað landsins. Næst kom hún heim 1947 og svo 1948, og þá ferðaðist hún um landið með myndirnar og fekk alls staðar góðar viðtökur. Sjálf útskýrði hún hverja mynd. — Með þessu vann Guðrún meira og stærra verk en að safna fje. Hún kynti Noreg og norsku þjóðina fyrir íslendingum á þann hátt, sem best verður gert. Henni hafði þau ár, sem hún var í Noregi, altaf gramist það hve lítið Norðmenn vissu um ísland og ís- lendinga og lítið um sögu landsins. bókmentir og menningu. Nú hugs- aði hún sjer að kynna Noreg fyrir íslendingum — og næstum sam- tímis, eða þá mánuði af árinu, sem Guðrún dvaldist heima í Noregi, ferðaðist hún um og helt fyrir- lestra um ísland og sýndi myndir frá fslandi. Fyrir framan mig á borðinu, sem jeg sit við, eru úrklippur úr norsk- um blöðum. Allt eru þetta ummæli um fyrirlestra frú Guðrúnar um ísland og myndir þær, sem hún hefur sýnt. Jeg sje á þessum blaða- úrklippum, að Guðrún hefur flutt fyrirlestra um ísland víðsvegar í Noregi: Osló, Björgvin, Hauga- sundi, Stafangri og Þrándheimi. Öll þessi blöð ljúka miklu lofs- orði á fyrirlestra hennar og telja sig margfróðari um ísland og ís- lensku þjóðina eftir komu hennar. Þetta eitt — kynning milli þess- ara tveggja frændþjóða, íslendinga og Norðmanna, er nauðsvnlegt. Hef ur Guðrún gengið þar rösklega fram og áunnist mikið á svo skömm -um tíma, og mega báðar þjóðirnar vera henni þakklátar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.