Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1950, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1950, Blaðsíða 1
bék 39. tbl. 31 orptt#laí>£ iws Sunnudagur 22. október 1950. XXV. árgangur. ÞORGRIMUR HALLDORSSON: FARFDGLAR í HStAKNINGUM TELJA má fullvíst að aldrei hafi ferðamannastraumurinn beinst meir að Þórsmörk en síðastliðið sumar. Tugir manna á öllum aldri þyrpt- ust um hverja helgi í þessa paradís ferðamanna. Sumir dvöldu aðeins yfir helgi, en aðrir í viku eða hálfan mánuð og nutu þess að eyða sum- arleyfi sínu á þessum fagra °S einkennilega stað. — Nú orðið er nær eingöngu farið á bílum inn á Mörk, en áður varð ekki komist þangað nema á hestum eða þá fótga ngandi. — Einn versti farartálminn á leið- inni eru vötnin, sem geta stundum orðið erfið yfirferðar eins og glögl má sjá á eftirfarandi ferðasögubroti- SUMARIÐ 1948 fóru farfuglar í sína árlegu sumarleyfisferð á Þórs- mörk. Skyldi lagt af stað laugar- daginn 23. júlí og dvalist þar inn- frá í 10 daga. Þátttakendur voru 34, flest þaulvant ferðafólk, hert af ýmsu slarki um óbygðir landsins. Undanfarin ár hafði altaf verið farið á hestum, en nú átti að taka þá nýbreytni upp að fara alla.leið á bíl. Var fenginn til fararinnar stór yfirbygður herbíll, sem var eign Póst- og símamálastjórnar; einnig var með í ferðinni annar herbíll, sem er eign farfugla og svo vörubfll, sem skyldi flyt.ia farang- urinn eins langt og auðið yrði. Föstudaginn 22. júlí lögðu fjórir ungir menn upp frá Reykjavík á- leiðis inn á Mörk. Fóru þeir með strætisvagni upp að Lögbergi og heldu svo þaðan fótgangandi með allan sinn farangur á bakinu. Ekki Ieið samt á löngu þar til tómur bíll á leið austur nam staðar hjá þeim og bauð bílstjórinn þeim far eins langt og hann færi. Gekk svo koll af kolli, altaf var einhver bílstjóri að bjóða þeim far stutta eða langa áfanga í einu. Þegar dag- ur var kominn að kvöldi slógu þeir upp tjaldi, fengu sjer matarbita og fóru síðan að sofa. Morguninn eftir var svo ferðinni haldið áfram á sama hátt að Stóru-Mörk, en það er síðasti bær í byggð þegar haldið er á Þórsmörk. Þaðan var svo geng- ið sem leið liggur meðfram Eya- Viðsjált vatnsfall framundan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.