Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1950, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1950, Blaðsíða 9
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 477 BYGÐ PAPA A ÍSLANDI LÖNGU FYRIR LANDNÁMSTÍÐ SK.OSKI jarðfræðingunnn T. C. Lethbridge, sem ferðaðist hjer um land 1939 og hefir víða farið, hefir nýskeð gefið út nýa bók, er hann nefnir ,,Herdsmen and Hermits". Er þar rakin saga hinna ýmsu kyn- kvísla, sem bygt hafa Bretlands- eyar alt framan úr grárri forn- eskju, eins og lesa má hana í forn- leifum í samhandi við nútíma þekk- ingu á jarðfræði. Er þetta alt stór- fróðlegt, en verður þó ekki rakið hjer. En einn kafli bókarinnar fjall- ar sjerstaklega um ísland og land- nám hjer frá Bretlandseyum löngu áðui en norrænu landnemarnir komu hingað. Er líklegt að marga fýsi að heyra hvað þessi fróðleiks- maður hefir um það að segja og birtist hjer því stuttur útdráttur úr bókinni. ----o---- Á 3. öld e. Kr. þegar Rómverjar rjeðu Bretlandi, komu þangað saxneskir sjóræningjar. Það virð- ist svo sem Carausius flotaforingi Maximians hi^fi unnið stórsigur á þeim árið 285. En upp úr því gerði Carausius sig sjálfan að keisara yfir Bretlandi, Þá voru keisararnir orðnir þrír, Diocletian hinn rjetti keisari, Maximian undirkeisari hans og Carausius, sem hafði hrifs- að til sín keisaravöld. Hann stjórn- aði Bretlandi um hríð og hafði sína eigin myntsláttu í London. En árið 294 myrti Allectus hann. Árið eftir fell Allectus í orustu við Constantinius Chlorus, banda- mann Maximians í Gaul. Þessar skærur og innnanríkis- styrjöld, er nú aðeins merkilegt vegna fornleifafundar á íslandi. í bókirmi „Gengið á reka“ eftir Kristján Eldjárn, Segir höfundur frá þremur rómverskum pening- um, sem fundist hafi í Hamars- firði á suðaustanverðu íslandi. Þessar myntir hafa sennilega blás- ið upp í gömlum húsarústum og lágu þar á dreif. Þessar myntir eru allar „antoniniani‘“ eins og þær eru kallaðar og hafa verið slegnar af Aurelian, Propus og Diocletian. Sennilega hafa þær týnst um 300 e. Kr. Eldjárn er viss um, að vík- ingar hafa ekki komið með þessar myntir til íslands, og eigi heldur hafi þær borist þangað seinna. Hann giskar á að skip úr flota Car- ausius hafi hrakið til íslands, er það var að leita saxneskra sjó- r PAPABYGÐIR W — norræn nöfn sem kend eru við Vestmenn. P — staðir kendir við Papa. H — kunnar munkabygðir. K — norræn staðanöfn kend við kirkju. M — kiaustrin á lona og Flat- ey. Ö — bústaður Örlygs.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.