Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1950, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1950, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 471 Stúlkurnar voru bornar yiir hverja kvísl og keptust menn um að ná í þær þyngstu. síðustu sporin inn Húsadalinn, en þangað var komið klukkan fjðgur á sunnudagsmorgun. Þar sem þær vildu ekki vekja upp fólkið, sem lá þar í tjöldum, settust allar inn í áætlunarbíl, er þarna var, og biðu þess að tjaldbúar risu úr rekkju. Reyndust tjaldbúar hinir hjálpleg- ustu og vildu alt fyrir stúlkurnar gera. Voru þær nú látnar fara úr öllum fötum, því hvergi fanst á þeim þurr þráður, og fara í heita hvílupokana jafnóðum og þeir losnuðu. ★ Nú víkur sögunni aftur til karl- mannanna, sem voru að reyna að losa bílinn. Höfðu þeir sjeð að ó- gerningur var að ná honum upp nema frá hinum bakkanum og ætl- uðu að koma sínum bíl yfir ána, en það tókst ekki betur en svo að hann festist og' voru því báðir bílarnir fastir í ánni skamt hvor frá öðr- um. Var nú skift liði, þannig að nokkr -ir skyídu halda til bygða og fá aðstoð, en aðrir taka eins mikinn farangur og þeir gætu borið og flytja inn á Mörk. Skiftust síðan hóparnir og heldu hvor í sína átt. Annar ætlaði strax yfir Krossá, en hún ! afði þá vaxið svo að ógern- iftgur var að vaða hana, og heldu þeir því upp með ánni í leit að vaði. Ekki hafði þessi leit borið árangur, er þeir komu að Jökulsá, sem á upptök sín í skriðjökli, er kemur úr Eyafjallajökli skamt frá Hoftorfu. A þessi, sem oftast er vatnslítil, var nú orðin að skað- ræðisfljóti, en samt tókst að finna vað á henni og komast yfir. Skömmu seinna var komið. að Steinholtsá, sem er straumhörð, stórgrýtt og slæmur farartálmi þeim, sem yfir hana þurfa að fara. Nú reyndist áin gjörsamlega óvæð og svo ljót að kunnugir menn höfðu ekki sjeð hana verri. Var nú ekki um annað að ræða en að ganga upp að skriðjöklinum og reyna að korn- ast yfir við upptökin, enda kom það á daginn að þar var stórt lón og frekar lygnt. Óðu menn nú út í rjett við jökulröndina og náði vatn- ið þeim upp undir geirvörtur, þar sem dýpst var. Nístings kuldi jök- ulvatnsins gerði menn svo dofna að þeir áttu bágt með hreyfingar þeg- ar upp úr kom, en fljótlega kom líf í limina er gangan hófst á ný. Veður fór nú heldur batnandi, var nú orðið nærri úrkomulaust og farið mikið að lygna. En með birt- ingu fór þreyta töluvert að sækja á marga, enda erfitt að ganga í rennblautum fötunum með þungar byrðar og ekki Ijetti það gönguna að þykkt vikurlag frá Heklugosinu árið áður var yfir allri jörð. En ekki í dynjandi illviðri roguðuht incrm ni'ð bungar byrðar yfir holt og hæðir, joku!- kv íslar og vlkursanda

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.