Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1950, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1950, Blaðsíða 6
474’ . LESBÓK MORGCJNBLAÐSTNS Elinborg Lárusdóttir (SLENSK MÓÐIR SEM MÓTLÆTIÐ GERÐI STÓRA SKAMT frá Osló í Noregi er sveit, sem nefnd er Asker. Þar býr Guð- rún Brunborg. Guðrún er öllum Islendingum kunn, svo að óþarft er að kynna hana. Samt sem áður ætla jeg að minnast hennar hjer lítil- lega. Guðrún er fædd 5. júní 1896 á Reyðarfirði, dóttir Bóasar Bóasson- ar frá Stuðlum'í Keyðarfirði. Móðir ’ hennar var Sigurbjörg Halldórs- dóttir frá Geitafelli í Þingeyarsýslu. Faðir Guðrúnar var bóndi á Stuðl- um, og þar ólst hún upp. Systkinin voru tíu. Hún var yngst þeirra. í æsku var hún veil tii heilsu og fekk ilt í fótinn. Það tókst óheppi- lega til með aðgerðina og að því hefur hún búið síðan. Vegna þess- ara mistaka hefur leið hennar legið oftar á sjúkrahús en flestra ann- ara, sem jeg þekki. Ekki var Guðrún gömul, er hún fekk þrá til að afla sjer mentunar. Hún gekk á Kennaraskólann í Reykjavík vetuma 1915—16 og 1916—17. En haustið 1918 sigldi hún til Noregs. fastráðin í því að læra hjúkrun og verða hjúkrunarkona. Þegar til Noregs kom, kvntist hún manni, sem heitir Sólmundur Brunborg. Leiddi sú kynning til þess að hún hætti námi og giftist honum. Hann er ættaður frá Voss á Vesturlandinu og er kandídat frá landbúnaðarháskólanum í Ási. — Guðrún og hann voru gefin sam- an í kirkjunni á Stiklastöðum vorið 1920. Á Stiklastöðum voru þau svo um tíma. En nokkru síðar fjekk Sólmundur Brunborg fasta stöðu hjá landbúnaðarráðuneytinu. Flutt -ust þau þá til Asker. Þar keyptu þau lóð 1924. Á þessari lóð, sem er 16000 fermetrar, reistu þau hús. Engin trje voru þarna og enginn garður, aðeins græn sljetta. Þarna var ærið starf fyrir hendi, og mun Guðrún þarna sem annars staðar hafa lagt fram krafta sína. Nú er þgrna ágætt íbúðarhús, fjós og hæsnahús. En þau hafa eina kú og nokkur hænsni. Vegna starfs síns er Sólmundur Brunborg daglega að heiman og kemuf ekki heim fyr 'en á kvöldin eftir vinnutíma. Guðrún verður því oft að hafa veg og vanda af heim- ilinu. Guðrún byrjaði á því að rækta lóðina, hún gróðursetti trje og bjó sjer til blómarunna. Þetta tókst ágætlega og ekki liðu mörg ár þar til trjen teygðu sig hátt upp móti sól og himni og báru ávöxt. Vitanlega vann maður Guðrúnar að þessu með henni þær stundir, sem hann hafði aflögu, en það voru einungis kvöldin. Má því segja, að þau legðu bæði mikið að sjer við þetta starf. Frú Guðrún mun sjaldnast hafa haft hjálp við heimilisstörfin, nema þá sem mað- ur hennar og börn hafa veitt henni. Er það eitt undravert hve miklu hún hefur afkastað ekki heilsu- sterkari en hún þó er. Þau hjónin hafa eignast 4 börn, þrjá svni og eina dóttur. Dóttir þeirra heitir Reyðunn. Hún er gift og búsett í Asker skamt frá heim- ili foreldra sinna, en vinnur sjálf úti. Son sinn, Olav, mistu þau i * « * .4 V..........................:• Guðrún Brunborg. .■ stríðinu. Erling qg Egill eru ógift- ir. Egill er heima, en Erling er nú í Ameríku og var í sumar óvíst hvenær hann kæmi heim. Þeir, sem ekki þekkja Guðrúnu eða heimili hennar, eiga erfitt með að skilja hvernig hún hefur hrund- ið öllu því í framkvæmd, sem eftir hana liggur. Hún er kona lítil vexti og gengur ofurlítið hölt. Gráar hærur skreyta höfuð hennar, en ekki er hár hennar snjóhvítt og mundi þó engan furða, þótt svo væri, slíkar reynslustundir sem hún hefur lifað. í fljótu bragði er þessi kona ekki mikil fyrir mann að sjá. En fljótlega verður þess vart, að hún er það, sem hún sýn- ist og gott betur. Kynnist maður henni og manni hennar og heimilis- lífinu verður þetta alt Ijósara — næstum eðlilegt. Þau hjónin eru mjög samhent, og heimilislífið er fyrirmynd. Guðrún hefur áreiðan- lega getað rætt við mann sinn um sín áhugamál og fundið stoð og styrk hjá honum. Það hefur sitt >■ að segja. Guðrún er sjálf ákaflega sterk kona. Þegar jeg kyntist Guð- rúnu fjekk jeg óræka sönnun þess,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.