Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1950, Blaðsíða 2
502 LESBÓK MORGUNBLAÐSIN S bæði rist og stungið og á góu sást eigi snjór, utan ef var í fjallalaut- um.“ En fiskur brást algjörlega. Kom því mikið los á fólk og voru rán og stuldir í öllum sveitum, en þó mest sunnan lands, svo að í Rangárvallasýslu voru þá strýktir og markaðir 18 þjófar og hinn 19. hengdur, en 10 eða 11 strýktir og markaðir í Árnessýslu. Tveimur árum seinna rak hafís að landinu og lá hann fyrir Norður- landi iram um þing. Mikinn ís rak austur fyrir land og svo vestur með og hinn 14. apríl barst hann norður fyrir Reykjanes og síðan inn á fiski slóðir Seltirninga og inn um allar víkur. Voru þá hafþök svo að segja hringinn í kringum landið. í Faxa- flóa lá ísinn fram yfir vertíðarlok. Þá var það að bátur frá Garði brotnaði í ísnum úti á miðum, en 6 menn, sem á honum voru, fóru gangandi í land. Þegar leið að aldamótunum juk- ust vandræði enn í landinu, vegna harðinda og fiskleysis. Fjárfellir varð víða um land og útigangshross hrundu niður. Vegna þess hvað ær voru magrar á vorin, varð mikill lambadauði, cn málnyta varð lítil sem engin. Svarf þá mjög að fólki og kvað svo ramt að þessu, að árið 1698 voru á einum degi fluttar á land úr Flatey og Bjarnareyum í Breiðafirði 60 bjargþrota mann- eskjur, og hafði þó verið talið að í Breiðafjarðareyum væri síst hætta á bjargarleysi, vegna þeirra hlunninda, sem þar voru. — Þá sl reymdi og íjöldi fólks frá vestur- kjálkanum norður og suður á sveit- ir. Margt af þessu fólki varð úti eða veslaðist út af úr hungri og harð- rjetti. Árið 1699 var svo hart í Norður- landi að við sjálft lá að skólinn á Hólum legðist niður vegna fisk- leysis. Veiðistöðvarnar a Skaga og í Fljctum, sem nefndar vcru „Bur Holaskola ', hófcu algjórlega brugð -ist. Tók biskup það því til ráðs að senda lest vestur undir Jökul til að reyna að ná í fisk. Komu lestar- menn ekki heim aftur fyr en um jól, og báru fisk á 16 hestum. En þá um sumarið hafði verið svo mik- il fiskekla, að kaupmenn höfðu keypt alt er fekst, skötu og þorsk- höfuð, maltan fisk og ýsu. Vegna bjargarleysis var þá „þjófaöld hin mesta; var engu óhætt, utan nje innan bæar. Tóku margir það ráð, að hafa sauðfje sitt í baðstofum, því að víðast var örfátt fje; komust þó bófar að því. Skáru þeir fje eða krufðu og tóku mör og kjöt af bein um, en skildu eftir höfuð oftast og stundum gæru og innýfli; sumir átu hrátt. Stálu þá margir þjófar, þótt strýktir væri.“ Sumarið 1700 var mjög bágborið. Voru þá svo miklir óþurkar norð- anlands, að menn slógu ekki nema 6 vikur og fáir höfðu hirt tún hinn 8. september. Þá gerði ofsaveður með veltibrimi og stórhríð 20.—21. ágúst. Varð þá úti Jón Árnason i Keldunesi, afi Skúla landfógeta. Þá var svo bjargarlaust vestra, að sýslumaður í ísafirði braut upp búðir kaupmanna til þess að ná í matbjörg handa fólkinu. Eftirlegu- kaupmenn annars staðar opnuðu búðir sínar og lánuðu matvörur meðan til vanst, og komust margir þá í stórskuldir. En það var eitis og alt hjálpaðist að þessi ar til að sliga þjóðina. Óhöppin steðjuðu að úr öllum átt- um. Slysfarir voru tneð langmesta móti og stór áföll. Þá um veturinn íórust á einum degi (8. mars) 32 skip af Innnesjum og Suðurnesj- um og fóru þar 157 menn í sjóinn. í ágústbyinum mikla fyrir norðan, brotnuðu 30 skip við Skagafjörð, mörg í Eyafirði og víðar. Með því var mönnunt bannað að leita sjer biargar á sjónum. Og þótt taiinn væri meðalhlutur syðra, var svo fiskilaust, aö frá Hólum var send lest vestur á land til að kaupa söl. Vegna neyðarinnar, sem þá var í landinu, sendi Alþingi um sumarið bænarskrá til konungs um það að hann sæi aumur á landsmönnum. Kom svar konungs árið eftir og var á þá leið, að einn af lögmönnum mætti sigla og skýra sjer frá hvern- ig högum manna væri komið. Vald- ist til þess Lauritz lögmaður og kom hann út sumarið 1702 og hafði orðið lítið ágengt. Kom hann þó með verslunartaxta nokkru linari en þann, er áður hafði gilt, og skyldi hann gilda um fjögur ár. Um aldamótin fer fólk fyrst að falla úr hungri fyrir alvöru um Þingeyarsýslu, Eyafjarðarsýslu, Skagafjarðarsýslu og Húnavatns- sýslu. Var talið að í einum hreppi í Þingeyarsýslu hefði fallið 50 úr hor. En Norðfjörður eyddist þá af hallæri. Var þá matarskortur um gjörvalt land og helst þetta svo um þrjú ár. Árið 1702 brást fiskafli svo að segja alveg, og hófst þá mann- íellir á Suðurlandi. Ljetust þá 40 á Akranesi, 20 á Kjalarnesi, 30 á Suðurnesjum og margt í Mosfells- sveit, Seltjarnarnesi og Álftanesi. Var þá alt etið er tönn á festi. „F'ólkið við sjóinn lifði á fjörugrös- um og þangi, en í sveitum við fjalla grös, rætur og söl. Sumir átu af hungri hey, skinn og skóbætur steiktar. Fundust og þeir sem átu hesta, hunda og hrafna.“ Var þá þjófaöld mikil, stuldir og rán, svo að menn gátu trautt baldið sínu. „Var þó altaf verið að hýða og marka“. Veturinn 1701 voru til dæmis hýddir og markaðir nær 20 þjófar í Árnessýslu. Fóru þjófar þá að leggjast >út víða um land. Er getið um tvo útileguþjófa á Suðurnesjum; var annar hengdur en hinn slapp. Þá er og getið um útLleguþjóf nyrðra, sem var giip- inn og hengdur. Annars var altaf venð að hervgja þjóía þessí -árm, baeði hehna í hjeruðura og a Al-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.