Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1950, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1950, Blaðsíða 4
W lesbók morgunblaðsíns á þeim. tók sjer þá fyrir hendur afS safna liði og veita þeim aðför. Urðu þeir tólf saman og höfðu tvær byss- ur og eitthvað fleira vopna. Var þetta viku fyrir Alþing. Fór nú þessi hópur til fjalla og kom að hellinum svo að útilegumenn voru þar allir inni. Jón skoraði á þá til útgöngu og að gefast upp, en þeir 5»vöruðu engu. Þá greip Jón til byssu sinnar og kallaði hátt að allir skyldu skjóta inn í hellirinn. Gerði hann það til þess að hræða þá og láta þá halda að allir væri þeir vopnaðir byssum, þótt byssurnar væri ekki nema tvær. Skaut svo Jón inn í hellirinn og hæfði hett- una á höfði Jóns Þorlákssonar, svo að hún fauk af honum, en mann- inn sakaði ekki. Þá gugnuðu þeir útilegumenn, er þeir sáu hver al- vara var hjer á ferðum, og gáfust upp. Voru þeir því næst fluttir til Bessastaða. Jón Eyólfsson vicelögmaður í Nesi var þá sýslumaður í Gull- bringusýslu og kom það í hans hlut að rannsaka mál útilegumannanna. Þingaði hann í málum þeirra í Kópavogi, en dómsmálabækur Jóns frá þeim árum eru nú glataðar og er því ekki hægt að vita hvað fleira hefur koroið þar fram, en hermt er í annálum Qg Alþingisbokum. En sjera,Éyóífur á Völlum, sonur Jóns viceíögmanns hefur sagt allskil- merkilegá frá þessu og mátti hann manna best um það vita, því að hann átti.þá heima í Nesi við Sel- tjörn hjá föður sínum. Degi áður en Jón kvæði upp dóm yfir þeim f jelögum, braust Jón Þor- kelsson úr járnum á Bessastöðum. Náðist hann aftur, en með hverj- um hætti það hefur verið er ekki vitað. Dómur var kveðinn upp yfir þeim hinn 6. júlí og síðan voru þeir fluttir til Alþingis. Höfðu þeir þá ekki verið nema 3 daga í haldi á Bessastoðum. Auk þeirra þjófnaða, sem að framan getur, sannaðist á þá að þeir hefði stolið 6 sauðum og eigi minna en 7 fjórðungum af smjöri auk „aðskiljanlegra hluta ætra og óætra“. Mál þeirra var tekið fyrir á A! • þingi hinn 11. júlí og var það dóms- ályktun lögmanna og lögrjettu- manna að þeir Jónarnir skyldu báðir hengjast undir umsjá sýslu- mannsins Jóns Eyólfssonar. En Gísla Oddssyni vægðu þeir, vegna þess hvað hann var ungur, og að hann hafði aldrei fyr dæmdur ver- ið. Hann var „aðeins“ dæmdur til þess að hýðast þar á þinginu svo stórfeldri hýðingu að næst gengi lífi hans, og sendast síðan heim á sína sveit og þar reynt að halda honum að vinnu. Þennan sama dag var og kveðinn upp dauðadómur yfir „þeim vesala dreng“, Gísla Einarssyni, er dæmd- ur hafði verið í Borgarfirði haustið áður fyrir stuldi í Hvítársíðu. Þá hafði hann og áður verið dæmdur i ísafjarðarsýslu fyrir þjófnað og fyrir að hafa kveikt upp eld í húsi, en það síðan brunnið með öllu sem í var. Hann var nú dæmdur til hengingar undir umsjá Jóns Sig- urðssonar sýslumanns í Þverár- þingi. Hinn 13. júlí 1703 rann upp bjart- ur og fagur á Þingvöllum. Blá slikja lá yfir skógunum milli Hrafnagjár og Almannagjár, þar sem næturdöggin leystist upp í gufu fyrir hlýum geislum morgun- sólarinnar. Fuglasöngur ómaði í kjarri og lofti. Silfurgljátt vatnið fell blítt að skrúðgrænum töngum og kjarri yöxnum hólum. Hrafna- björg og Arnarfell voru dökk og svipþung, en á aðra hönd skein sólin á hvítan koll Skjaldbreiðs, en á hina hönd var Hengillinn græn- blár með hvítum gufustrókum, er lagði hátt upp í vindlaust loftið. Það var einn af þessum ógleyman- legu morgnum á Þingvöllum, þeg- ar náttúran tjaldar sínum fegursta skrúða og lífið virðist dásamlegt og fagnaðarríkt. En þeir, sem þá voru á Þing- völlum, gáfu þessu engan gaum. Þeir höíðu um annað að hugsa. Daginn áður höfðu þeir drekt þar konuvesling af Akranesi fyrir barn -eign, og nú voru þeir önnum kafn- ir við að hengja þrjá menn, sem harðæri og sultur höfðu hrakið út á ógæfubraut. Og síðan horfðu þeir á hvernig grindhoraður unglingur var svipum laminn þangað til hann var alblóðugur og flakandi í sár- um og líftóran við það að skreppa út úr líkamanum. Þetta voru dæmdir óbótamenn, en í raun rjettri voru þeir píslar- vottar þjóðar sinnar. íslendingar eru ekki þjófar nje óbótamenn að eðlisfari. En vegna þess að bjóðin hafði verið svift öllu frelsi af ein- ræðisstjórn, sem hugsaði um það eitt að hafa sem allra mest upp úr þegnunum, eins og allra einræðis- stjórna er siður, var svo korrið í þessu fagra landi, að fólkið hrundi niður úr hungri. En þeir, sem ekki vildu verða hungurmorða, og fóru að dæmi tófunnar að bjarga sjer eins og best gekk, voru gripnir og hengdir. Og þennan fagra morgun, er sól skein á hauður og haf til sannindamerkis um að Tsland væri landa best, kvöddu þeir „drengur- inn“ úr Boigarfirði og útilegu- mennirnir tveir af Reykjanesi, sitt auma líf, hangandi í gálgum á helgi -stað þjóðarinnar, til merkis um þá óstjórn, sem hafði komið fslandi á kaldan klaka. En þriðji útilegumaðurinn, ung- lingurinn innan við tvítugt, var sendur hálfdauður austur á sína sveit, og hefur sjálfsagt ekki þótt þar neinn aufúsugestur. Á. Ó. Ung stúlka kýs fremur aS vera falleg en gáfuð. Það er vegna þess að ungu piltarnir sjá vel en hugsa skamt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.