Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1950, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1950, Blaðsíða 16
516 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Á LEIÐ TIL KRÝSUVÍKUR. Þessi mynd er úr ferðubók Charles S. Forbes, er ferðaðist hjer um land 1859. Henni fylgir þessi lýsing á leiðinni frá Hafnart'irði suður á Ketilstíg: Áfram, áfram er haldið, og reynir vindur og regn mjög á hlífð- arföt vor og fótabúnað. En við höfum vindinn á eftir og það flýtir fyrir okkur. Óhugsandi hefði verið að ferðast á móti honum. — Alls staðar er sama tilbreyt- ingaleysið. Stundnm liggur vegurinn yfir helluhraun og stundum yfir holuhraun. Það er hættulegt, einkum vegna þess hvað við förum greitt, því að í gegn um sprungur og gjótur getum við sjeð niður í hella, sem myndast hafa af gufum, og er þakið á þeim stundum eitt eða tvö fet á þykt, en stundum ekki nema fáir þumlungar. Um veginn sjálfan er það að segja að hann var eins„og gjallhrannir úr járnbræðsluofni, en þar sem hann var eitthvað skárri, var hann krókóttur og sleipur. En litlu, gáfuðu hestarnir okkar gerðu hvorki að hnjóta nje detta. Það var dásamlegt hvemig þeir reyndust. Jeg hefði ekki trúað því að hægt væri að ferðast þetta ríðandi, ef jeg hefði ekki horft á leiðtoga okkar, stiptamtmanninn, sem altaf var á undan. Það hefði ekki verið þægilegt að detta hjer af baki, því að alls staðar er yfirborðið glerhart eins og jám. — Á myndinni má betur sjá hvemig höfundi hefur fundist vegurinn. Það er engu iíkara en að þeir fjelagar þræði háeggjar Sveifluháls. í baksýn sjer út á flóann og er sólin að setjast við Snæfellsjökul. Er nokkur mótsögn í því og lýsingu hans á veðrinu. Sæluhúsið hjá Jökulsá. Vestan Jökulsár á Fjöllum, rjett á árbakkanum þar sem ferjað var yfir ána frá Grímsstöðum, var reist sælu- hús um 1880 eða litlu siðar. Það er hlaðið úr grjóti, bundnu saman með steinlími. Neðst er kjallari og eru nið- ur í hann nokkrar tröppur. Er kjallar- inn notaður fyrir hesta, en yfir honnm eru tvö herbergi og er ofn og rúm- bálkur í innra herberginu ásamt borði. Milli herbergjanna er skilrúm úr þunn- um fjölum. Loks er dálítið loft í risi hússins. Lengi hefur legið það orð á, að ekki væri alt með feldu í húsi þessu, og hafa margir orðið varir þess, sem ekki er hægt að skýra á eðljlevan hátt, bæði einir og margir saman. Hevrast þar oft höpp mtki1 um a’t húsíð o» einu sinni var skilnimið milM henberpianna bro+’ð. er marcrír nmturpes+ir vo^u bar í báðum hprhprrtium. --- Enainn veit neina ástæðu ti1 bessa drpupaeanes. — Einu sinni bottist Fiaha-Rensi siá mann a me!num við sæiuhúsið o? einhverja skepnu með ho.tum, helst hund. en þetta var í mvrkri og svnin ófflögg. Drauma-Jói gisti einu sinni f sæhtht'ts- inu ásamt öðrum. Hófst þá skarkali um nóttina niðri í kia1iara og fóru beir að forvitnast um hveriu bað sætti. Varð Jói fvrstur og brá upp eldsnvtu er nið- ur í kiaÞaraþrepin kom. Er haft eftir honum að hann hafi bá sioð bá ógeðs- levustu sión. er hann he^ði auvum iit- ið. pms konar dvr á stmrð við vpfrung, kafioðið og ægilegt T.iet hann deva á eTdsnvtunni og kveikti á annpri. en bá sást ekkert. Liet Jón seinoa svo um mæU að varla mundi hann vinna hað sipr fil Iffs að gista einn í santuhócinu ÞÓrhaUur Kristiánsson á ■Rroiðomýri sá bar einu sinni eitthvert kvikindi úti fvrir húsinu. Virtist honum hað á stærð við kind er gengi á afturfótunum og glóðu í bvf augun. Hvarf skpnna bpssi fvrir húshornið. Hundur ÞórhaHs hUóp þá eftir henni. en hentist iafnskiótt til baka. Margt fleira óskiUan^egt hefur komið barna fyrir. (Heimild: „Ódáða- hraun“). Vildi ekki hrepnstjóratign. Guðmundur Ólafsson bóndi á Vind- hæli á Skagaströnd var ikipaður hrepp -stjóri 1825, en vildi ekki taka við því embætti, því að hann væri óskrifandi og þekti ekkert í lögum. Blöndal sýslu- maður skipaði honum samt að taka við embættinu, en Guðmundur ljet sig ekki. Skýrði sýslumaður þá amtmanni frá þessum mótþróa, en amtmaður fyr- irskipaði að dagsektum skyldi beitt við Guðmund frá þeim degi er hann var skipaður og þangað til hann hlýðnað- ist. En ekki ljet Guðmundur sig að heldur. Sýslumaður ákvað sektina 4 mörk á dag, og veturinn eftir reið hann heim að Vindhæli til að gera þar fjárnám fyrir sektunum. Var þá flest eigulegt af Guðmundi tekið, virt til 86 ríkisdala. Lifði Guðmundur þá mjög við það er aðrir áttu eða gáfu honum Síðan leitaði Guðmundur til konungs að fá uppgjöf á hreppstjórninni, og varð sá endir á tveimur vetrum siðar, að honum var skipað að taka við hrepp -stjórninni, gjalda 10 dali í sekt til sveitar, og skyldi þá fá aftur fje sitt, er af honum var tekið. Guðmundur tók þá við hreppstjórn að nafninu, en ann- ar maður annaðist öli hreppstjórastörf- in. Svartidauði. Sú sögn gekk í Kjós, að Svartidauðl hafi birst á Þúfu í Kjós í líki bláklæddr -ar konu. Vinnukona þar hitti hana og spurði hana að nafni, en hún kvaðst Helríður heita. „Það er ljótt nafn,“ sagði vinnukonan. „Legg þú ekki neitt til mín, jeg skal ekki leggja til þín, þú skalt eiga fjósamanninn á Meðal- felli“, svaraði sú bláklædda og hvarf í loft upp. En svo fór sem hún sagðL

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.