Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1950, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1950, Blaðsíða 13
LfiSBÓK MORGUNBLAÐSINS 513 Sjálfboðaliöar byggja upp það sem brotið var niður hefði mist fót í stríðinu, en hann þakkaði kærlega fyrir gjöfina. » Um langa hríð hefur Barnahjálp- in gefið rúml. miljón ítalskra barna eina máltíð á dag. Og hun hefur fætt og klætt hundruð þúsunda barna í Grikklandi. Hún hefur sent flugvjelar með streptomycin og penicillin til þess að bjarga lífi þús- unda barna í Tjekkóslóvakíu og Júgóslavíu. Hjer er brot úr brjefi frá Tjekkóslóvakíu: „Við börnin í þjóðskólanum í Prostredni Lanov, bæði drengir og stúlkur, þökkum ykkur kærléga fyrir mjólkina og hið heilnæma þorskalýsi, sem þið senduð okkur. Við hlökkum altaf til miðvikudaganna, því að þá fáum við kjöt frá ykkur.“ Hjá Amman, rjett utan við landa -mæri Palestínu, eru flóttamanna- búðir og þar er fult af börnum, sem lifa eingöngu á því, sem Barna- hjálpin gefur þeim. Og nú hefut- Barnahjálpin orðið að taka upp á sína arma miljónir barna í Kóreu, sem komust á vonarvöl, vegna þess að illir menn rufu friðinn og fóru með báli og brandi yfir landið. Auk þessa hefur Barnahjálpin fjölda lækna í þjónustu sinni og ferðast þeir víðsvegar um heim og hafa bólusett miljónir barna við berkl- um, bólusótt og öðrum hættulegum sjúkdómum. Alt er þetta gert í þágu friðar og mannkærleika. — Börnin gleymi þessu ekki. Hjer eru Sameinuðu þjóðirnar að vinna alveg eins merki -legt starf eins og þegar þær bera klæði á vopnin. Hvort tveggja er nauðsynlegt. Hvort tveggja verður að fylgjast að. Á annan bóginn er unnið að því að fullorðnir menn rjúki ekki saman í styrjöld, á hinn bóginn er verið að skapa nýan hugsunarhátt hjá ungu kynslóð- inni, hugsunarhátt, sem ekki leyfir stríð og styrjaldir. ^ íW & V MAÐUR ER nefndur Pierre Cere- sole, svissneskur verkfræðingur. Hafði hann farið víða um Evrópu, Bandaríkin og Japan. Það sem hann hafði sjeð á þessum slóðum vakti hann til umhugsunar um, að mannkyninu gæti liðið miklu bet- ur hjer á jörðinni, ef menn rjettu hver öðrum hjálparhönd, og hann var svo viss um, að vilji til þessa væri meðal almennings í öllum löndum, að árið 1920 stofnaði hann alþjóðafjelagsskap, sem haTm nefndi „Service Civil Internation- al“. Er það sjálfstæð stofnun, sem er reist á þeirri hugsjón, að menn vilji hjálpa meðbræðrum sínum í öðrum löndum og þannig vinna að samúð og friðarvilja meðal allra þjóða. Og þetta hjálparstarf áttu menn að vinna ,í sjálfboðavinnu. Það átti að sýna að til væri meðal mannanna nóg hjálpfýsi og óeigin- girni, ef leitað væri eftir. Pierre andaðist árið sem seinna stríðinu lauk, en starf fjelagsskap- ar hans hafði þá þegar borið ríku- legan ávöxt, og sýnt að hann hafði rjett fyrir sjer, er hann treysti á hið góða innræti manna. Nú er þessi fjelagsskapur horfinn undir yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna (IJNESCO) og má kallast sjerstök hjálparstofnun. í fyrra sumar.. störfuðu á vegum hennar 40.000 sjálfboðahða, ungra manna og kvenna, sem eyddu sumarfríi sínu í það að vinna að því að byggja upp það, sem stríðið hafði brotið niður í Norðurálfu. Var margt af þessu menntafólk víðsvegar að úr heiminum og unnu í sumum flokk- unum menn frá mörgum þjóðura. Aðalstarf þeirra var að reisa úr rústum heimili manna í Þýska- landi, Frakklandi og Finnlandi. Það er til þess tekið hvað fólk þetta hafi unnið vel, af miklum á- huga og vinnugleði. þótt það fengi ekkert í aðra hönd og yrði sjálft að fæða sig. Og þá var ekki minna um hitt vert, hve mikla gleði þetta starf hefir vakið meðal þeirra, sem unnið er fyrir. Er talið. að það muni hafa afar mikla þýðingu í þá átt að draga úr beiskju og hatri þjóða á milli, og sýna mönnum fram á, að því aðeins getur mann- kyninu liðið vel hjer á jörðinni, að íiver hjálpi öðrum eftir því sem föng eru á, án tillits til landamæra og þjóðernis. Ekki eru enn komnar skýrslur um það hve margir sjálfboðaliðar hafi verið á vegum þessa endur- reisnarstarfs í sumar sem leið, en af reynslu undanfarinna ára má vænta þess að þeir hafi verið fleiri heldur en í fyrra. SÍÐAN Piprre stofnaði þennan fjelagsskap, hafa sjálfbo'ðaliðar hans unnið á óteljandi stöðum þar sem hjálpar var þörf. Þeir greiddu götu spánskra flóttamanna í Frakk- landi á dögum borgarastyrjaldar- innar á Spáni. Þeir hjálpuðu ensk- um bændum við jarðrækt og upp- skeru á styrjaldarárunum. . Þeir voru hinir fyrstu, sem rjettu Grikkjum hjálparhönd að stríðinu loknu. Þeir hafa starfað í rústum Hiroshima í Japan. Þeir hafa unnið að vegagerð og heilbrigðismálum í Algier. Og þeir hafa hjálpað Gyð- ingum, sem hafa flutst til Pale-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.