Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1950, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1950, Blaðsíða 1
ÚTILEGLMENN Á REYKJAIMESI UM aldamótin 1700 var hörmunga- tíð hjer á landi. Þjcðin var orðin mergsogin af allskonar álögum, og langvarandi kúgun einokunarversl- unarinnar. Hún mátti því ekki við neinu. En verstu árin voru tug- tímabilið 1693—1703. Þetta tímabil hófst með því að Hekla byrjaði að gjósa hinn 13. febrúar. Fylgdu jarðskjálftar mikl- ir í nærsveitum svo að hús ljeku á þræði, en brestir og drunur óg- urlegar og eldgangur. Rigndi þá vikri og sandi ákaflega, og skömmu eftir að gosið byrjaði var sandfallið komið alla leið norður í Grunna- vík. Á hvítasunnu gerði suðlæga átt og lagði sandfallið þá norður vfir jökla og til Norðurlands, svo að þar varð aldimt um miðjan dag. Hafði það þá farið yfir hálft land- ið og var víðast hvar jarðlaust vegna þess, þangað til vindur feykti því í skafla. Óhollusta mikil fylgdi þessum sandi, því að rjúpur og sjófuglar drápust þá hrönn- um saman og silungur í ám og vötnum. Fje fekk gadd og kom sumt tannlaust af fjalli sumarið eftir, en lömbum varð að lóga um vorið vegna tannskemda. Gosið stóð með sama ákafa allan veturinn og við og við síðan fram á haust Mestu tjóni olli það auð- vitað í nærsveitunum, svo sem á Landi, Rangárvöllum, Hreppum og Biskupstungum. Þá varð fólk að flýa af jörðunum í Þjórsárdal, Ás- ólfsstöðum, Skriðufelli og Sanda- tungu, og talið er að nær 20 Skál- holtsjarðir hafi þá orðið óbyggileg- ar um hríð. Veðrátta var með afbrigðum góð um veturinn, svo að „á þorra var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.