Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1950, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1950, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 509 Japanskar stúlkur hafa mikinn áhuga fyrir vestrænni tísku. urræðaleysi í atvinnumálum og fjármálum. Því að nú hafa allir málfrelsi. Og það er farið að tala opinberlega um kvenrjettipdi í þessu landi, þar sem konurnar hafa altaf verið þrælar manna sinna. Unga fólkið hefir líka risið upp gegn þeirri venju, að foreldrar á- kveði um giftingar þess. Nú vill það velja sjer maka sjálít, og er farið að gera það, hvað sem i'or- eldrarnir segja. Þetta eru þær breytingar, sem orðið hafa þarna á fimm árum. Framtíðin mun sýna hvort áframhald verður þar á. En það er inargt öðru vísi í Jup- an en hjá okkur. Það er nú t. d. umferðin á götunum. Fólkið anar út á götu án þess að líta til liægri nje vinstri. Og það ansar ekki þó að bílar gefi aðvörunarmerki. Það lítur svo á að öllu sje óhætt, bíll- inn hafi sjeð sig úr því að hann gaf merki, og þá fari hann ekki að aka á sig. Yfirleitt er alþýða ekki farin að venjast bílum enn. Þeir treysta á sína eigin orku, en ekki vjelorkuna. Annað hvort bera þeir alt á bakinu, eða þeir aka því í hjólbörum. Þó eru þarna um 6 miljónir reiðhjóla. Alls staðar eru kamrar, og a morgnana er flutt úr þeim út á akrana. Japanar þykjast ekki hafa ráð á að henda svona ágætum á- burði, vegna þess að tilbúinn á- burður er mjög dýr, en á hinn bóg- inn verður að pína jörðina til þess að íramleiða eins mikið og unt er. Þeir leggja sjer líka ýmislegt til munns, sem vjer mundum ekki gera. Þar á meðal má nefna snáka- mjöl. Snákarnir eru þurkaðir og síðan malaðir og þykir þetta kjarnafæða, en auk þess mjög heilsusamleg og allra meina bót. Á umbúðunum utan um mjöhð stendur að það sje gott meðal við berklum, meltingarkvillum, nýrna- veiki, hjartveiki, aathma, iniiúorjru, beriberi, taugasjúkdómum, brjóst- himnubólgu, augnveiki, bafnsfara- sótt, fjörefnaskortl og ótal mörgu öðru. Þessi auglýsing um snákamjöhð var nýlega bönnuð með lögum, eins og aðrar skottulyfja auglýsingar, en ekki var bönnuð sala á mjöl- inu sjálfu, og margir taka það inn kvölds og morgna sjer til heilsu- bótar. Læknar, sem fengnir höfðu verið til þess að rannsaka það, kváðu upp þann úrskurð, að það gerði hvorki gott nje ilt. Ekki þykir ókunnugum gott að rata í japönskum borgum. Göt- urnar þar hafa ekki fengið nöfn en aftur á móti eru sett nöfn á sjerstök hverfi. Hafi maður nú fundið það hverfi, sem hann leitaði að, þá getur hann ekki áttað sig á númerum húsanna. Því að Japan- ar tölusetja þau ekki í röð eins og vjer gerum. Þeir tölusetja bau eft- ir því hvenær þau eru reist. Fyrsta húsið í hverju hverfi er nr. 1, en næstu hús til beggja handa geta svo verið nr. 48 og 64. Nú hafa setuliðs yfirvöldn reynt að ráða bót á þessu, og hafa gefið öllum götum nöfn. Japanar sjá að mikil þægindi eru að þessu, og þeir segja að götu- nöfnin muni haldast þótt setuliðið fari. Þá er það og einkennilegt í Jap- an, að karlar og konur tala ekki sama mál, konurnar ncta orð, á- herslur og sjerhljóð, sem karlmenn taka sjer alls ekki í muan. Þess vegna hlæja þeir oft að útlonding- um, sem koma og þykjast lamna japönsku: „Hann talar kvenna- mál“! Og ekki er sama hvernig orð- in eru borin fram. Tveir útlending- ar komu í veitingahús og báðu um chichi (mjólk). Stúlkan, sem á:ti að afgreiða þá, kafroðnaði og hljóp á brott. Svo kom örmur, og bcir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.