Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1950, Blaðsíða 7
’ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r C07 ráða, að á Hjaltlandi hafa menn þá enn dansað keðjudans líkt og enn er gert á Færeyum, og að menn sungu þá um leið gömul kvæði á norn. Það er einnig þessum skoska presti að þakka, að enn er til ofur- lítið sýnishorn af norn. Hann skrif- aði sem sje upp, eins vel og hann gat, án þess að skilja eitt orð af því, sem hann var að skrifa, hina miklu kviðu um Hildina og Orkn- evajarlinn (Hildinakviðu). — Sá, sem fór með þetta fyrir hann, var „seinasti kvæðamaðurinn" á Foula, bóndi nokkur, sem hvorki kunni að lesa nje skrifa, en var stálminn- ugur og kunni ósköpin öll af göml- um kvæðum. Kviðan er alnorræn að efni og anda og hefir sennilega verið kveðin um 1300. En það er ekki auðhlaupið að því að komast fram úr henni vegna stafsetning- ar, og engin slík kviða er til sam- anburðar hvorki á norsku nje dönsku. Það var ekki fyr en þeir Hægstad, Bugge og Grúner-Niel- sen fóru að fást við hana, að menn fóru að skilja örlítið í henni. En seinasta dag ráðstefnunnar lagði nú Jón prófessor Helgason fram þýðingu á kviðunni, sem að fáum óverulegum atriðum undanteknum nær yfir alla kviðuna og er svo blátt áfram að hún virðist hljóta að vera rjett. Það sem fulltrúunum á ráð- stefnunni þótti óefað langmest til koma, var þegar þeim var sýndur hinn ævaforni sverðdans. Þessi einkennilegi dans hefir um aldir verið varðveittur á lítilli útey, sem Papa Stour heitir og er með vest- ustu eyunum. Nú var það flokkur þaðan, sem kominn var til Leirvík- ur eingöngu til þess að sýna dans- inn. Á aðaleynni hefir hann ekki verið stiginn síðan 1814, er hann var sýndur Walter Scott. Skáldið var mjög hrifið af honum og taldi eins og aðrir að þessi dans* væri arfur frá víkingunum. Og sannar- lega hefir hann á sjer fornan og einkennilegan blæ. Hinir sjö menn, sem stigu hann, voru ekki í sjer- stökum búningum, en hreyfingar þeirra voru svo aðdáanlega liðugar og formfastar, og yfir þeim hvíldi svo mikil alvara og hátíðleiki að það var næstum eins og þetta væri helgiathöfn. Glóandi sverð- unum sveifluðu þeir yfir höfuð sjer í samræmi við dansstigin, eða rjettu þau upp í loftið svo að þau mynduðu göng, eða þá að þeir hjeldu á þeim flötum þannig, að þau mynduðu eins og hring, og var það ein af listum þeirra að stíga yfir þennan sverðhring. Undir danslok mynduðu þeir sjöydda stjörnu með sverðunum, gerða af svo mikilli list að lyfta mátti henni upp á sverðsoddi og síðan döns- uðu þeir undir henni þangað til henni var með braki miklu fleygt á gólfið. Þessi dans er gjörólíkur hinum enn kunna skoska sverðdansi, sem jeg sá seinna stiginn á Suðureyum, en einkenni hans eru snöggar hreyfingar og stigið milli sverða sem liggja krosslögð á gólfinu. En hann virðist mest líkjast hinum gleymda enska og vestevrópiska morrisdansi (morisque), og honum virðist mjög svipa til þess sem Olaus Magnus lýsir og kallar „chorea gladiatoris“, og bogadans- inum sem enn var kunnur í Finn- landi fram um 1800. Sverðdans hefir verið í ýmsum myndum í fornöld, meðal hinna gömlu Germana (Tacitus) og seinna meðal Þjóðverja. Fjöldi vís- indamanna, hollenskra, þýskra, enskra og norrænna hefir spreytt sig á að rannsaka hann, en margt er þó enn á huldu um það hvernig hann hefir þróast. Það má því telja til hinna fágætustu atburða í lífi manns, að fá að sjá þessa fiskimenn og smábændur frá afskektri ey úti í Atlantshafi stíga þennan dans með hátíðlegri alvöru. Það er eins og fortíðin sje alt í einu komin upp í hendurnar á manni. Það er eins og að vera horfinn í einum svip langt aftur í aldir. ij>eeth louen NÝRÍK HJÓN höfðu sest að í dýr- asta gistihúsi á baðstað. Þar var margt hefðarfólk saman komið. Eitt kvöld barst talið að músik og aðallega að tónverkum Beethovens. Þá gall sú nýríka við. — Jeg hitti hann einmitt í morg- un og við áttum saman langt og skemtilegt tal. Jeg rakst á hann í strætisvagni, sem var á leið niður að stróndinni. Undarlegri þögn sló á alt fólkið og nýríka frúin sá að nú hafði hún hlaupið eitthvað á sig. Og þegar þau hjónin voru tvö ein byrjaðj hann að skamma hana fyrir heimskuna. — Hvað oft hefi jeg ekki sagt þjer það, að þú átt ekki að vera að sletta þjer fram í það, sem þú hefir ekkert vit á, sagði hann. Þú hljópst heldur laglega á þig í kvöld. — Nú, hvað var rangt í því, sem jeg sagði? spurði hún. — Þú sagðist hafa hitt Beethov- en í strætisvagni, sem var á leið niður til strandarinnar. Þú hefir nú verið hjer svo lengi að þú ættir að vita það, að enginn strætis- vagn fer niður að ströndinni. 'SJ ^ ^ HEILI MANNSINS er dásamlegt verkfæri. Hann byrjar að starfa um leið og maður fæðist og hættir ekki fyr en maður stendur á fætur til þess að halda ræðu í stóru samkvæmi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.