Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1950, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1950, Blaðsíða 14
| 514 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hverir og landskjálftar r GEVSIR LITLI OG STÓRI EFTIR allan oísa hveranna í Hvera- gerði árið 1947, er ómaks vert að rifja 1 upp fáeinar stórfeldustu breytingar, sem nú þekkjast um þessa nafnkendu hveri. Alkunnugt er það, að nálega í hverjum miklum landskjálfta koma upp einhverjir nýir hverir og gamlir hverir hverfa, eða breytast með ein- ' hverjum hætti.-Hefur og slíkt orðið ' fyr en nú, í sumum Heklugosunum. Geysir litli, á Reykjum í Ölfusi. — Svo er talið, að Geysir litli hafi í fyrstu veri'ð í Hveragerði, en fært sig upp í brekkuna ofanvið túnið á Reykjum að norðanverðu, í Heklugosinu 1597. Hefur hann gosið þar löngum síðan, þó að Htið hafi orðið úr þeim gosum annað en reykjarstrókur af vatnsgufu, á síð- ustu árum. Framundir lok 18. aldar var hann þó svo kröftugur, að hann gaus 20—30 feta hátt, árið 1789. Og jafn hátt eða nálægt því, árið 1825. Þá var hann svo sprettharður, að hann gaus 15 sinnum á sólarhring. Ennþá, 1860, var gossúlan um 20 feta há. En úr því hrörnaöi hann svo brátt, að 1883 var gosólgan ekki orðin nema % til 1 fet á hæð. Hitinn hjelst þó áfram og var notaður til þess að hita upp hús. En nú, með uinrótinu öllu og hver- unum nýu, nokkru norðar og í Hvera- gerði, hefur Geysir litli horíið og þorn- að algjörlega. stínu og eru að rækta landið. Þetta eru aðeins nokkur dæmi af mörg- um. Einkunnarorð fjelagsskapar- ins eru: „afrek i stað bollalegg- inga“. Og hann hefir dyggiiega fylgt þeirri kenningu, sein í þeirn orðum felst. Árangurinn hefir sýnt, að stofnandi fjelagsskaparins fór ekld villur vega er hann treysti á, að meðal þjóðanna væri að finnn þann skilning og hjálpfýsi, sem er vænlegri til að sigrast á böli hfcimsins, heldur en allar ráð- ^ etefnur og ræð’ihöld. Geysir stóri, í HaukadaL — Þótt stærstu hverir heimsins hafi verið skírðir í kollinn á Geysi á íslandi, þá mun þó ekki vera kunnugt um þetta skírnarnafn fyr en á 17. öld. Telur Þorvaldur Thoroddsen líklegt að hver þessi hafi brotist upp í fyrstu, eða þá a. m. k. tekið stökkbreytingu í land- skjálftunum miklu 1630, og þá fyrst eftir það fengið nafnið Geysir. Oddur Einarsson biskup í Skálholti (1589— 1630) segir að gos þetta hafi byrjað nótt 21. febrúar, að hús hafi hrunið víða, yfir fjenað og fólk, sem þó hafi bjargast furðanlega. Jörðin sprakk og gjár djúpar mynduðust — t. d. á Minni -Völlum á Landi. Nokkrir hverir nýir komu upp í Laugafjalli í Haukadal í Tungum, en eldri hverir hui-fu þar. Hverir hjá Laug, sem ekki hafa spúð vatninu í 40 ár, tóku nú til að gjósa, „og svo ógnarlega, að öll jörðin skelfur þar í kring.“ Heyrast slíkar drunur í fjarlæga bæi og alt að Vatnsleysu, þeg- ar hverirnir gjósa allir í senn. Brunn- ar og lækir þornuðu sums staðar, en aðrir komu upp, eða á öðrum stöðurn. Líklegt er að Geysir hafi verið einn af hverum þessum. En hversu hann eða hinir hverirnir höguðu sjer eítir þessi fyrstu býsn, er nú vist lítið kunnugt um alla 17. öldina. En ætla má að Geys- ir hafi fljótt tekið forustuna og dregið kraft sinn og vald frá hinurn hverun- um. Og er þess getið, að hann hafi gos- ið reglulega framan at' 18. öldumi, svo var og, nálægt miðri öldiimi. Ánð 1746 segir Brynjólfur Sigiuðs- son sýslumaður í Árness. að Geysir gjósi þá þrisvar á dag, ákafast á morgn -ana kl. 9, en íninna síðar á daginn, kl. 2—3 og 9—10. Litlu siðar, 1750, taldi Eggert Ólafsson hæð gosanna alt að 60 faðina. (En Þorv. Thor. þykir það frem- ur ótrúleg hæð — 360 fet). Enn er þess getið, að Geysir hafi gosið mjög ákaf- lega í landskjálftunum 1784. Og enn 1804 var slíkur kraftur'í hvernuin, að gosliæðin mældist 212 fet, en ekki neina 125 fet arið 1896, eftir þá miklu land- skjálfta, þrgtt fyrir það aó gosm hófðu aukist mjög við þær hræringar. Nokkru þar aður, og eins nú að síðustu, hefur þurft að offra Geysl mikilli sápu, til þess að geta fengið hann til að spýta ærlega út úr sjer.* Þetta litla hrafl um hverina tvo, er að mestu leyti eftir ritum Þorv. Thor.: Lýsing fsl. II. og Landskjálftar á ísl., á mörgum stöðum. En bæði af því að í landskjálfta skýrslu Þ. Th. 1789, vant- ar nákvæmu skýrslu prestsins á Þing- völlum (sem Þ. Th. hefur ekki sjeð, en þar varð mest umrótið) og af því að þar með fýlgir nokkuð um nýa hveri, þá tel jeg fyrstu handa heimildir virði þess að vera prentaðar. LANDSKJÁLFTARMR 1789 í ÞINGVALLASVEIT** „AÐ MORGNI 10. júní komu hinir fyrstu (kippir), þá fólk var í svefni, sem þar við vaknaði. Og síðan held eg aldrei hafi liðið ein heil klst. á milli þeirra, hvorki dag nje nótt í 10 daga. Þá fóru þeir að linast, en voru þó öðru hvoru mjög tíðir og snöggir. Hræringarnar byrjuðu eður gengu fyrst frá landsuðri til útnorðurs, og undir lok hvers skjálfta ruggaði jörð- in til landnorðurs og útsuðurs. Voru þó ei lengri en svo.... að jörðin mundi hallast eður hristast hjer um 4 sinnum í hverja átt. AHciðiugar 1. Ilrun, hjer um helmings af bæjar- baðstoi'u göngum hjer á Þmgvöllum, sem og utanbæjarveggja hjer og þar. En allir veggir eru hjer losaðir, so ei veit nær falla, og hjer og þar brotin trje í húsum. 2. Breyting Þingvallavatns, sem ó- venjulega er aukið, alt frá svo kall- aðri Bröttuhellu, fyrir utan Þingvelli og að Svínanesi fyrir ofan Mjóanes. Þessi vöxtur er og sagður i kringum Nesjar. Þar skulu og kringum vatníð vera konuiar uppspretlur, sem gefa frá sjer nægð af vatni. Alstaðar aimarstað- * Svo láránlegt glapræði skeði 1894, að Geysir og Strokkur, með 650 fer- faðriia svæði umhverfis þá, var selt út úr landinu, írskum manni frá Belfast (James Craig) fyrir 3000 kr. Og alþingi hafnaði því kauptilboði fyrir hönd þjóð -arinnar. ** Brjef pr. þar, sjera Páls Þorkels- sonar (1780—1818, d. 1821), i Þjóðskjs. A 53. — Nú er veríð að breyta merkj- um þeim, eftir embættaskjölum og ár- tölum, í Þjóðskjalasafninu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.