Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1950, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1950, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 503 þingi. Verður nú ekki lengur upp götvað hve margir hafa verið hengdir fyrir þjófnað og gripdeild- ir, því að fráleitt g ' ~nnálar allra þeirra. Svo var þröngt í búi á biskups- stólunum, þegar þetta var, að bæði frá Skálholti og Hólum voru send- ar lestir vestur í Tálknafjörð til þess að reyna að ná í fisk, og fengu sendimenn þar lítið annað en stein- bít. Þannig var þá ástandið á íslandi þegar sagan hefst af útileguþjóf- unum á Reykjanesi. Á þar við það, sem Sigurður Guðmundsson mál- ari kvað í „Aldahrolli" síðar: Ei er kyn að okkar þjóð úr sje hrakið líf og blóð, soginn mergur, sál og fjör, sem við hjarta nísti dör, óstjórnar því ósköp forn eru vor svarta hefndar norn. Maður er neíndur Jón Þórðar- son og átti heima í Eystri-Hrepp. Hann hafði orðið uppvís að þjófn- aði og verið strýktur og brenni- merktur fyrir það. Upp frá því mun honum ekki hafa fundist sjer vært þar í heimahögunum, og á Allraiieilagramessu 1702 tók hann sig' upp og íór á vergang. Slóst þá í íör með honum unglingspiltur, er Gísli hjet Oddsson, og var enn inn- an við tvitugsaldur. Flökkuðu þeir síðan vestur sveitir, um Borgar- fjörð og vestur í Dali og segir ekki af ferðum þeirra fyr en þeir komu i Iivamm í Dölum. Þá var sýslu- inaður i Dalasýslu Jón Magnússon, bróðir Árna Magnússonar, (hann gegndi sýslumannsstörfum fyr- ir Pál Vídalin) og vildi hann ekki hafa flakk þeirra þar. — Stíaði hann þeim sundur, ljet Gísla verða eftir, en skipaði Jóni að íara til sinua heimkynna. Jór. helt nú suður á bogiuu aítur og fekk gistingu á Kvennabrekku. En þar á næsta bæ hitti hann annan landshornamann. Hjet sá Jón Þor- láksson og var úr Landeyum. Gerð- ust þeir fjelagar, og urðu samferða suður í Borgarfjörð. En er þeir komu í Bæjarhrepp náði Gísli þeim þar. Varð það ráð þeirra að þeir skyldu allir halda hóp, hvað sem fyrir kæmi, og leita sjer fanga með stuldum ef ekki vildi betur til. Fóru þeir nú upp til Skorradals og hófu þar stuldi mikla og þaðan fóru þeir svo stelandi suður um Hvalfjarðarströnd, Kjós og Mos- fellssveit og alla leið suður á Vatns -leysuströnd. Þar stálu þeir síðast frá Jóni Árnasyni í Flekkuvík, en áður höfðu þeir stolið á 14 bæum á leið sinni. í Flekkuvík náðu þeir í 8 hákarlslykkjur, þrjá fiska, eina duggarasokka, kýrlær og hálstrefil. Með þennan feng og það sem þeim hafði áður áskotnast, fóru þeir upp um heiði og alt suður um Selsvöllu og voru ákveðnir í því að leggjast út og lifa á stuldum. Var nú komið fram á vor og tíðarfar gott, svo að alt var í gróanda, og fje þar um all- an afrjettinn. Munu þeir hafa búist við því að geta náð í nóg sauðakjöt til matar sjer. Skamt fyrir sunnan Selsvöllu fundu þeir skúta nokkurn og hreiðr uðu þar um,sig. Er nú ekki gott að segja hvort þeir hafa verið stað- háttum þarna kunnugir, en heldur var óvarlegt að setjast þarna að, því að staðurinn var á alfaraleið á þeim dögum. Má þó vera að þeir hafi valið hann af ásettu ráði, til þess að eiga hægara með að sitja fvrir ferðamönnum, eins og siðar kom fram. Ekki höfðu þeir hafst lengi við þarna, er Hallur Sigmundsson bóndi á ísólfsskála varð þeirra var. Þótti honum þetta illir gestir og ekki tillilökkunarefni að hala þá í nabýli við sig. Ekki tók hann þó bað ráð að segja til beirra, heldur fór á fund þeirra og átaldi þá fyrir það að hafa sest þarna að. Kallaði hann það og hið mesta óráð fyrir þá, því að bygðarmenn mundu brátt verða þeirrar varir og veita þeim aðgöngu. En þar sem hann var einn, en þeir þrír, mun honum ekki hafa litist ráðlegt að hafa í hótunum’við þá. Skildi svo með þeim óhappalaust. Þeim útilegumönnum mun nú ekki hafa litist á að vera þarna lengur, því að vel gat svo farið að Hallur vísaði á felustað þeirra. Tóku þeir sig því upp og fluttu sig lengra norður með fjallinu og sett- ust að í helli, sem var skamt frá Hvernum eina, en hann er í hraun- inu milli Selsvalla og Höskuldar- valla, eða vestur af Trölla- dyngju. Var hellir þessi betri en hinn íyrri, en skamt frá alfaravegi sem hinn. Vatn er þarna ekkert og hafa þeir því annaðhvort orðið að sækja það norður í Sog, eða þá suð- ur á Selsvöllu. Lítið hefur og verið þarna um eldsneyti, varla annað en mosi, en vera má að þeir hafi soðið mat sinn við hverahita, því að ýms- ir hverir eru á þessum slóðum. Einn góðan veðurdag, skömmu eftir að þeir höfðu sest þarna að, fór þar um veginn ferðamaður aust- an úr Flóa í Árnessýslu, er Bárður hjet Gunnarsson. Átti hann sjer einskis ills von og vissi ekki fyr til en þrír stigamenn settust að hon- um. Rændu þcir af honum tveimur Ijáum, hettu, vetrungsskinni, bux- um, sjóskóm, fernum skæöum og einhverju fleira. Komst Bárður svo frá þeim slyppur og snauður. Þrjár vikur voru útilegumenn- irnir þarna og rændu auk þessa á þeim tima þremur sauðum til mat- ar sjer. Sjálfsagt hefur Bárður ekki sagt sínar farir sljettar er hann kom til mannabygða, því að brátt írjettist það hverjir óaldarmeun væri komn -ir bar i.aveit.. Jóir í í iekkuvik, sem fyrstur hafði orðið fyrir baröinu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.