Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1950, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1950, Blaðsíða 5
U LESBÓK MORGUNBLAÐSINS jfTi 7. 505 Dag Strömbdck próíessor; VÍKINGAR Á HJALTLANDI Seinni grein ÞEGAR British Council og háskól- inn í Aberdeen ákváðu að „The Viking Congress“ skyidi vera á Hjaltlandseyum og gerðu ráð fyr- ir hálfs mánaðar dvöl þar, íanst mörgum þetta hið mesta óráð. Ýmsar mótbárur heyrðust, og nafnið á mótinu, sem Eric Lin- klater hafði fundið upp, þótti fjar- stæða. Menn sögöu, að ráðsteína, sem haldin væri nú á dögum, þyrfti á nýtisku húsnæði að halda, hún þyrfti að eiga aðgang að söfn- um og vísindalegum stofnunum, og svo þyrfti að sjá um það að allir þátttakendur fengi góð húsakynni og aðhlynningu. Auk þess mætti búast við þvi að menn yrði veður- teptir á þessum úteyum, þer sem veðrátta væri svo stopul. Ilrakspárnar urðu höíundum sínum til minkunnar. Ráðstefuan var lialdin við liin bestu skilyrði, og með slikri reglu á öllu að það þer íagurt vitni unr skipulags- hæfileika Breta — alt pekk eins og aí sjalfu sjer. Það er merkis \nðburo fa að taka þátt í ráðstefnu á þeun stað, þar sem vísindamenn hafa aldrei koniið saman, svo vitáð sje, og við það eru tengdar minningar um gestrisnu og lilýlexk. Norrænu þátttakendurnir urðu þess varir að þeim var hjartanlegar tekið en öðrum — þeim var tekið sem frændum og friðsömum víkingum frá átthögum feðranna. Og þegar breskur tundurspillir kom inn í Leirvíkurhöfn undir ráðstefnulok, þá var bvi fleygt i gamni, að nu væri Breta- rðnir hræddir um að þessir nýu víkingar mundu «• aö sameina aftur Hjaltland og Noreg! Fornminjarnar á eyunum bættu það fyllilega upp að þar voru hvorki söfn nje vísindastofnanir. Og' ekkert skorti á góða aðhlynn- ingu. Leirvík hafði Ijeð ráðhús sitt fyrir iundarstað og útvegað stóra bíla til allra ferðalaga. í heima- vistarskóla fengu fulltrúarnir inni og í hinum mikla matsal þar og samkomusölum var vel fyrir öllum þörfum þeirra sjeð. Og' þeim var sýnd hin hjartanlegasta gestrisna bæði af yfirvöldum og einstakling- umö Og í ágætu erindi um Njáls- sögu og írland gaf Eric Linklater fulltrúunum ærið uinhugsunar- efni. í hinni fjölþættu efmsskrá ráð- stefnunnar þótti hinum norrænu fulltrúum auðvitað mest koma til þess, er laut að fyrstu norrænu bygðiimi á Hjaltlandi, norrænum þjóðháttum á eyunum og hinu forna máli þei«ra, „norn“. En á- rangurinn af störfum hinna fremstu ensku og skosku fornfræð- ipga og minjar þær, sem þeir hafa íundið um bygð þarna áður en nor- rænir menn komu til sögunnar, vakti einnig undrun og aðdaun, því að hann gaf þa útsýn yfir sogu og menningu a þessum eyum, að nor- ráena tímabihð virtist ekki veia nema eitt einstakt fyrirbæri í himii löngu þróunarsögu. Mönnum var gefinn kostur á að kynnast tíma- bilinu milli steinaldar og bronse- aldar, bæði á Hjaltlandseyum og Orkneyum, og brock-turnarnir, þessi merkilegu varnarvígi með bustoðum frá keltneskri tið, voru stórmeakileg talandi tákn um upp- haf járnaldar. Hafi maður á©or aðeins búist við því að kyimast hinni fornnorrænu menningu á eyunum, þá varð nú yfirlitið miklu víðtækara, því að bak við þá menn- ingu birtist nú útsýn, sem gerði hana miklu merkilegri, en ætla mátti, og maður gat því teldð und- ir með Jakob Grimm þar sem hann segir: „Nirgends wo europeische Geschichte beginnt, hebt sie ganz von frischen an, sondern setzt imm- er lange, dunkle Zeiten voraus, durch welclie ihr eine frúliere Welt verknúpt wird“. Sjerstaklega kyntist maður sam- hengi á árþúsunda sögu hjá Jarls- hof á suðurenda aðaleyunnar. Þar, i skjóli við klappirnar á Sumburgh Head, er teigur og á honum ’ hínn furðulegasti fjöldi af fornúm bú- stöðum og rústuni. Fýrir nokkrum árum hafði hafrót skolað burt nokkru af sandi, sem huldi þetta svæði, og kom þá smám saman í ljós að þarna út við hafið llafði einhvern tíma staðið borg, en haíði verið gleymd og grafin öldum sam- an. Með skipulögðum rannsóknum, sem þarna fóru fram á tímabilínu 1920—40, fundu menn þarna vel geymdar leiíar af mannabústöð- um frá bronzeold, og fjölda af steypumótum fyrir sverð og axir. Þar fanst einnig gruilnhleðSía broch-turna og hvirfing hring- byggðra bustaða, sem sennilega eru frá fyrstu öld eftir Krists fæð- ingu. En rjett lijá þessum forn- Jeifum, og þó lengra frá sjó, fUnd- ust leifar af víkingabústöðum, beni ir og lágir grjótveggir, steinstjett- ir og grjótgarðar. Þarna heíir ver- 15 bygð um langan tíma, ea rann-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.