Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1951, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1951, Page 6
34 LESBÓK MQRGUNBLAÐSINS sjálfur skýrt neðanmáls við kvæðið til þess að taka af allan vafa. Hann hafi því ekki gerst brotlegur við 5. gr. tilskipunarinnar. En viðvíkj- andi seinna kæruatriðinu þá geti það ekki átt sjer stað að hann sje að áfellast konung, því að hann hrósi honum á hvert reipi og greini vel milli hans og stjórnarinnar og dönsku þjóðarinnar. Hann haldi því líka fram að hann hafi ekkert meint til frumvarpanna eða fram- lagningar þeirra á Alþingi, „fram- lagning þeirra fyrir Alþingi standi í mjög lausu sambandi við brag- inn, og ekki öðru en því, að brag- urinn sje orktur á sömu tíð og frumvörpin lágu fyrir þinginu; hann hefði eigi sjeð frumvörpin fyr en þau voru fram lögð, og sýndist honum þá, er hann las þau, að þau stæði mjög að baki frv. 1867; í ástæðum fyrir frv. 1869 hefði hann sjeð að sagt væri, að breytingarnar hefði verið gerðar í tilefni af umræðum í ríkisþinginu um þetta mál. Þetta hefði komið sjer til að lesa það, sem þar hafði fram farið í því efni; hann hefði þá sjeð, að ríkisþingið hefði af sjálfu sjer og móti vilja viðkom- andi ráðherra, leyft sjer að taka til umræðu ýms atriði úr frv. til stjórnarskrár íslands, sem því eftir áliti sínu hefði verið heimildar- laust að ræða, og tekið sjer þannig rjett yfir íslendingum, er þeir flestir álíta að einungis tilheyri konunginum og stjórn hans. Á- kærða hefði þannig virst eigi ann- að líkara af orðum þeim, er hin danska þjóð hefði þar mælt fynr munn sinna fulltrúa, en að hún ætlaði heimildarlaust að taka sjer vald yfir íslendingum, og draga það úr höndum konungsins, og að hún ógnaði ráðherranum og vildi engum sáttum taka. Þegar menn nú bera þetta, er hinn ákærði hefur þannig sagt um tildrögin og ástæður hans fyrir bragnum, saman við braginn sjálf- an, þá virðast allar líkur til, að það hafi gengið þannig til, sem kærði frá skýrir, og að hann hafi eigi ætlað sjer í minsta máta að hallmæla nokkuð konunginum, eða jafnvel stjórn hans, því hann mót- setur einlægt Dani, dönsku þjóð- ina, ríkisþingið og þá íslendinga, er gangi í lið með þessum, konung- inum og stjórninni, og öll fúlyrðin ganga hjá honum út yfir hina fyr- nefndu. Ber því að dæma hann sýknan af sóknarans ákærum í þessu máli.“ En hann var þó ekki dæmdur alsýkn. Hann var sektaður um 15 rdl. til fátækrasjóðs fyrir ummælin um Pál Melsted, sem greind eru hjer að framan, og til þess að greiða allan málskostnað, þar á meðal sína 6 rdl. til hvors, sækj- anda og verjanda. Eftir sex mánaða orrahríð við æðstu völd landsins, kom hinn tví- tugi skólapiltur þannig ósigraður af hólmi. Almenningur dró taum hans og mun hafa fagnað þessum málalokum. Að minsta kosti man jeg eftir því frá æskuárum, að talað var um Jón Ólafsson sem nokkurs konar þjóðhetju og písl- arvott fyrir frelsi þjóðar sinnar. Hver maður kannaðist við íslend- ingabrag og dáðist að honum, eigi svo mjög vegna skáldskaparins, heldur vegna bersöglinnar og ein- arðleikans hjá þessum unga pilti, sem þorði að segja það, er í margra brjósti bjó, en enginn annar þorði að ympra á. Það virðíst nokkurn veginn auð- sætt, að dómendur í yfirrjetti hafa viljað bera í bætifláka fyrir Jón, og mun þeim hafa þótt hinn ungi ættjarðarvinur eigi vel til skógar- manns fallinn. En nú var hæsti- rjettur eftir, og hann var í Dan- mörk. En þótt Jón hefði nú fengið sýknudóm f landsyfirrjetti, mun hann ekki hafa talið sjer vært hjer. Gerði hann ráð fyrir því að fara norður til Akureyrar, líklega undir því yfirskini að gefa „Baldur“ út þar. Úr því varð þó ekki, og tæp- um þremur vikum eltir að dóm- urinn fell, vendi hann sinu kvæði í kross og fór þegjandi og hljóða- laust um borð í skipið „Þór“ og sigldi með því til Noregs. í Noregi dvaldist hann rúmt ár við fremur þröng kjör, en menn segja að hann hafi þroskast á við- kynningunni við NorÖmenn og skoðanir hans breyst nokkuð. En svipað er þó hljóðið í honum þegar hann kemur heim aftur. Hann kom út fyrir norðan og fór landveg suð- ur. Á leiðinni yfir Kaldadal kvað hann þá þessa vísu: Loftið rauðri litar glóð ljóminn sunnu skæri. Fagurt væri ef banablóð böðla Fróns það væri. Á. Ó. % * % ÁRIÐ 1949 fanst málverk á kletti í sunnanverðri Rhodesiu, skamt frá Umtali. Er það af stúlku með svo mikið hár, að það nær niður á ökla. Er það ætlan fróðra manna að málverk þetta sje að minsta kosti 10.000 ára gamalt og málað af ein- hverjum manni, sem hefur verið af alt öðrum kynstofni en þeir þjóðflokkar, sem nú búa þar, en það eru Bantunegrar og buska- menn. Sumir segja að þetta sje frá dögum þeirra, sem hlóðu hið mikla vígi hjá Zimbabwe (sjá grein í Lesbók 10. sept. 1950). Aðrir vís- indamenn telja að á þessari mynd sje handaverk Egypta hinna fornu, eða einhverrar þjóðar við Miðjarð- arhaf.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.