Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1951, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1951, Page 9
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 37 þar sem straumharðast var, bera þá fram hjá fossum og flúðum, og þó var lífsháski að ferðast á þeim. því hvað af öðru fylti þá. Ekki gátu þeir haft með sjer annan mat en niður- soðínn, því að vegna hita og rign- inga hlaut alt annað nesti að skemm- ast. Rigningarnar voru svo miklar, að aldrei var á þeim þur þráður, og auk þessa ætlaði bitvargur (skæðar flugur) algjörlega að gera út af við þá. Ungfrú Robertson var með í ferðinni. Komust þau að lokum að fossinum í björtu veðri og tunglsljósi, og segir hún að það hafi verið svo dásamleg sjón að horfa á fossinn, að það hefðí margborgað alla erfiðleik- ana. Sn ekki máttu þau vera þaxaa lengui- en þrjá daga, vegna þess að matvæli þeirra voru af skornum skamti. Þó tókst þeim að mæla foss- írin og gera ýmsar mikils verðar at- huganir á honum og Umhverfinu. Þess má geta, að leiðangursmenn höfðu með sjer loftskeytatæki og gátu þvi altaf haft sámband við umheim- inn. Sýnir það vel hvað nú eru breytt- ir timar frá því er þeir Livingstone og Stanley voru að ferðast um frum- skóga Afríku. Mælingarnar sýndu að fossinn er alls 3212 fet á hæð, en hann er brot- inn á einum stað. Bein fallhæð neðri hlutans er 2648 fet, og er það meiri hæð en á efri fossunum í Yosemite s&rnaiilagt. Kjei er þvi um langsam- lega hæsta foss jarðarinnar að ræða. Hve. gífurleg þessi fallhæð er, má marka á því, að hinn óbrotni foss er þrisvar sinnum hærri en Eifielturn- inn í París, sjö sinnum iuarri en Viktoriafossinn í Zambesi í Afríku, 19 sinnum hærri en Niagarafossinn, og ættum vjer að miða við eitthvað hjá oss, svo sem Dettifoss, þa þyrfti að setja ellefu slika fossa hvern upp af öðrum til þess að jafnast að hæð á við neðri hluta Angel-fossins. —o— Fossar eru auðvitað algengastir í fjöllum, en tveir ai' nafntoguðustu fossum heimsins, Viktoríafossinn og Niagarafossinn, eru svo að segja á sljettlendi, þar sem vatnið hefir hitt á iin jarðlög og getað grafið sig nið- ur. Niagarafossinn íeliur fram af brún, sem er úr hörðum kalksteini, en þar fyrir neðan hafa verið lausari bergtegundir, sem vatnið hefir unn- ið á. Sama máli er að gegna um Viktoríufossinn, nema að hann fell- ur fram af hraunbrún. Yosemitefossarnir falla niður í djúpan farveg eftir skriðjökul. Er sá farvegur sjo mílna langur og þver- skurður af honum er eins og V í lag- inu og dýptin er 4—5000 fet. Sums staðar hafa fossar myndast vegna þess að þröskuldar hafa orðið í vegi fyrir vatnsrenslinu. Verður þá stöðuvatn fyrir ofan þröskuldinn, en vatnið steypist fram af neðri brún hans. Einkennilegastur af slíkum þröskuldafossum er í St. Johns ánni í New Bnmswick. Með fjöru fellur íoisinn fram til sjávar, en með flóði inn í ána. 4 4 4 MÆLGI er á lággengi, vegna þess að framboðið er alltaf meira en eftir- spurnin. —oOo— ■ SÁ, sem aldrei gerir gott og aldrei skemtir sjer, er eins og smiðjubelgur —*• hann dregur andaim en lifir ekkL —. --------------- --- --

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.