Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1951, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1951, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 41 gott minni og geta fært sjer í nyt það sem þau reka sig á, en fram yfir það ná gáfur þeirra trauðlega. KUNNA HUNDAR AÐ HUGSA? Kunna dýrin að hugsa? Vjer skulum taka dæmi, sem Bierens de Haan getur um. Einu sinni voru tveir hundar. Sá stærri var með bein, sem þann minni langaði að ná í. Ef stóri hundurinn lagði bein- ið frá sjer sem snöggvast var sá litli óðar kominn og ætlaði að grípa það, en flýði þegar hinn urraði. Nú bar það við að stóri hundurinn stökk út í garð án þess að sá litli veitti því eftirtekt. Rjett á eftir gelti sá stóri fyrir utan, en þá rauk sá htli rakleitt þangað er beinið var og greip það. Frægur vísinda- maður taldi hiklaust að þarna hefði sá litli sýnt að hann hugsaði. Og hann gerði litla hundinum upp þessa rökhugsun: „Nú geltir sá stóri úti, hann er því áreiðanlega ekki inni, og þess vegna er mjer óhætt að taka beinið.“ Hitt er þó hugsanlegt, og miklu sennilegra að annað hafi legið til grundvallar. Litli hundurinn var hræddur við stóra hundinn og þorði ekki að vera nærri honum, en þegar hann heyrði þann stóra gelta í fjarska, hvarf honum óttinn og hann fekk hug til þess að gera það, sem hann langaði til. Og auðvitað greip hann þá beinið. Það er sýnilegt að hann sýndi vit með þessu, en ekki þá rökhugsun, sem vísindamaðurinn vildi vera láta. Þetta verður að nægja um tamn- ing dýra, en nú skulum vjer snúa oss að þeim dæmum, þar sem dýr virðast sýna eitthvert hyggjuvit með framferði sínu. Það eru þó ekki margar tegundir dýra sem komast hærra en það að læra af tamningu. Aðeins örfá virðast sýna hyggjuvit í því hvernig þau snúast við vanda, sem að þeim hefur ekki borið áður. APAR ERU EINU SKYNI GÆDDAR SKEPNUR Vísindamaðurinn Köhler hefur gert nokkrar tilraunir með Chimp- anseapa, og þær eru merkilegar að því leyti að þar kemur fram hið mesta vit, sem nokkur skepna hef- ur sýnt. Jeg skal nefna nokkur dæmi. Aparnir voru í búri og ban- an var hengdur þar upp undir lofti. Aparnir voru svangir, svo að þá langaði ákaft í ávöxtinn, en hann var svo hátt uppi að þeir gátu ekki náð í hann hvernig sem þeir teygðu sig og hoppuðu. Lengi hlupu þeir fram og aftur um búrið og góndu á bananann. En alt í einu rjeðist einn þeirra á stóran kassa, sem var inni í búrinu, dró hann þangað sem hann var beint niður undan ávextinum, kleif upp á hann og náði nú í ætið. Þá var annar banan hengdur enn hærra, svo að aparnir gátu ekki náð í hann þótt þeir færi upp á kassann. Þá náði apinn sjer í annan kassa og setti hann ofan á hinn. Þriðji bananinn var hengdur enn hærra og þá náði apinn sjer í þriðja kassann og setti hann ofan á hina tvo. Hjer er um alt annað að ræða en það, sem hægt er að kenna dýr- um með tamningu. Að vísu tók það apann all langan tíma að ráða fram úr vandræðunum, en hann var ekki lengi að færa sjer að- ferðina í nyt þegar hann hafði komist upp á hana. Þegar mús lærir að rata í Völundarhúsi, þá lærir hún það smám saman eftir marga árekstra. En hjá apanum er ekki um það að ræða að hann þreifi sig áfram. Hann uppgötvar lausnina alt í einu. Og í þessu dæmi var ekki nema um tvent að gera, annaðhvort fann hann lausn- ina, eða hann gat ekki fundið hana, eða með öðrum orðum, hann varð að hugsa upp lausnina. Afrek hans er því af alt öðrum toga spunnið heldur en hitt að músin slampast á það að rata í Völundarhúsi. Annað verður líka að athuga í sambandi við þetta. Apinn notar kassana sjer til hjálpar. Það eru engar skepnur aðrar en apar sem finna upp á því að nota áhöld og skal jeg þar nefna annað dæmi. Þegar apinn hafði enga kassa til að standa á, en bambusstöng var látin vera í búrinu þá þreif hann stöngina, reisti hana upp á enda undir ávextinum og kleif upp hana þangað til hann náði honum. Hann flýtti sjer óskaplega til þess að komast nógu langt áður en stöngin felli. Annað dæmi er þó máske merkilegra. Banan var settur á gólfið utan við búrið og svo langt frá því að apinn gat ekki seilst í hann með krumlunni. Eftir mikla viðleitni sá apinn að hann gat ekki náð í bananann á þennan hátt. í búrinu voru nokkrar bambus- stengur. Hann þreif eina og ætlaði að draga að sjer ávöxtinn með henni. En hún reyndist of stutt. Þá tók apinn aðra bambusstöng og stakk inn í endann á hinni, og þá tókst honum að draga ávöxtinn til sín. Vjer verðum að viðurkenna að þetta sýnir mikið hyggjuvit, og þetta getur enginn önnur skepna gert. Hitt er rjett að ekki eru allir apar svo gáfaðir að þeim takist þetta. Þetta atferli apans verður ekki skýrt með því að hann hafi lært af reynslunni og ekki verður það heldur þakkað hvatúð hans. Flest- ir vísindamenn eru á einu máli um það, að hjer sje um að ræða hið mesta hyggjuvit, sem þekkist í dýr- heiminum. Aftur á móti er ekki hægt að kenna öpum að reikna, hvernig sem menn hafa reynt það. MENN OG DÝR Að lokum skal jeg gera örlítinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.