Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Blaðsíða 6
586 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sprengjugígar eru nú grasi grónir í botninn, skemtilegar nvosir, þar sem er skjól í öllum áttum. En fram í sjóinn ganga svipill sker á aðra hönd og bera enn vitni um hver ákefð og þungi hefur verið í áhlaupi hraunstraumsins. Sjórinn varð að þoka undan því og um aldir hefur hann lamið þessar klappir og reynt að brjóta þær nið- ur, en ekki tekist. Út á móts við Skerseyri liggur vegurinn yfir djúpa gjá eða hraun- hvos og er þar hátt ofan af honum til beggja handa. Niðri í gjótunni liggja stórir steyptir steinar, þrí- strendir og toppmyndaðir og lík- lega um metra á hæð. Steina bessa ljet herstjórnin steypa hjer á árun- um og raðaði þeim á veginn. Var ætlunin að þvergirða veginn með þeim, ef til bardaga kæmi á landi. Eftir að herinn var farinn var þess- um ferlíkjum velt ofan í gjótuna, en þeir eru, ásamt svo fjölda mörgu öðru, talandi tákn um það, að her- námsliðið bjóst við því í alvöru, að Þjóðverjar mundu gera innrás hjer. Jeg er að svipast um hvort jeg sjái ekki turninn á Garðakirkju. En hann er hvergi sýnilegur. Þegar jeg kem út á móts við Bala hitti jeg unga og fallega stúlku og jeg dirfist að spyrja hana: — Er langt út að Garðakirkju? •— Nei, hún er þarna, eða rúst- irnar af henni. Og hún bendir mjer á grátt hús og þaklaust fram undan. — Hvenær var hún rifin? spurði jeg. — Það eru mörg ár síðan, sagði hún. Turninn var orðinn svo lje- legur, að menn voru hræddir um að hann mundi hrynja. Og svo var hann rifinn og alt innan úr kirkj- unni. En steinveggirnir standa enn. Til hvers var kunningi minn að ^ segja mjer að skoða kirkju, sem er 'L alls ekki til? hugsaði jeg. Og í hálf- gerðum vandræðum sagði jeg svo upphátt: — Hvernig stóð á því að kirkjan hjer var lögð niður? Það kom gletnissvipur á stúlk- una: — Þeir stofnuðu fríkirkju í Hafn- arfirði og þá varð sóknarnefndin dauðhrædd um að allir Hafnfirð- ingar mundu verða fríkirkjumenn. Þeir mundu ekki nenna að ganga út að Garðakirkju, þegar kirkja væri komin í Hafnarfirði, og því ekki um annað að gera en flytja Garðakirkju til þeirra. Já, stundum kemur fjallið til Múhameds. Fyrir hundrað árum rúmum voru ekki nema fjögur eða fimm timburhús í Hafnarfirði. En smám saman tók hann að seiða til sín fólk. Jafnvægið í sókninni rask- aðist. Garðahverfið, þar sem áður var mest þjettbýli, hvarf í skugga Hafnarfjarðar þegar hann reis á legg. Árið 1910 eru talin 228 hús í Hafnarfirði. Það var því eðlilegt að Hafnfirðingar gæti ekki unað því að sækja kirkju að Görðum, en vildu koma upp kirkju hjá sjer. En þá var of dýrt fyrir Garðhverf- inga að standa straum af sinni kirkju. Þeir kusu heldur að sækja kirkju til Hafnarfjarðar. Fólkinu fór líka fækkandi eftir því sem Hafnarfjörður óx. Þeir höfðu reist sjer skólahús skamt frá kirkju- staðnum. Nú eru skólaskyld börn svo fá í hverfinu, að það borgar sig ekki heldur að halda þar uppi skóla, svo börnunum er komið til kenslu að Bjarnastöðum eða í Hafn arfjörð og skólahúsið stendur autt. Þetta er eitt af tímanna táknum um þá þjóðflutninga, sem fara fram hjer innan lands. En þetta breytist. Fólkið kemur aftur. Hafnarfjörður á fyrir sjer að þenjast út. Bygðin færist út með firðinum og gleypir einhvern tíma Garðahverfið. Og þegar svo er komið og mikil bygð er risin þar upp, þá þarf að koma þar bæði kirkja og skóli. Þá verður Garða- kirkja endurreist og þá rís þar stórt og fagurt skólahús. Jeg er kominn að Görðum. Þar hefur eitt sinn verið voldugur grjótgarður umhverfis túnið, en liggur nú hruninn og utan við hann er komin vírgirðing. Akbraut hggur heim túnið og skamt fyrir vestan hana stendur kirkjurústin gnapandi og einstæðingsleg, því að kirkjan hefur ekki staðið í kirkju- garðinum heldur utan við hann. Hún horfir tómum gluggatóftum út og suður og burstháir stafnar gnæfa yfir umhverfið. Veggirnir eru eitthvað um fjögurra metra háir, en stafnarnir helmingi hærri, því að rishæðin hefur verið álíka og vegghæð. Að innanmáli er kirkjutóftin 17 metrar á lengd og 8 á breidd. Öll er hún hlaðin úr íslensku grjóti og er hleðslan tvö- föld, höggnir steinar í ytri hleðslu en óhöggnir í innri hleðslu og bundnir saman með steinlími. Svo hafa allir veggir verið sljettaðir að utan og eins inni í aðalkirkjunni. Sjest enn á austurgafli boglína svo hátt uppi sem hvelfingin hefur náð. En að innanverðu á vestri burst- inni er hleðslan ber. Er snildar handbragð á henni og sýnir að þar hafa verið menn að verki, sem enn kunnu að hlaða sljetta og lóðrjetta veggi úr óhöggnu grjóti. Það munu fáir leika nú orðið og þess vegna er þessi bygging stórmerkileg, og þykir mjer ólíklegt að hún eigi nokkurn sinn líka hjer á landi. Hjer er byggingarlag, sem þyrfti að varðveitast, ef þess er nokkur kost- ur. Lítið á þennan háa og sljetta stafn, hlaðinn úr smáu grjóti, eins og það kom fyrir. Lítið á hleðsluna umhverfis dyrnar og hina boga- dregnu glugga. Og segið mjer svo hvort þjer eruð mjer ekki sammála um að hjer sje íslensk byggingar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.