Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Blaðsíða 20
600 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hvalsnesi en hinn gjöf frá Guð- mundi bónda í Nesjum og má vera að einnig sá hjálmur sje áheit. Kirkjudyr horfa beint móti inn- siglingunni um Hvalsnessund, sem oft er brimsöm og vart fær á stundum. Liggur sundið fvrir opnu hafi og brimar því oft skjótt og ílla. Sú venja hefur haldist frá ó- muna tíð að opna kirkjudvrnar þegar sundið brimar og fullyrtu þeir Hvalsnesbændur, Gísli og Magnús, að aldrei hefði farist bát- ur fyrir opnum kirkjudyrum. Vantrúarsvipur minn mun hafa valdið því að Magnús Pálsson, organisti og fyrverandi sjósóknari, krosslagði sínar sigggrónu hend- ur á brjósti og sagði eigin sögu: „Við vorum á sjó þegar sundið brimaði snögglega. Er við komum að fjell á fjórum og var lending með öllu ófær. Rjett þegar við vor- um að snúa frá og freista lending- ar annarstaðar, þá voru kirkju- dyrnar opnaðar og gerði sam- stundis sljett lag og við rjerum inn svo sem í logni væri. Þegar skip mitt var komið í vör, hóf brimið sig á ný og hefði þá eng- inn mátt landi ná. — Best er að hver trúi því sem hann vill um kirkjunnar mátt — en sjáifur veit jeg hver hastar á vind og sjóa læg- ir —“. Við göngum út á hlaðið, þar sem gamall myllusteinn liggur í stjett, og lítum yfir staðinn. — í kirkju- garðinum er verið að steypa ný- móðins rúmgafla og gamlir leg- steinar hallast. Hvalsneskirkju — undur fagra og samræmda í ytri línum, ber við regngráan himin- inn. — Um þessa kirkju veit jeg lítið, nema að það er sál kirkjunnar — gleði og sorg kynslóðanna, sem gefa henni eilíft líf. Því löngu eftir að trúin er týnd, bera steinar þess- ara veggja því vitni, að einu sinni var samband milli guðs og manna. BÆKUR BIBLIUNNAR Fyrst Genesen finn jeg stá, fögur Exodus henni er hjá, Leviticus þriðja þá, þar næst Numerorum, Devteronomium helg og há, hjer með bókin Jósúá, Judic, Ruth að konstum kná með Kóngabókum fjórum. * H:er næst koma Kroniqá kónganna og bók Esdrá Nehemias nefna má, nú kant Ester finna, Job, Saltarinn sjálfur þá Salomons Proverbiá, Prjedikunin helg og há hans Lofsöng má inna. Esajas á undan fer, Jeremías næst þá ber, Esekiel og sig tjer, einnig Daniel góði, Hoseas, Jóel, Amos er, Abdías, Jónas letraðir, Mikkeas, Nahúm hittast hjer og Habakuk inn fróði. Zofonius, Haggeus hár, hjer Zakar og Malak stár, Júdit, Spekin, Tobia tár, með tryggum Sýraks greinum, Barúk og sú bókin klár, sem boðar Makkabeanna ár, Esters partur eftir gár, með Önnu og Daniels sveinum. Mattheus, Markús, Lúkas ljer h'kan vott og Jóhann ber, Postulagjörð fyrir pistil er Páls til Rómverjanna, til Korinthios tvo hann tjer til Galathas einn sendir, um Efesios og Filippiu fer friðar orðið sanna. Koloss, Tessal, Timathe, Titus með Filemone, Pjetur og Jóhann postuli og pistill Ebreorium, einnig Jakob og Júde Apokalyps bókmáli, biblíunnar sjá hjer sje summa libellorum. ----o---- Biblía heitið bókin sú, er bækur hefir sextíu og tvær, kapitula þúsund þrjú þrjú hundruð og ellefu rær Viljir þú hana ári á yfirvega skýrt og hátt, virka daga viku þrjá vigta kapitula átt. Sjö lest þú hvern sunnudag sautján páska og hvitasól, er nú komið alt í lag ef átján leggur til um jól. (Eftir handr. sra Þorleifs Jóns- sonar á Skinnastað, í Landsbóka- safni). ^ ^ ^ ^ V ' ÞRGAR PADEREVSKY var orðinn frægur, streymdu að honum brjef úr öllum áttum, svo að hann komst alls ekki til þess að svara þeim öllum. Nú var það að einhver hefðar- kona skrifaði og bað meistarann urn einn hárlokk til minningar. Skrifar- inn sendi henni svolátandi svar: — Náðuga frú. Padarevsky hefir beðið mig að greiða sem best jeg gæti úr bón yðar. En þar sem yður hefir gleymst að taka fram eitt mikils varð- andi atriði í þessu máli, sem sje hvers konar hárlokk þjer óskið að fá, þá sendi jeg yður hjer með nokkur sýn- ishorn, sem þjer getið valið á milli. Einn lokkurinn er úr hári þjóns hans, annar úr hári matreiðslumannsins. þriðji úr hári stofustúlkunnar og sá fjórði úr hrosshári, en það er að visu tekið úr sætinu í járnbrautarvagninum, sem við sitjum nú í.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.