Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Síða 12
JAKOB DAHL FÆREYAPRÓFASTUR ÞAÐ VAR einu sinni nokkru eftir síðustu aldamót, að bar saman fundum •þriggja andans manna á færeysku heimili. Voru tveir þeirra komnir úr sinni áttinni hvor, Anders Hovden austan úr Noregi og Matthísas Jochumsson vestan frá íslandi. Þriðji maðurinn var færeyski húsráðandinn, Jakob Dahl, þá ný- lega orðinn prestur í Þórshöfn. Þeir töluðust við á dönsku, en voru þó hvor um sig á sífeldum verði, alla sína ævi, gegn áleitn- um áhrifum þeirrar ágætu tungu á móðurmál heimalands síns. Nú veit enginn framar hvað þeim hef- ur farið á milli, en ekki hefur þá skort efni til viðræðna. Margt var líkt með þeim og mörg hugð- arefni þeim sameiginleg. Þeir voru allir prestar og skáld og töldust þá þegar til fremstu leiðtoga þjóða sinna. Matthías tók upp á knje sjer drenghnokka, er ljek sjer á gólf- inu, son húsráðanda. Persónuleg kynni af Anders Hovden urðu til þess að Matthías hafði fullan skilning á því, hve mikla þýðingu verk hans, í bundnu og óbundnu máli, höfðu fyrir mótun og sigur norskrar þjóðtungu, nýnorskunnar. Ekki löngu síðar kom út í íslenskri þýðingu Matthíasar, ljóðaflokkur- inn „Bóndinn" eftir Anders Hovd- en. Jakob Dahl, síðar Færeyarpró- fastur, var þeirra yngstur. En lífs- starf sitt hafði hann þegar hafið. Og með því gat hann sjer þann orðstír, að dómi Jóannesar Pat- urssonar, að hann varð þjóð sinni hjartfólgnastur allra þeirra, er gegnt hafa prófastsembætti í Fær- eyjum í fjórar aldir, og að heita má að hver Færeyingur, sem sting- ur penna í blek, hafi numið fær- eyskt ritmál af honum. 2. Jakob Dahl er fæddur 5. júní 1878. Hann andaðist á afmælis- degi sínum, 5. júní 1944 sextíu og sex ára að aldri. Hann var af góðum ættum kominn. Faðir hans, Peter Hans Dahl, í Vogi á Suður- ey, var svo efnum búinn að hann gat sett efnilegan son ungan til mennta. Árið 1896 útskrifaðist Jakob Dahl úr kennaraskólanum í Þórshöfn, þá átján ára gamall. Em- bættispróíi í guðfræði lauk hann við Kaupmannahafnarháskóla árið 1905, og hvarf þá heim aftur til Færeya. Fyrstu starfsárin sex er hann kennari, bæði við gagnfræða- skólann og kennaraskólann í Þórs- höfn. Þá gerist hann prestur, árið 1912, í fjölmennasta prestakalli Færeya og er sex árum síðar skip- aður prófastur Færeyaprófasts- dæmis. Helt hann því embætti til , dauðadags, eða 25 ár alls. Færeyar voru í katólskum sið biskupsdæmi. Gegndu þar embætti þrjátíu biskupar á 450 arum. Síðan eftir siðbót hefur landið verið prófastsdæmi í Sjálandsstifti. Margskonar opinber trúnaðar- störf hlóðust snemma á Jakob Dahl, svo að oflangt yrði upp að telja, eins og oft vill verða um vitra og vel kynnta menn. Merk- ur maður segir í eftirmælum, að hann hafi gegnt umfangsmeiri störfum en nokkur annar samlend- ur maður um hans tíma. 3. Sverrir Dahl, drengurinn, sem Mhtthías Jochumsson hossaði einu sinni á hnjám sjer, er nú húsráð- andi orðinn á gamla prófastssetr- inu í Sandagerði við Þórshöfn. Jeg hafði mælst til þess að mega fræðast af honum um föður hans, prófastinn sáluga. Reyndar þurfti ekki langt að leita upplýsinga um hann, neinstaðar í Færeyum. Hann hefur þar alstaðar skilið eftir sig spor og er mönnum enn í fersku minni. Jeg hafði verið gestur Sjó- mannaheimilisins niður við höfn- ina, en það er ein myndarlegasta bygging bæarins. Prófasturinn var formaður í stjórn þess frá bví er það var stofnað og til þess er hann fjell frá, eða full tuttugu ár. Á leið til Sandagerðis er farið fram hjá Landsbóka- og þjóðminja- safnhúsinu. Þar stendur í anddyri fagurt brjóstlíkan af prófastinum. Nokkru innar er Lýðháskólinn. Hann hefur í yfir fjörutíu ár verið ein af styrkustu máttarstoðum menningarlífs og þjóðræknishreyf- ingar í Færeyum. Jakob Dahl átti sæti í stjórn skólans í um það bíl 34 ár. — Þannig mætti lengi telja. Prófastssetrið er gömul virðu- leg bygging úr timbri. Er þar allt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.