Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Blaðsíða 18
598 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS eftir, er horfinn og lifir nú aðeins þjóðsagan um þann atburð. Við Hvalsnes er tengd minning mikils andans frömuðar, eða rjett- ara sagt, að mikill andans maður er tengdur við Hvalsnes. Þangað kom Hallgrímur Pjetursson fátæk- ur og vegalaus ,til þess að þjóna þeim drotni, er hann síðar söng svo dýrðlegt lof. Um Hallgrím eru engar minjar á Hvalsnesi. Steinn sá, sem sagt er að hafi átt að vera yfir Stein- unni, 4 ára dóttur hans, er rneð öllu horfinn, en sannað þykir að þessi litla dóttir hans hafi andast að Hvalsnesi. Sagt er að steinninn hafi verið merktur: St. H. D. 16. 4. 1649. Það sem síðast er vitað, er að steinninn var notaður í gang- stjett heim til kirkjunnar, en sjest nú hvergi. Steinar glatast og hverfa fyr en munnmaeli — steinninn, sem sálmaskáldið mikla grjet við, er farinn veg allra vega, en sögnin um hann lifir. Heimildir geta lítið um dvöl Hallgríms Pjeturssonar að Hvalsnesi, nema helst til þess, sem miður má fara. Þrátt fyrir það er hann ein sú persóna hins liðna, sem nú er í mestum hávegum höfð. Sagt er að Hallgrímur hafi fund- ið meðal þeirra, sem aftur komu úr Tyrkjaherleiðingunni, konu þá er hann feldi hug til, sem Guðríður Símonardóttir hjet, en sagnir kalla jafnan Tyrkja-Guddu. — Þau komu til Keflavíkur 1637 og fekk Hallgrímur þá vinnu hjá dönskum kaupmanni þar, en þau virðast hafa búið hjá Grími Boga- syni í Ytri Njarðvík, því þar ól Guðríður son þeirra Eyólf. Þá eins og endranær reis smámenskan upp á móti ástinni og dæmdi kærleika þeirra Guðríðar og Hallgríms frillulíf, en ekki hórdóm, því fyrri maður Guðríðar reyndist dáinn áð- ur en ást þeirra bar ávöxt. Margar sögur eru til um komu Hallgríms Pjeturssonar að Hvals- nesi. Sumar telja að hann hafi komið þangað fyrirmannlega, ríð- andi sínum eigin Eik, er Skálholts- biskup hafi gefið honum, sakir góðs þokka. Aðrar sögur segja að hann hafi komið að Hvalsnesi all förumannlegur og illa til fara, kom hann þar á bæ nokkurn og baðst hressingar, sem honum var veitt, og átti hann að launa beinan með nýum frjettum þar í fásinninu. Hafði hann fátt tíðinda að segja annað en að búið væri að vígja Hallgrím Pjetursson að Hvalsnesi. Varð þá kerlingu einni að orði þetta landfræga svar: „Allan fjandann vígja þeir!“ Hvernig sem sagnirnar reika virðist það staðreynd að Hallgrími Pjeturssyni er veitt Hvalsnes 1644 og þjónaði hann þar, búandi við hrekkvísi, eymd og fátækt í 7 ár, eða þar til hann fekk veitingu fyr- ir Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Þar um mun mestu hafa ráðið vinsemd Brynjólís biskups í Skálholti. Það er ekki greiðfært að rekja sögu kirknanna að Hvalsnesi, þó má í elstu heimildum finna, að fyrsta kirkjan þar er vígð heilagri Maríu og öllum heilögum, árið 1370 og var þá presti fenginn bú- staður að Nesjum og gert að flytja messu annan hvern helgan dag að Bæjaskerjum, en þar mun þá hafa verið bænahús eða kapella. Ör- nefni benda tjl þess að svo hafi verið, því enn heitir þar Kirkju- klettur. Allar Hvalsneskirkjur, til forna, munu hafa verið bygðar úr torfi og grjóti, sem er lítt varanlegt efni og því fæstar átt sjer mjög langa sögu. Það er aðeins unt að rekja byggingasögu þeirra aftur á bak, með nokkrri vissu, til fvrrihluta 19. aldar. Árið 1814 er Hvalsneskirkja lögð niður með konungsbrjefi og sókn- in lögð til Útskála. Var svo fyrir mælt að kirkjan skyldi rifin, en ilt reyndist að fá menn til verksins. Um síðir rjeðust 4 menn til að rífa kirkjuna og hlutu 3 þeirra vá- veiflegan dauða að verkinu loknu, en hinn fjórði lamaðist og lá rúm- fastur í 15 ár. Maður sá hjet Er- lendur Guðmundsson og bjó á Kirkjubóli. Var síðan kirkjulaust að Hvalsnesi í 6 ár, eða til 1820, en þá hóf Tómas Jónsson hinn ríki, smíði nýrrar kirkju og var hún gerð af timbri, með standandi klæðningu og tjörguð hið ytra. Þegar kirkjan var risin af grunni fór Erlendur á Kirkjubóli að telgja með hníf sínum skírnarfont handa kirkjunni og sóttist smíðin seint, sem von var, en þegar henni var lokið og skírnarfonturinn vígður, þá hvarf lömun Erlendar og hann fekk fulla heilsu. Skírnarfontur þessi er enn í Hvalsneskirkju og á honum tinskál sem ber ártalið 1824. Þau árin sem kirkjulaust var á Hvalsnesi eru til annála færð sem hin mestu fiskleysis og annara hörmunga ár þar um slóðir. Eftir 1820 verður konungskirkja á Hvals nesi, en um 1860 er Hvalsnes í eigu Kotvoga í Höfnum og lætur Ketill í Kotvogi þá hefja þar kirkjubyggingu og var sú kirkja úr timbri og stóð fram til þess að núverandi kirkja var bygð, því hvelfing í lofti er úr eldri kirkj- unni, svo og predikunarstóllinn, en hann er smíðaður úr Mahognitrje einu, sem rak á Bústhúsafjörur. Svo vænt var trje það, að einnig voru smíðuð úr því tvö stór borð, sem nú munu glötuð. Stærri kirkjuklukkan mun hafa kallað til messu í þremur kirkj- um, því á hana er letrað ,,T. Ions- son — Hvalsnes 1820“ og er klukk- an mjög hljómfögur og steypt í Kaupmannahöfn. Allar kirkjurnar, fyrir utan þá sem nú stendur, voru innan kirkjugarðs og hafa vafalítið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.