Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Blaðsíða 29

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Blaðsíða 29
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 609 ^ayrir óúi óióir MENNINGARRÁÐ Akraness hef- ur gefið út nokkrar leiðbeiningar fyrir ungt fólk. Hefur það sett sjer það markmið að efla heilbrigðan metnað meðal æskulýðsins á Akra- nesi, metnað í drengskap, háttprýði og menningu. Er öllu ungu fólki holt að kynnast þessu og eru hjer því birtar nokkrar leiðbeiningar. ----o---- 1. Scgðu ávalt sannleikann. 2. Vertu orðheldinn. Lofaðu því einu, sem þú getur efnt. 3. Mættu stundvíslega þar sem þú átt að mæta. 4. Notaðu tímanri vel, það er aðal fjár- sjóður þinn. ----o---- 1. Astundaðu iðjusemi og sparsemi. 2. Ef þú vinnur fyrir aðra, skal það gert sem væri það fyrir þig sjálfan. 3. Verndaðu heilsuna, hún er eini vara sjóður þinn. 4. Farðu vel með föt þín, hvers konar verðmæti og sjerstaklega mat. -----o—— 1. Vertu bindindissamur, notaðu eigi áfengi nje tóbak. 2. Styddu góðan fjelagsskap, en var- astu vondan. 3. Vertu boðinn og búinn til að veita öðrum þjónustu. 4. Styddu og styrktu góð málefni í bæ þínum og einnig þau er snerta al- þjóð. ——o-—— 1. Leikur er nauðsyn. En leiktu þjer af list prúðmennskunnar áreitnis- laust. 2. Vertu ætið glaður og góðviljaður. Það lengir lífið og eykur trú þina og annara á hin mestu gæði lífsins. 3. Vertu fús að fyrirgefa þeim, sem gerir þjer á móti. Launaðu ilt með góðu. 4. Mettu ekki aít til fjár. Mundu að peningarnir eru meðal og tæki, en ekki takmark. Láttu þá þjóna þjer, en vertu ekki þraell þeirra. ----o------ 1. Lestu um fram alt góðar og göfg- andi bækur. 2. Lasrðu Ijóð öndvegisskálda vorra og lestu Llendnrgasogurnar. 3. Legtu bok bokamia, Biblíuna. VITRUN Eítir Sir Charles Hawtrey ÞAÐ VAR í febrúar 1920 og jeg hafði verið hættulega veikur. Mjer fanst jeg vera hrifinn á loft og jeg sveif gegn um geiminn, lengra og lengra, og sál mín fyltist ósegjanlegum fögnuði. Eftir nokkra stund fanst mjer jeg standa á skínandi gólfi úr dökkum marmara. Fram undan var hátt þrep og á bak við það fagurblár bogi. Og sem jeg stóð þarna fann jeg að jeg var í návist við guðlegar verur, enda þótt jeg sæi engan. Jeg var með nokkrar skínandi gullkúlur í höndunum og jeg fann með sjálfum mjer að jeg átti að raða þeim á þrepið fyrir framan mig. Þetta reyndist erfitt, því að kúlurnar vildu velta sitt á hvað. Jeg kraup því niður til þess að reyna að hagræða þeim betur. Að lokum tókst mjer það, þarna lágu hinar skinandi gullkúlur og fóru dásamlega vel við svartan marmarann. Jeg var þó ekki ánægður með hvernig mjer hafði tekist að raða þeim og jeg sagði við sjálfan mig: ,.Jeg vildi að jeg hefði gert það betur“. Þá heyrði jeg rödd sem sagði: „Farðu þá og reyndu aftur“. Og aftur fanst mjer jeg vera hrifinn burt og svífa í gegn um geiminn til jarðarinnar. En jeg var enn fyltur hinum ósegjanlega fögnuði. Þessi vitrun 'hefir altaf staðið mjer fyrir hugskotssjónum, og jafn- framt hefi jeg verið mjer þess meðvitandi að mjer hafði verið gef- ið nýtt tækifæri. Mjer var gefið tækifæri að hverfa „aftur og reyna að nýu“. — Það var einföld uppörfun og gefin af ólýsanlegri ástúð. Jeg hefi reynt ..... BARN AGULLIM MENN mega ekki halda að hin tilbúnu barnagull sje eitthvað nýtt, sem komið hafi með vaxandi menningu. Ónei, steinaldarmaðurinn bjó líka til leik- föng handa sínum börnum. Undir eins og hann hafði lært að búa sjer til áhöld úr tinnu, tók hann að srniða barnagull. Þetta vita fornfræðingarnir manna best, því að alls staðar, þar sem þcir hafa fundið leifar af tinnuverkfærum og leirkerum, þar hafa þeir einnig fundið barnagull. í British Museum eru geymd fleiri forn egypsk leikföng heldur en múmíur. Assyríumenn og Fönikíumenn bjuggu einnig til alls- konar leikföng handa börnum sínum, og jafnvel farandþjóðir hafa flutt með sjer barnagullin eins og hverja aðra nauðsynjagripi. Þessi fornu barnagult voru ekki mjog frábrugðin barnagullum þeim, er enn tiðkast, enda þott þau væri mggke ver smíðuð, vegna þess aö þa höfðu menn ekki jafn góð áhöld og þeir hafa nú. En sum barnagull forn- manna voru „lifandi", svo að stálpuð börn hefði gaman af þeim. Þeir fundu t. d. upp skopparakringluna, og seinna fundu þeir upp á því að láta hana gefa hljóð af sjer um leið og hún spann. í British Museum eru til fornar brúð- ur frá Egyptalandi og cru handleggir og fætur þeirra mcð liðamótum. Sams konar brúður hafa fundist í rústum Kartagóborgar, í Aþenu og Róm. Og þar hafa fundist brúður, sem geta rent til augunum. Á jólunum er kepst við að gefa börn- unum leikföng. Og nú eru ieikföngin orðin svo „vísindaleg“ að þau geta ekki skemt börnum, sem enn trúa á hin fögru ævintýri og jólasveinana. Þau eiga ekki heima í ævintýraheiminum og yngstu börnin hafa enga ánægju af þeim. Það eru hin gömlu og góðu og emíöldu leikíóng, sen: þeim hæfa best. Þeim eru kaerkoinnust þsu leikföng, sem geþg fallið irm í ævintýraheim

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.