Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Blaðsíða 15
' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 595 háskóians, hafði hann árið 1912 fullbúið til prentunar færeyskt sálmasafn. Gerði hann sjer vonir um að það fengist gefið út sem viðbætir dönsku sálmabókarinnar, til notkunar í Færeyum. En ekki gaf kirkjumálastjórn samþykki sitt við því. Enn vann hann að því öðrum þræði í 32 ár, að safna til færeyskrar sálmabókar. Kirkju- stjórnin hefur sjeð til þess, að hún hefur ekki enn verið prentuð eða löggilt. Um 500 sálmar eru í safn- inu og á Jakob Dahl í því um það bíl 100 sálma þýdda og allmarga frumorkta. (Flestir sálmar frum- orktir eru eftir Mikjael kennara á Ryggi)- Viderö, prestur í Kvalvík, sem nú vinnur að því að ljúka við þýð- ingu Gamla testamentisins, sagði mjer, að yfirleitt væru þýðingar prófastsins, bæði á bundnu máli og óbundnu, svo fullkomnar, að ekki yrði um bætt. Komið hafa út eftir hann að minsta kosti tólf erinda- og ræðusöfn. í hinni síðustu þeirra bóka, „Sólin og Siljan“, er sonur hans, Regin Dahl, gaf út að hon- um látnum, eru einnig nokkur Ijóð hans. Jakob Dahl, Færeyaprófastur, átti miklu láni að fagna. Ekki svo að skilja að honum ljeki allt í lyndi. Hann var að eðlisfari frið- samur maður og tók það því all- nærri sjer að um störf hans stóð einatt styr mikill. Einnig tók hann það sárt að honum vanst ekki tími til að ljúka við þýðingu Gamla testamentisins og að dönsk stjórn- arvöld neituðu að löggilda sálma- bók hans til notkunar í færeysku kirkjunni. En gæfumaður var hann eigi að síður. Hann lifði það að sjá árangur starfs síns, og njóta almennrar virðingar, bæði heima í Færeyum og í Danmörk. Fær- eysk tunga var jafnrjetthá orðin dönskunni í kirkju, skóla og á þingi. Ostenfeldt biskup, sem var í upphafi mótfallinn því að hann yrði prófastur, sannfærðist fljót- lega um yfirburði hans og reynd- ist honum góður yfirboðari. Var Ostenfeldt fyrsti biskup, er vísiter- aði í Færeyum og stje þar fæti á land í fjórar aldir. * ___B* rtfe. . Í 7. Eiði heitir sjávarþorp nyrst á Austurey. Ferðalagið frá Þórshöfn og norður þangað verður mjer ó- gleymanlegt. Óvíða í Færeyum er lífvænlegra og skemmra á milli bygða en á þeirri leið. Hvítanes og Kalbak heita byggðir við mynni Kalbaksfjarðar og eru á vinstri, þegar siglt er norður Tangafjörð. En til hægri eru Nes, Tóftir, Strend ur og íleiri bygðir og þorp á Aust- urey. Þar sem fjörðurinn þrengist taka við Sundin milli Austureyar og Straumeyar, yfir 20 km. löng. Þeim hefur verið lýst á þann veg, að þau „líkist helst dal meðfram breiðri og lygnri á. Þar eru all- þjettar bygðir. bæði við firði inn úr sundinu og á aðlíðandi hlíðar- fætinum við sundið. Þar sem sund- ið er mjóst er það aðeins 200 metr- ar á breidd og fremur grunnt. Þar er sjávarfallsstraumur harður eins og beljandi fjallsá, og komast að- eins smábátar um sundið með straumi.“ Við höfðum nokkura viðstöðu í Kvalvík, snotru þorpi Straums- eyar megin. Þar var piltur einn nýkominn úr íslandsferð. Hafði hann krækt sjer í kærustu í Hvera- gerði. Frá Kvalvík fórum við á ferju yfir til Eyrarbakka á Austurey. Ferjumaður var ungur, gjörvuleg- ur sjómaður, íslenskur í aðra ætt- ina. Móðir hans, Þórunn Jóns- dóttir, ættuð úr Seyðisfirði, var þá nýlega dáin. Hún hafði átt fjórtán börn með manni sínum, Andreas Andreasen. Einn sona hennar var skipstjóri, á stóru fiskveiðiskipi, aðeins 23ja ára gamall. Bílvegur góður er meðfram Sundinu og norður í Eiði. Hlíðin er víða þverskorin af hvítfyssandi lækjum og ársprænum. „Allt þetta vatn hefði átt að falla í einn far- veg,“ varð mjer að orði. „Það hefði orðið mikið vatnsfall og álit- legt til virkjunar.“ „Sundrungar verður, illu heilli, víða vart,“ svar- Prófasthúsið Sándagcrði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.