Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Qupperneq 14
r 594 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Færeyingafjelags 1889. Úr því er það ekki framar efst á baugi að veita færeysku máli heiðarlega út- för. Nú er því skipaður sess efst á dagskrá færeyskra þjóðmála. Þess er krafist að færeyska verði jafnrjetthátt dönskunni í skóla, kirkju og á þingi. Ekki svo að skilja, að með því sje stefnt að algerri útrýmingu danskrar tungu í landinu. „Færeyingar geta ekki án hennar verið“, segja þeir. I k 5. Jakob Dahl prófastur er frá upp- hafi í fremstu fylking þeirra manna, er þessar kröfur komu frá. Aðeins rúmlega tvítugur gefur hann þjóð sinni eitt hennar feg- urstu ættjarðarljóða: r „Várt land er alfagurt og'frítt er várt heim, og fagrastar miðsummarlötur, tá blómurnar spretta, tað angar av teim, og fragðarljóð fuglanna höyrist við gleim yvir fjall, yvir fjörð, yvir flötur.“ Ljóðið er fjögur vers og var 1 fyrst sungið á þjóðfundi árið 1902. Þannig kvaddi hann sjer 1 fyrst hljóðs á opinberum vett- ^ vangi. Og hann hjelt áfram í rúm fjörutíu ár að túlka, í bundnu máli og óbundnu þann boðskap, sem Færeyingum er hugstæðastur, — boðskap kristinnar trúar og heil- brigðrar þjóðrækni, og það á ' þeirra eigin tungu. ^ Árið 1908, meðan hann enn var 1 kenpari í Þórshofn, gefur Jakob * Dahl út færeyska málfræði. Er hún 1 enn í notkun við móðurmáls- kennslu í öllum skólum landsins. Hann og aðrir, sem nú taka að rita á móðurmálinu, leita fanga til ný- l sköpi}nar ritmálsins í orðasöfn og | ritverk þeirra Svabo’s og Hamm- ^ ershaimbs einkanlega. Jafn vandasamt og erfitt verk og sköpun nýs ritmáls var, olli það þó mestum erfiðleikum, að yf- irvöldin í landinu höfðu á því ill- an bifur og litu nánast á það sem þjóðhættulega starfsemi. Bitnaði fjandskapur þeirra ekki hvað síst á prófasti. Hann segir svo sjálfur frá, að sjer hafi, á sínum tíma, verið hótað því, að hann skyldi ekkert prests- embætti fá og allar kirkjur verða honum lokaðar í Færeyum. Hann var ákærður fyrir að hafa talað færeysku í skólanum. Bannaði þá skólaráð honum að nota færeysku við kennslu, nema í þeim tilgangi einum að gera nemendum dönsku skiljanlega. Þetta leyfi þótti hann nota sjer um of og var hann kærð- ur í annað skifti fyrir það. Dahl lagði málið undir úrskurð Lög- þingis. Úrslit þess urðu hin ill- ræmda 7. grein fræðslulaganna frá 1912, svohljóðandi: „Kennslumálið er danska.“ Breyting fjekkst ekki á þeirri lagagrein fyrr en tuttugu árum síðar. Það var ekki fyrr en árið 1938 að færeyska var viður- kend sem kennslumál, jafnhliða og jafnrjetthá dönskunni. Jakob Dahl hjelt áfram móður- máls kennslu í kennaraskólanum, eftir að hann gerðist prestur, uns honum var sagt upp því starfi. Sóttu þó nemendur fast að honum væri leyft að halda því áfram. Þá var hann ákærður fyrir að hafa prjedikað á færeysku við viss tækifæri í kirkju og utan. Það var ekki fyrr en saínaðarneíndin í Þórshöfn bað hann að flytja guðs- þjónustu öðru hvoru á færeysku, að veitt var leyfi til þess, að því á- skyldu þó, að taldir yrðu í hvert skifti þeir, er á hlýddu og að sama ræða yrði síðar aftur flutt á dönsku! Allt þetta skeði fyrir 1918, er til mála kom að Jakob Dahl yrði skip- aður prófastur í Færeyjum. Amt- maöur ritaði þá Sjalandsbiskupi / skjal mikið og taldi öll tormerki á að dönsk stjórnarvöld skipuðu annan eins mann, og Jakob Dahl væri, í ábyrgðarstöðu: Kirkjunnar menn væru honum andvígir. Hann væri pólitík Dana í Færeyjum fjandsamlegur. Hann hefði brotið af sjer með því að tala færeysku í gagnfræðaskólanum. Hefði hann jafnvel beðið þess við messu, á hvítasunnudag (1913), að móður- málið yrði innleitt í kirkjunni. Hann skrifaði mestmegnis á fær- eysku í „Kristilegt æskulýðsblað“, sem hann var útgefandi að. Hann hefði á minningarhátíð siðbótar- innar, 1917, látið þau orð sjer um munn fara, að siðbótin væri ekki fyrr framkvæmd að fullu en þjóð- in hefði fengið orð Guðs á sinni eigin tungu. Ostenfeldt biskup fjellst á þá skoðun amtmanns, að óverjandi væri með öllu að Jakob Dahl yrði skipaður prófastur. En úrslitin urðu þeim ekki í vil. Jakob Dahl var kallaður á fund konungs. Þakka nú Færeyingar það frjáls- lyndi kirkjumálaráðherra og sann- girni konungs, að hann var skip- aður prófastur þeirra 1918. 6. Þannig höíðu skapast bestu skil- yrði þess, að starískraftar hans kæmu kirkju og þjóð að sem fyllst- um notum. Hann lá heldur ekki á liði sínu. Har.n er ritstjóri „Fær- eyskra kirkjutíðinda" í tvo ára- tugi. Hann snýr á færeysku Nýa- testamentinu öllu og allverulegum hluta Gamla testamentisins, Fræð- um Lúthers hinum minni, Biblíu- sögum Balslevs, Hel^isiða og Alt- arisbók og miklum fjölda sálma. Jakob Dahl hafði ýmist orkt eða þýtt marga þeirra sálma og söngva, er gefnir voru út í færeyskri söng- bók tíu árum síðar en Færeyinga- fjelag var stoínað, eða 1899. Ásamt Símun íra Skaröi, skólastjora Lýð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.