Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Síða 21
* LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
601
\Ji ílorcj JyJuJu f? ódóttir:
H OLTAHRÚKAN
— Smásaga —
FINNU gömlu á Tanganum skorti
eitt ár til fyllingar sjöunda tugs
ævinnar, þegar -til stórtíðinda dró
í lífi hennar. Það var, þegar hjer-
aðslæknirinn sagði henni, að hún
yrði að fara til Reykjavíkur.
Það var ólukkar.s vartan á hök-
unni, sem þessum ósköpum olli.
Hún tók upp á því að vaxa, en
Finna ljet sig það engu skifta, nje
heldur, að hún jók lítt á fríðleik-
ann, enda þar litlu fyrir að fara.
Heimilisfólkið tók upp á því að
fárast út af þessum ofvexti í vört-
unni.
Svo bar við, að hjeraðslæknirinn
var sóttur á næsta bæ, og húsbónd-
inn á Tanganum gerði sjer sjálfur
ferð til hans og bað hann að líta á
gömlu konuna.
Læknirinn þuklaði vörtuna vand-
lega. í fyrsta sinn fóru læknishend-
ur um Finnu gömlu og það var
ekki laust við að hún færi hjá sjer.
„Þjer verðið að fara til Reykja-
víkur og láta taka þetta ber,“ úr-
skurðaði hann að lokinni skoðun.
Þótt læknirinn hefði sagt Finnu
gömlu að fara fyrirvaralaust beint
upp í tunglið, hefði henni vart
brugðið meir. Hún hafði líka aldrei
komið út fyrir takmörk sveitar
sinnar. Ekki svo að skilja, að hún
hreyfði neinum mótbárum. Það
var ekki vani hennar að hafa á
móti því, sem henni var sagt, en
hún átti bara dálítið erfitt með að
átta sig á því, að læknirinn hefði
meint í alvöru, að það væri hún,
sem ætti að fara að taka sig upp
og fara til Reykjavíkur. Hana lang-
aði að spyrja hvort þessi ofvöxtur
í vörtunni væri eitthvað hættuleg-
ur. Þó svo væri, þá kysi hún helst
að fá að deyja í rúminu sínu, en
hún spurði einkis, enda vissi hún
ekki, hvort það var viðeigandi, því
Finna gamla var með öllu ófróð
um, hvernig haga bæri orðum.sín-
um við þessa blessaða heldri menn.
Það eitt vissi hún, að henni Var sú
list lítt lagin, enda ekki þurft á því
að halda um dagana.
Málið var útkljáð.
Finna gamla talaði fátt um hina
fyrirhuguðu ferð. Hún hugsaði því
meira. En hún var óvön heilabrot-
um. Skipsferð, spítalavera og upp-
ékurður rann saman í huga hennar
í eina iðandi, dökka móðu.
Þetta lagðist allt svo ósköp illa í
hana.
Eitthvað kom nú ferðin til að
kosta. Hún átti að vísu í sparisjóðs-
bókinni eftir því sem hún best vissi
642 krónur og nokkra aura. Þetta
voru miklir peningar. Hún var líka
búin að vera vinnukona á Tangan-
um í 52 ár, fyrst hjá gamla hrepps-
stjóranum og nú hjá syninum.
Fólk sagði, að alt væri svo dýrt
þarna syðra. Það kostaði víst einar
5—10 krónur að tala við lækni, en
þeir kvað geta meira en sveita-
læknarnir. Það var líka einhver
verðmunur. Hjeraðslæknirinn tók
ekki nema 1 krónu og 50 aura fyrir
að þreifa á berinu og segja henni
að fara til Reykjavíkur.
Það yrði víst ekki mikið eftir í
Vilborg Auðunsdóttir.
bókinni, þegar hún kæmi aftur, ef
hún kæmi þá nokkurn tíma aftur.
En það hlaut hún að fela Guði
á vald.
Morguninn, sem leggja átti af
stað, vaknaði gamla konan fyrir
allar aldir. Henni var ómögulegt
að sofa. Hún fór að klæða sig
klukkan 4.
Hún opnar gamla koffortsskrifl-
ið, það var hennar hirsla og geymdi
aleigu hennar, utan rúmíötin og
fjósagallann.
Koffortið lokast aftur og hún fer
að breiða yfir rúmið sitt, ósköp
varlega, því hún vill ekki vekja
fólkið í baðstofunni.
Þá tekur hún að tína spjarirnar
upp úr koffortinu, vaðmáls spari-
fötin, upphaflega svört, en nú orð-
in móleit af elli, enda 30 ára göm-
ul, bekkjótta millipilsið með mos-
uðu teinunum, þrenna sauðsvarta,
neðanviðgerða þelsokka, græna
skó úr brennisteinslituðu sauð-
skinni, með ljósbrúnum eltiskinns-
bryddingum. — Húsbóndinn hafði
sjálfur litað skinnið, en húsmóðh'-