Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Blaðsíða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Blaðsíða 28
C03 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „Guð minn góður!“ andvarpaði konan. ,,Er það nú líf hjá mjer! Að geta ekki sofnað alla nóttina fyrir áhyggjum. En hann sefur eins og skata! Þau geta hæglega farið burt með alla búslóðina. En hann bara hrýtur! Ó, guð minn. Mínar cru sorgirnar!“ Og allt varð hljótt. Nema hvað íssakar mældi tímann varfærnis- lega með hrotunum. ----o--- Nálægt miðnætti vaknaði hann við niðurbælt konuvein. Hver skollinn! Honum brá. Eitthvað er að í fjósinu! Bara Dína vakni ekki við og taki til með hrókaræðurnar aítur. Hann lá hreyfingarlaus og ljet sem hann svæfi. Eftir stundarkorn heyrði hann aðra stunu. — Miskunna þig, guð minn. Ó, guð, láttu Dínu ekki vakna, — baðst íssakar gamli fyr- ir í angist. En í því fann hann, að Dína rumskaði við hliðina á hon- um, hún reis upp við dogg og hlust- aði. — Nú fer illa, hugsaði íssakar alveg steini lostinn, en lá áfram hljóður sem steinn. Frú Dína stóð þegjandi upp, kastaði yfir sig ullarsjali og fór út á hlað. — Hún úthýsir þeim áreiðanlega, tautaði íssakar við sjálfan sig. — Jeg ætla ekki að skipta mjer af því, geri hún sem hún vill .... Eftir undarlega langa þögn, læddist húsmóðirin inn aítur. íssakar þóttist heyra gegnum svefninn brak í kvistum og loga. En hann ákvað að hreyfa sig hvergi. Ef til vill finnst Dínu vera kalt, og því kyndir hún. En eftir þetta laumaðist Dína hljóðlega út aftur. íssakar hálf- opnaði augun og sá vatnsketil yfir eldinum. — Til hvers er þetta? — sagoi hann viö sjálían sig un'irandi en sofnaöi undir eins aftur. Hann vaknaði ekki fyrr en frú Dína tif- aði með rjúkandi ketilinn út á hlað, einkennilega áfjáð í spori. Nú varð íssakar undrandi. Hann reis upp úr rúminu og fór í buxurnar. — Jeg verð að gægjast og sjá, hvað nú er á seiði, sagði hann ákveðinn. En í dyrunum rakst hann á Dínu. — Hvað á þetta rölt að þýða, ætlaði hann að hreyta út úr sjer, en komst ekki að. „Hvað viltu vera að glápa hjer,“ hvæsti konan og hljóp að vörmu spori út aftur með einhverja klúta og líndruslur í fanginu. Hún sneri við á þröskuld- inum: „Hypjaðu þig upp í,“ skip- aði hún honum höstuglega, „og . og vertu ekki fyrir okkur hjerna. Heyrirðu það?“ íssakar gamli rölti út á hlað. Hjá fjósinu sá hann herðabreiðan karl- mann híma eins og illa gerðan hlut og gekk í áttina til hans. „Jæja“, tautaði hann í huggunar róm. „Hún gat komið þjer út, ha'’ Já, Jósef minn, kvenfólkið! ....“ Og til þess að breiða yfir hinn karlmannlega vanmátt þeirra benti hann upp í festinguna. „Sjáðu stjörnuna! Hefir þú nokkurntíma sjeð svona stjörnu áður?“ (Úr bókinni „Hæpnar heimildir“). Frímórki einvaldsins Stjórnin í Moskva geiði Vulko Chervenkov að einvald í Búlgaríu. Hann Ijet þegar gera frímerki með mynd af sjer. En frímerkin seldust ekki, enginn notaði þau. Póstafgreiðslu kona sagði honum að frímerkin vildu ekki tolla við brjef. Vulko bað hana að fá sjer eitt frímerki. Hann sleikti það og festi það við umslag. — Sko, þau límast ágætlega, sagði hann. Hvers vegna eru þau ekki not- uð. — Þau to!la eHú við brjef vegna þess að foík hrækir altaf a þau hinum megin. s \ \ N S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Þoríinnur karlsefni UM langt skeið hefur það verið venja í Los Angeles að halda hátíðlegan dag Leifs Eiríkssonar einu sinni á áxi. Hafa íslendingar átt lítinn þátt að því þangað til í fyrra, en þá ljetu þeir mjög mikið tll sín taka við hátíðahöld- in. Meðal annars sem þeir höfðu þar til skemtunar var að John Egilsson Shield útbjó sig sem líkneskju Einars myndhöggvara Jónssonar af Þorfinni Karlsefni. Má' hjer sjá kappann hvar hann stendur, ljóslifandi, en þó sem hÖggvinn í stein. John er 6 fet og 6 þumlungar.á hæð og samsvarar. sjer vel. Hann hafði látið'rpála andlil sitt og lændur, svó og. búri- ing allan með bronsi úg þptti heldur kempulegur að vallarsýn. s \ s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s N s s í s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.