Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Side 30

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Side 30
610 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þeirra, þar sem þau geta beitt sköpun- argáfu sinni og ímyndun. Það þýðir ekki að gefa þeim þessi dýru leikföng, sem eru knúin áfram af fjöðrum, eða gormum, eða vjelum. Þau leikföng eru fyrir ofan og utan hugmyndaheim þeirra. Stálpuð börn geta haft gaman að þeim í bili, en það eru börn, sem ekki hafa neina trú á því að jólasvein- ar sje til og hafa mist nokkuð af hæfi- leika sínum til þess að skapa sinn eigin ævintýraheim. Þetta athuga menn alt of sjaldan þegar þeir eru að velja jólagjafir handa börnunum. ^ ^ W & JOLAKORTIN NÚ ERU 105 ÁR SÍÐAN FYRSTU JÓLAKORTIN VORU SEND ÞAÐ er talið nokkurn veginn víst, að fyrsti maðurinn, sem fann upp á því að senda jólakort, hafi verið Englend- ingur, sem Henry Cole hjet. Hann var seinna aðlaður, en það stóð ekki neitt í sambandi við þetta. Árið 1846 fór Cole til vinar síns, lista- mannsins J. C. Horsley og bað hann að teikna fyrir sig kort, sem hægt væri að senda með óskir um gleðileg jól. Horsley gerði það. Kortin voru prentuð og síðan handmáluð. Á miðjunni var mynd af fólki, sem var að halda hátíð, en utan með voru smámyndir, sem áttu að tákna ýmis góðverk. En neðst á kortið stóff letrað þetta, sem síðan hef- ur haldist óbreytt: „Gleðileg jól og far- sælt nýár.“ Þessi-hugmynd mæltist þegar svo vel fyrir að ýmsir aðrir tóku að prenta jólakort. Þó voru ýmsir á móti þessu og það lá jafnvel við að jólakortin væri bönnuð. En þá var það að Viktoria drotning fól listamanni að búa til jóla- kort handa konungsfjöiskyldunni, og þá var þessi siður auðvitað helgaður. Upphaflega voru jólakortin talin með iistaverkufn. Bestu teiknarar og mynd- skurðarmenn voru fengnir til þess að gera þau. En þá voru prentvjelar ekki jafn fullkomnar og nú og það var mikl- um vandkvæðum bundið að gera þessi listaverk sæmilega úr garði. En þegar vinnubrögðum í prentsmiðjum fór fram, þá varð þetta auðveldara, en þá var líka farið að hugsa um að koma sem mestu út af kortum, og þess vegna urðn þau smám saman einfaldari og ódýrari, svo að hver maður gat keypt þau. Og nú er svo komið, að í bverju menningarlandi koma jólakortin eins og skriða yfir pósthúsin, og valda póst- stjórnunum meiri erfiðleikum en nokk- uð annað. ^ ^ ^ ^ Einkunnarorð peninga ÞAÐ var einhvern af hinum dapurlegu dögum í nóvember 1851, þegar borgara- styrjöldin í Bandaríkjunum var sem tvísýnust, að fjármálaráðherra Norður-, ríkjanna barst brjef frá sjera Watkin- son í Ridleyville í Pensylvaniaríki. í brjefi þessu sagði svo: — Það hefur alveg gleymst að geta þess á einn eður annan hátt á pening- um vorum, að vjer treystum almáttug- um guði. Hvernig fer þá ef lýðveldið líður undir lok? Mundu ekki fornfræð- ingar, er fram líða stundir, telja það órækt vitni þess að bandaríska þjóðin hafi verið heiðin? Fjármálaráðherra var þá Salmon P. Chase, einn af merkustu ráðherrum Lincolns forseta. Hann varð síðar dóm- stjóri í hæstarjetti Bandaríkjanna og til virðingar við minningu hans er „The Chase National Bank of New York City“ kendur við hann. Ráðherrann var nú önnum kafinn viff að ráða fram úr þeim fjárhagsvand- ræðum er stöfuðu af borgarastyrjöld- inni. En hann las þó brjef sjera Wat- kinsons og felst þegar á að hann hefði rjett fyrir sjer. Og áður en vika var liðin hafði hann falið forstjóra mynt- sláttunnar að sjá um að á peningunum stæði, ,,að þjóðin treysti guði“. Forstjóri myntsláttunnar brá þegar við og áður en langt um leið hafði hann sent fjármálaráðherranum sýnis- horn af 10 dollara gullpeningi og þar stóðu þessi einkunnarorð: „God, Our Trust." Skömmu seinna sendi hann annað sýnishorn, en á því stóð: „Our Country, Our God.“ Fjármálaráðherr- ann var ekki ánægður með þetta, svo að hann stakk sjálfur upp á því að á peningunum stæði: „In God We Trust.“ Fyrsta myntin með þessari áletrun kom svo árið 1864, og var það 2 centa peningur. Og hjer um bil allir þeir bandarískir peningar, sem nú eru í umferð, eru með þessari áletrun. Árið 1866 voru slegnir silfurdollarar, hálfdollarar og 25 centa peningar með þessari áletrun og hefur hún verið á þeim síðan. Á lægstu mynteiningu birt- ist hún ekki fyr en 1909, og á dime ekki fyr en 1916. Fimm centa peningar voru með áletruninni frá 1866—1883, en þá fell hún niður af þeim og var ekki tekin upp aftur fyr en 1938. Áður en þessi einkunnarorð voru sett á bandarísku myntina, hafði hún borið ýmsar áletranir. Fyrsta myntin, sem slegin var í Bandaríkjunum, var hið svonefnda „Fugio cent“, slegið 1787. Á því stóð þessi áletrun: „Mind Your Business," sem helst mundi þýða: hugs- aðu um sjálfan þig. íW ^ UJER eru 15 karlmannsnöfn og 15 kvennanöfn í graut og nú á að leysa úr þeim. Skrifið lausnina aftan við hvert nafn jafnóðum og vitið hvað þið komist langt á 10 mínútum. KARLMANNANÖFN 1. Aurfól ....................... 2. Mjöruhrund ................... 3. Urðalismi .................... 4. Vinnugeis .................... 5. Skilargur .................... 6 Deilan ........................ 7. Varmidal ..................... 8. Físuleir ..................... 9. Vimhjallur ................... 10. Bringuær ...................... 11. Hrísauli ...................... 12. Rungulunga 13. Nagmús ........................ 14. Mýrdundur ..................... 15. Glaumhlírr .................... KVENNANÖFN 1. Nafney ....................... 2. Selbeita ..................... 3. Glervaður .................... 4. Eiflís ....................... 5. Dísalof ...................... 6. Sílínga ...................... 7. Ritnísk . .................... 8. Frómhlíður ................... 9. Klíðreitur ..................... 10. Gauðgul ....................... 11. Greiðingur .................... 12. Árla .......................... 13. Lakar ......................... 14. Samaeins ...................... 15. Rauðhengir ....................

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.