Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Blaðsíða 25

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1951, Blaðsíða 25
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 605 Málhressu konunum fanst mat- urinn ýmist of daufur eða of salt- ur. Altaf var eitthvað að. Svo var það á fjórða degi, að tvær þessar hvítklæddu konur komu, lyftu henni upp á háan bekk, sem þær rendu á undan sjer og fóru með hana inn í einhvern sal. Þar stóð blessaður læknirinn hennar með bera handleggi og hvíta húfu á höfði. Það blikaði á áhöld á borðinu fyrir framan hann. Konurnar lögðu hana upp á borð með stoppi, og bundu á henni hendurnar. Og þær mintu ekki vit- und á myndina af Maríu mey, þótt þær væru eins klæddar og konan sem hingað til hafði stundað hana. „Anda, anda,“ sagði önnur þeirra og bar eitthvað upp að vitum henn- ar. Hræðileg lykt. Henni fanst hjartað vera að springa. Var þá svona skelfilegt að deya. Faðir vor.... Lengra komst hún ekki, vissi ekki af sjer fyr en hún vakn- aði í rúminu, sem hún hafði áður legið í. Tíguleg kona sat hjá rúminu og las í lítilli bók. Líkast til sálmabók eða Passíusálmunum. Finna var reif uð og leið skelfing illa og hana kendi til í hökunni. Hún spurði konuna, hvort hún væri að deya. Konan kvað nei við og klappaði henni á kinnina. Þetta var góð kona. Nú var gamla konan orðin ról- fær. Hún var innfallin í andliti og örið gerði hana enn torkennilegri en fyr. Hún var ósköp óstyrk og þreytuleg. En þetta mundi lagast alt saman. Bráðum færi hún að komast heim í blessaða sveitina til kúnna sinna, þurfti bara að jafna sig nokkra daga heima hjá Gunnu, en hún átti nú ekki gott með að hafa hana öllu lengur, því hún þurfti að hafa saumaklúbb. Finnu var ekkert að vanbúnaði. Hún átti bara eftir að borga lækn- inum. Gunna sagði að hann tæki sennilega eitthvað nálægt 100 krón- um fyrir skurðinn. Það var nú víst farið að minka í bókinni. 145 krón- ur kostaði spítalaveran. 50 krónur hafði húsbóndinn lánað henni fyrir fargjaldinu suður, svo var eftir að borga farið heim. Gunnu hafði hún gefið smjörskökuna og eitthvað yrði hún að gleðja litlu telpurnar hennar. Ef eitthvað yrði eftir í bók- inni, hafði hún hugsað sjer að kaupa ögn af rúsínum handa bless- aðri húsmóðurinni. Finna leggur af stað upp á spítala til þess að borga lækninum. Elsta telpan hennar Gunnu fylgdi henni. Læknirinn vildi enga borgun taka fyrir skurðinn og óskaði henni góðrar ferðar heim, var ljúfmensk- an sjálf. Þvílíkur maður. Hann hafði víst engu gleymt af sínum barnalærdómi, svo vel fórst hon- um við smælingjana. Og Finna gamla höktir heim á leið styðjandi sig við stafprik, dá- lítið óstyrk í fótunum en ljett í skapi, því á morgun ætlaði hún að leggja af stað heim. Hún ljet sem hún heyrði ekki eða sæi strákana, sem kölluðu á eftir henni og skældu sig framan í hana. Þeir kölluðu hana kerlinguna með hal- ann, skottið og mórauðu drusluna. Einn sagði: „Ertu ekki með á ball í Gúttó í kvöld? Andskoti held jeg þú yrðir góð að dansa á þessum grænu.“ Og athygli fjelaganna beindist þá að skónum. Alt þurftu þeir að setja út á, líka fallegu skóna hennar, gerða af sjálfri hreppstjóra konunni á Tanganum. En þetta gerði ekkert til, það var víst siður drengjanna í Reykjavík að hrópa að smælingjum. Víst um það, að sinn er siður í landi hverju. Telpan sagði að þetta væru götu- strákar, bara reglulegur skríll, og hún greikkaði sporið, svo Finna átti fullerfitt með að fylgja henni eftir. Maður gengur í veg fyrir þær, einn af þessum fínu. „Má jeg taka mynd af þjer, kona góð?“ spyr hann. „Mynd, hvað?“ át gamalmennið upp eftir honum. Hann hlaut að vera ráðviltur, auminginn, eða hann var að hæða hana eins og götustrákarnir. Heldri menn hög- uðu sjer þó varla eins og götu- strákar. Og fæturnir með hjálp priksins bera gömlu konuna með ótrúlegum hraða heim að húsinu hennar Gunnu, en maðurinn stend- ur eftir og krotar með blýanti í vasabók sína. Gott var til þess að vita, að eiga að leggja af stað heim á morgun. Aldrei mundi hún kunna við sig í þessari Reykjavík, innan um heldri menn og götustráka. Finna gamla á Tanganum er komin heim og gegnir störfum sín- um, hirðir kýrnar, er allra þjónn á heimilinu og öllum trú. Ferðasöguna hefur hún sagt heimilisfólkinu og konunum í kring. Það er ekki laust við, að hún hafi gaman af að rifja upp veru sína á spítalanum, ásamt ýmsu, sem fyrir augu og eyru bar. Húsin í Reykjavík, göturnar, bíl- arnir, mublurnar, hvítklæddu kon- urnar, þessu öllu skýtur upp í huga Finnu gömlu, eins og skrítnu, eld- gömlu ævintýri. Uppi yfir því öllu gnæfir læknirinn hennar, ekki sem venjulegur maður, heldur sem æðri vera. Ætla mætti, að sögunni um Reykjavíkurferð Finnu væri nú lokið. Nei, ónei. Pósturinn er nýkominn. Fólkið á Tanganum situr í baðstofu. Það er nýbúið að kveikja. Finna gamla lúrir í rúminu sínu undir brekáni. Hún hvílir sig eftir fjósaverkin, áður en hún tekur til við kambana. Húsbóndinn blaðar í tímariti. „Nú þykir mjer skörin vera farin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.