Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1952, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1952, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 35 UIVI ORKNEYJAR SÚ VAR tíðin að íslendingar voru kunnugir á Orkneyjum og Hjalt- landi. En langt er nú síðan. Árið 1468 voru eyjar þessar veðsettar Skotakonungi. Þá bjuggu þar nær eingöngu norrænir menn.Veðið var aldrei leyst og eyjarnar féllu undir Skotland og eru nú einn hluti af brezka ríkinu. Síðan hafa engar samgöngur verið milli íslands og eyjanna og svo fyrnast kynni sem fundir. íslendingar þekkja nú mjög lítil til þeirra er þar búa. Og yfir- leitt hafa eyjarnar einangrazt, svo að jafnvel Englendingar þekktu um skeið lítið til þeirra. Er sögð til merkis um það sú saga, að þegar fyrra stríðið hófst hafi brezkur sjó- liði fengið skipun um að fara með járnbrautarlest til Thurso og þaðan með fyrsta áætlunarbíl til Leirvík- ur á Hjaltlandi. Sá, sem gaf út skip- anina vissi ekki að löng sjóleið er frá Thurso til Leirvíkur. í fyrra heimsstríðinu urðu Orkn- eyjar kunnari en áður, vegna þess að Bretar höfðu þá aðal herskipa- lægi sitt í Scapa Flow. í seinna heimsstríðinu varð og Hjaltland kunnugt, því að þar höfðu hinir landflótta Norðmenn bækistöðvar sínar, og þaðan sigldu þeir hvað eftir annað til Noregs til þess að hafa samband við menn þar í landi og til þess að gera Þjóðverjum skráveifur. Þessar samgöngur voru kallaðar „Hjaltlandsvagninn' og hefur David Howarth skrifað um haft í vasa sínum, reis hjer upp til varnar íslenskri tungu. Hann hóf það verk, er Stefán Gunnlaugsson bæarfógeti fullkomnaði seinna, er hann gerði Reykjavík aftur að ís- lenskum stað. ífcnij & *»- —~ þær skemmtilega bók, sem nefnist „The Shetland Bus“. Þar er lýst þessum nýju víkingaferðum Norð- manna. Nú nýlega er komin út bók um Orkneyjar eftir dr. Hugh Marwick, og er það eitt bindi í ritsafni, sem nefnist „The County Books“ eða héraðalýsingar. Dr. Marwick er af norrænum ættum og kunnur fræði- maður og kann góð skil á sögu eyj- anna frá öndverðu. Er margt á þess- ari bók að græða og munu íslend- ingar hafa gaman af að kynnast henni. ■* Norðmenn lögðu undir sig Hjalt- Iand og Orkneyjar um 800, eða máske heldur fyr. Bera örnefni á eyjunum þess vott enn í dag og enn lifa mörg norræn orð á vörum eyjaskeggja. Færeyski fræðimað- urinn dr. Jakob Jakobsson ferðað- ist um eyarnar 1890 og safnaði þá þúsundum norrænna orða úr dag- legu máli á Hjaltlandi. Og á bók Marwicks má sjá að fjöldi nor- rænna orða er enn í daglegu máli Orkneyinga. Af staðarnöfnum, sem hann tekur upp, má telja: Scapa Flow hét Skalpeldsflói, Mainland hét Meginland, Kirkwall hét Kirkjuvágur, Kirbister hét Kirkjubólstaður, Orphir hét Örfiri. Mörg nöfn enda á -ston, en það var áður -staðút' (eða -staðir). Nöfn sem áður enduðu á -garður, hafa nú endinguna -garth, og nöfn sem áður enduðu á -skáli hafa nú endinguna -skaill. í sumum nöfnum kemur fyrir orðið kví eða kvíar. Hafa það verið hjáleigur, sem byggzt háfa þar sem kvíar höfuðbólsins voru áður. Þessi nöfn eru nú orðin af- bökuð, t. d. þýðir nafnið Quoyostray Kvíar eystri. — Braebister þýðir Breiðabólstaður. _ Af öðrum orðum má nefna: nile, negla í bát; noust — naust; ho — há; chaldro — tjald; mire-snipe — mýrasnípa; air — eyri; hog—haug- ur; stron — strönd; swilkie—svelg- ur; aize — eisa; birn — brenna; hass — háls. Veðurfar er karlkennt eins og á íslandi, t. d. hann er kald- ur. Og svo nota menn „at“ eins og íslendingar „að“ í staðinn fyrir enskuna „that“, t. d. „I tellt him at I could no come“ (Ég sagði honum að ég gæti ekki komið). Gamhr þjóðhættir hafa nú fallið í gleymsku á Orkneyjum, en það er furða hve lengi lifðu þar þjóðkvæði og forn ævintýr. Þar geymdist enn fram yfir seinustu aldamót sögnin um Fenju og Menju, sem mólu salt svo að sjór varð saltur (sbr. Grótta- söng). En þar var sagt að þetta væri tvær tröllkonur, sem hétu Grottie Finnie og Grottie Minnie, og stóðu á botni Pettlandsfjarðar við stóra kvörn og mólu þar salt. „Grottie“, sem þarna þýðir tröll- kona, er ekki annað en gamla nor- ræna nafnið Grótti. — Sögnin um Hjaðningavíg lifði þarna á 18. öld því að þá skrifaði George Low upp kvæði sem orkt var út af þeirri sögn og honum var kennt á eynni Foula (sem þýðir Fugley). Darrað- arljóðin, sem orkt voru um orust- una hjá Clontarf (Brjánsbardaga) og tekin eru upp í Njáls sögu, Voru enn til á Orkneyjum á 19. öld (á North Ronaldsay, sem þýðir Rögn- valdsey). Orkneyingar áttu líka sína haug- búa, eins og íslendingar og Norð- menn. Haugbúa kölluðu þeir Hog Boy. Árið 1931 var skrifuð þjóð- saga um haugbúa eftir munnmæl- um þar á eyjunum, svo segja ná að allt fram að þessu hafi fornar þjóðsögur af norrænum (eða kelt- neskur.i) uppruna lifað þar á vör- um manna. -JSÉI « « « « IfEJ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.