Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1952, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
37
ið Polarbjörn, sem færir veiði-
mönnum vistir og flytur heim feng
þeirra.
Andreasen lætur veiðimönnum í
té matföng og húsnæði, auk ó-
keypis ferða, en fær í staðinn 40
hundraðshluta þess sem aflast.
. Sömu reglur gilda um laxveiði-
mennina, sem hingað koma á hans
vegum, en í hópi þeirra eru Yttre-
landsfeðgarnir og Kasper. Laxveið-
ar eru minni nú orðið en áður var
hér um slóðir. Einhver Dani hefir
sagt mér að það sé vegna rányrkju
Norðmanna, sepi þvergirt hafi
hverja sprænu, en sönnur veit ég
engar á því. Laxinn er veiddur
í lagnet við strendurnar og saltað-
ur í tunnur. Ég sé ekki betur en
að þetta, sem þeir kalla lax hér,
sé ekkert annað en stór bleikja og
kemur það vel heim við það, sem
ég hefi áður heyrt að venjulegan
lax væri hvergi að fá á Grænlandi
nema í tveim ám vestanlands. Flest
ir eru fiskarnir frá tveim upp í
fimm pund, en nokkrir stærri og
allir feitir veL — Norðmennirnir
þrír komu hingað 5. ágúst s. 1.
með Polarbirni. Veiðin hefir verið
treg, enn sem komið er. í fyrra
var Yttreland hér við fjórða mann
og söltuðu þeir þá í 40 tunnur, en
brúttóverð aflans var um 25 þúsund
norskar krónur. Verðið á laxinum
mun nú vera um 7 kr. kílóið, eftir
að hann er kominn heim til Nor-
egs. í sumar eru 7 norskir laxveiði-
menn hér við austströndina og gert
er ráð fyrir að 10 veiðimenn muni
nú ætla að hafa hér vetursetu.
ÞAÐ ÞYÐIR EKKI UM
ÞAÐ AÐ RÍFAST
Kristján gamli Yttreland er forn
sæúlfur og stundar alltaf sjó milli
Grænlandsferðanna. Skæðar tung-
ur segja, að hann fari engu síður
hingað til þess að geta drukkið
brennivín, óáreittur af kerlingu
sinni, en til laxveiðanna. Ég hefi
grun um að hvort tveggja muni
valda, því að sjálfur kvað Kristján
það dapran skugga á sínu annars
ágæta hjónabandi, að eiginkona
hans hefði aldrei kunnað að meta
hið aðskiljanlega ágæti þess drykkj
ar, sem brennivín nefnist, og Kasp-
er, sem enga dul dregur á að
Kristjáni þyki fullgott í staupinu,
segir að hann sé slyngasti laxabani
á þessum slóðum. Náttúrlega bölv-
ar hann veiðiskapnum við Græn-
land, þegar haldið er heim á haust-
in, og gefur það dauða og djöfli
að hann flækist þangað nokkurn
tíma framar, en þegar vorar kemur
alltaf einhver ókyrrð yfir hann, og
einhvern daginn kemur hann fyrir-
varalaust heim til kerlu sinnar og
segir: „Ég fer til Grænlands í sum-
ar gamla mín. Það þýðir ekki um
það að rífast. Ég er búinn að tala
við hann Andreasen á Polarbirni
og ráða mig....“
TVEIR FÓSTBRÆÐUR
Sonur Kristjáns, Ivar, er hávax-
inn, fagurlimaður, ljós yfirlitum,
augun gráblá og stór, bassarödd,
framkoman virðuleg og örugg.
Hann er stúdent, les vélfræði á
veturna en safnar hér fé í sumar-
leyfinu. Árið 1946 fór hann fyrst
hingað, þá tvítugur, varð brátt í
hópi heppnustu veiðimannanna, og
keppti seinni veturinn við Mikkel
Grænlending, sem er bjarndýra-
kóngur veiðimanna hér, og hafði
betur. Kasper, sem er gamall
skólabróðir hans og aldavinur,
kann ótal sögur af hetjuskap Ivars
og svaðilförum hans, segir Ivar
karlmenni mikið og er' einlægur
aðdáandi hans. Kasper er fremur
hingað kominn til gamans en