Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1952, Qupperneq 11
w
*
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
39
Mesta eyland heimsins. Hér eru merktir helztu staðirnir, sem Dynjandi kom á.
Það er skemmra frá Danmerkurhöfn til pólsins en til íslands.
eru rétt hjá mér. Þeir segja að
hlýtt sé þar og gott að vera í hvílu-
pokum, en Kristján sefur í kofan-
um. Bátar, tunnur og önnur út-
gerðartæki eru niðri við sjóinn.
Spölkorn ofan brekkunnar, þar
sem kofinn stendur, eru greinileg-
ar leyfar gamallar Eskimóabyggð-
ar, steinar, sem raðað hefir verið
í hringi kring um tjöld og dys er
rétt austan þeirra. Nú eru hér eng-
ir Eskimóar framar, ekkert, sem
vitnar um sögu hinna horfnu kyn-
slóða þeirra, nema þessir steinar.
Eða voru það íslenzkir menn og
konur? Hver veit, nema að hér hafi
einhvern tíma verið töluð íslenzk
tunga, að íslendingar hafi stritað
og strítt, elskað og dáið við þenna
fjörð, að íslenzk bein hvíli undir
þessum steinum? Hver veit? ....
#
„HVAÐ FINNST ÞÉR?“
(Hér langar mig til þess að
skjóta inn ofurlitlum kafla, sem
ekki er í dagbók minni, en ritað-
ur var í bréfi Kaspers Andreasen
til mín í s. 1. októbermánuði. Þar
segir svo):
„Föstudaginn 17. ágúst, ná-
kvæmlega á sama tíma og er ég
sat norður í Grænlandi við að
skrifa bréfið, sem ég bað þig fyrir,
var móðir mín stödd inni í borð-
stofu heima. Allt í einu fannst
henni að einhver væri kominn inn
í stofuna, og er hún leit við var
ég kominn þar, klæddur hversdags-
fatnaði flugliða. Ég hvarf henni
svo. Nú viSsi móðir mín ekki bet-
ur en að ég hefði skilið eftir heima
gamla einkennisbúninginn minn
og vegna þess að bróðir minn er
einnig í flughernum kom henni í
hug, að e. t. v. hefði getað verið
um missýning að ræða, hann hefði
verið þarna en ekki ég. Hún hljóp
því til föður míns og sagði við
hann: „Ég sá annan hvorn drengj-
anna okkar hérna inni í borðstofu
áðan.“ Hringt var nú til bróður
míns, því að móðir mín óttaðist
að eitthvað hefði komið fyrir hann,
en svo var ekki. Var nú leitað í
fataskáp mínum og kom þá í ljós,
að einkennisbúningurinn gamli var
ekki þar, eins og ráð hafði verið
gert fyrir, enda var ég í honum,
þegar við hittumst á Grænlandi.
Móðir mín, sem var hrædd um
að ég hefði orðið fyrir slysi, hafði
orð á þessu við ýmsa og leið henni
mjög illa vegna þessa, unz bréfið
barst, en þá áttaði hún sig á, að
það hafði verið skrifað á sama
tíma og þeim, sem hún sá þessa
sýn. — Nú er ég ekki hjátrúarfull-
ur, en samt þykir mér þetta und-
arlegt. Hvað finnst þér?“
Hér lýkur þessum bréfkafla, og
verð ég að taka undir þau orð
Andreasens, að mér þykir þetta
a. m. k. einkennileg tilviljun, sem
engin ástæða er til að efast um
að réttlega sé greind.