Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1952, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1952, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 289 i i i Klettabásinn þar sem bryggjan á að vera. — Byngurinn í miðjum básnum er gróðurmold úr túninu, sem bylt hefur verið fram af kiettunum. heimili, og er það þá fyrsta elli- heimilið hér á landi. Þarna var eng- inn læknir og engin hjúkrunar- gögn, og vistmennirnir voru held- ur ekki sjúklingar í þess orðs merk- ingu, hfeldur fátæk og vinalaus gamalmenni. Þegar Skúli Magnússon fekk Viðey til ábúðar og reisti Viðey- arstofu, þótti spítalanum þar of- aukið og var þá talað um að flytja hann inn í Þerney. Skúli var á móti því. Hann sagði að húsakvnni í Þerney væri óhæf fyrir slíka stofnun og þyrfti því að reisa þar nýtt hús handa vistmönnum. Auk þess þyrfti þá að reisa þar kirkju, því að Þerneyarkirkja var þá lögð niður. Út af þessu lagði hann til að spítalinn yrði fluttur að Gufu- nesi, því að þar væri sæmileg húsa- kynni og þar væri kirkja. Þá lagði hann og til að jörðin Eiði yrði sameinuð Gufunesi og spítalinn hefði allar nytjar hennar nema hvað þar yrði hagaganga fyrir fén- að þann, er ætlaður væri fálkum konungs til fóðurs. ___, Stjórnin felst á þessa uppástungu og var gefin út konungleg tilskip- un 17. apríl 1757 um það að Gufu- nes og Eiði skyldi leggjast til spítalans. Var svo spítalinn flutt- ur úr Viðey til Gufuness. í héraðslýsingu Skúla fógeta segir svo um spítalann: Jörðin Gufunes ásamt Eiði er eign spítal- ans. Undir hana hggur Geldinga- nes, þar sem þeim kvikfénaði er haldið, sem notaður er fálkum kon- ungs til fóðurs. Síðan um siðaskipti heíir Gufunesspítali getað kallazt konungleg stofnun. Þar er séð fyr- ir 6 körlum og jafn mörgum kon- um, 12 alls, sem eru fátækir, vina- lausir, aldraðir og hrumir, en hafa áður búið á einhverri konungsjörð. Kostnaður við spítalann, fyrir utan kvaðir þær eða dagslætti, semhann nýtur, nemur nálægt 120 rdl., sem færðir eru til útgjalda í reikningi jarðabókarsjóðs.----- Um þær mundir voru flestir bændur í Gullbringu og Kjósar- sýslu skyldaðir til að inna af hendi 2 dagsverk um heyskapartímann. Dagsverk þessi voru aíls 148 og af þeim komu 77 í hlut Gufunesspít- ala, en hin 71 í hlut Bessastaða og Viðeyar. Árið 1791 leggur Ólafur Stefáns- son stiftamtmaður til við stjórn- ina, að Gufunesspítali veroi lagð- ur niður, og jarðirnar Eiði og Gufunes verði leigðar ásamt kú-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.