Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1952, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1952, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 207 NYI TSMIMM 1 TYRKLAIMD AIM BYLTBIMGAR ER ÞAR KOMEIM LYÐRÆÐ&SSTJÖRM í STAD EIIMRÆDBS TYRKLAND hefur sýnt alheimi að hægt er að brevta þjóðskipulagi án byltingar. Það er eina landið í heimi, sem hefur horfið frá ein- ræði til lvðræðis á friðsaman hátt og hefur þar með afsannað þá kenn- ingu, að einræði verði ekki steypt af stóli nema með byltingu eða utanað komandi valdbeitingu. Það hefur sýnt, að þegar einræðið hef- ur runnið skeið sitt á enda, þegar þjóðin er búin að fá nóg af því, þá getur þjóðin sjálf tekiðd taumana og komið á hjá sér lýðræði, tekið siálf við því vaidi, er hún hafði áður veitt einstökum mönnum. En þetta er því aðeins hægt, að vald- hafarnir beygi sig fyrir þjóðarvilj- anum og viðurkenni að völd sín hafi þeir fengið frá þióðinni og sér beri að skila þeim í hendur hennar, þegar hún krefst þess. Þetta hefur gerzt í Tyrklandi og er til fyrir- mvndar. Breyting þessi kom ekki í einni svinan, enda þótt hún gerðist á ótrúlega stuttum tíma. Árið 1945, þegar heimsstvrjöldinni var lokið og Tyrkland gerðist aðilji að banda lagi hinna sameinuðu þióða, var myndaður þar í landi fyrsti stjórn- arandstöðu-flokkur. Hann nefndi sig lýðræðisflokk. Áður hafði að- eins verið einn stjórnmálaflokkur í landinu, lýðveldisflokkurinn. Á árunum 1945—50 efldist þessi nýi flokkur óðfluga og þá urðu ýmsar mikilsverðar framfarir í landinu. Fram að því hafði stjórn- in ráðið yfir öllum blaðakosti lands ins, en nú var það eftirlit afnumið og prentfrelsi lögleitt. Um sömu mundir var og lögleiddur almennur og jafn kosningaréttur- Svo komu kosningarnar 14. maí 1950 og með vfirgnæfandi meiri hluta felldi þjóðin þá það stjórnarfyrirkomu- lag, sem hún hafði búið við um 25 ára skeið. Völdin voru lögð í hend- ur hinum unga lýðræðisflokki og kom það öllum á óvart hve mikið fylgi hann hafði hlotið. Síðan hafa nýir menn stjórnað Tyrklandi í nýum anda. Allt við- horf er breytt. Afstaða almennings til stjórnarinnar og embættis- manna er breytt. Afstaða verka- manna til vinnuveitenda er breytt. Almenningur veit nú hvaða vald hann hefur fengið með kosninga- réttinum, og valdhafarnir vita vel hverjar skyldur á þeim hvíla og hverja ábvrgð þeir bera gagnvart almenningi. Nú eru menn ekki lengur hrædd- ir við að láta skoðanir sínar í ljós opinberlega og gagnrýna stjórnina fyrir það, sem þeim þykir miður fara. Og valdhafarnir telja bað ekki neina goðgá lengur að slík gagn- rýni komi fram. Það er ekki lengur refsivert þar í landi að hugsa og tala eins og frjáls maður. Helztu mennirnir, sem nú stjórna Tyrklandi eru þeir Mahmut Celal Bavar, forseti lýðveldisins og for- maður lýðræðisflokksins, Adnan Menderes forsætisráðherra og Fuat Koprulo utanríkisráðherra. Celal Bayar forseti er nú 67 ára að aldri og hann á langa stjórn- málasögu að baki sér. Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið 1907 sem þingmaður í seinasta þinginu sem sat á dögum soldánsins. Hann var ákveðinn fylgismaður Kemals Ata- turk í frelsisstríðinu og hann sat á fyrsta þingi sem haldið var undir hinni nýu stjórn. Hann varð við- skiftamálaráðherra og síðan for- stjóri helzta bankans í hinu nýa ríki. Að lokum varð hann forsætis- ráðherra í seinustu stjórn Kemals. Svo fell Kemal frá og Ismet In- onu tók við völdum. Og árið 1945 sagði Bayar sig úr lýðveldisflokkn- um, sem hann hafði verið í frá stofnun, og stofnaði sjálfur flokk, lýðræðisflokkinn. — Þessi flokkur sigraði svo fyrir tveimur árum, eins og áður er sagt, og viku seinna var Bayar orðinn forseti í stað Ismet Inonu, svæsnasta andstæðings síns- Adnan Menderes, sem myndaði fyrstu lýðræðisstjórnina, er 52 ára að aldri. Hann er af ættum auðugra landeigenda. Hann er góðlátlegur maður í fasi, en ákaflega einbeittur og starfshæfur, og segja þeir, sem þekkja hann bezt, að hann sé að minnsta kosti jafnoki Kemals Ata- turk. Hann lætur sér mjög annt um bændastéttina og hefur bætt hag hennar mjög, en hefur þó stærri fyrirætlanir um það á prjónunum. Honum er það ijyllilega ljóst að „bóndi er bústólpi, bú er land- stólpi“. Fuat Koprulu utanríkisráðherra var áður háskólaprófessor. Hann er af gömlum aðalsættum og margir af forfeðrum hans voru ráðgjafar hjá soldánunum. Hann er víðfræg- ur sagnfræðingur og hefur fyrir það verið gerður að heiðursdoktor við háskólana í París, Heidelberg og Aþenu. Eftir hann liggja rúm- lega 20 bækur um sögu Tyrklands

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.