Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1953, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1953, Blaðsíða 3
að íá gott hey. Hann ætlast til þess að lambanna sé gætt allt sumarið, eins og ánna, svo að tófur og rán- fuglar grandi þeim ekki, og til þess þurfi að hlaða skjólgarða fyrir þau í Vatnstöngunum og Rauð- hólum. Víðar er þess getið, að kynblend- ingslömbin hafi ekki verið jafn- hraust og lömb af íslenzkum fjár- stofni. Var það t. d. almælt að þau væri svo „lingerð að uppklekja þyrfti við varma í kakalofns-hús- um“. ' Magnús Gíslason amtmaður seg- ist hafa farið að skoða fjárbúið 1760 og sér hafi litist mjög vel á það. Hefir Hróbjartur þá um leið komið á framfæri við hann tillög- um sínum, þeim er getið er hér 9,ð framan og hefir amtmaður fall- izt á að nauðsynlegt væri að koma þar upp fleiri fjárhúsum og gefið Hróbjarti leyfi til þess að taka út timbur hjá versluninni í Reykja- vík. í bréfi frá Rentukammeri til amtmanns, segir að ekkert sé á móti því að reist sé 4 fjárhús á Elliðavatni „í íslenzkum stíl, en með sem minnstum kostnaði“. Á bréfinu má sjá, að það hefir aður verið ákveðið að leggja jörð- ma Hólm til fjárbúsins, sjálfsagt vegna þeirra húsa, sem þar voru, því að nú telur Rentukammer ó- þarít að sameina jarðirnar þegar þessi nýu fjárhús. komi á Elliða- vatni. Þá felst Rentukammerið einnig á að láta Hróbjart fá smala og aðstoðarmann, sem fái Í3 rdl. á ári í kaup og ávísar svo öllum þessum kostnaði til greiðslu úr „kóngsins kassa“ hjá landfógeta. t- Þá er og í þcssu bréfi stungið upp á því, að bændum sé gefinn kostur á að kaupa lambhrúla af V'bújjiu þá um haustið til kynbóta hjf sér- Ennfremur segir að Hast- fer haíi vérið íalið að ríta bækling, LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 127 með leiðbeiningum fyrir bændur um það hvernig þeir skuli haga kynbótum, verði hann prentaður á íslenzku og sendur með vorskipun- um 1761 og sýslumönnum falið að dreifa honum meðal bænda. Allt miði þetta að því að fjárkynbætur komist á sem víðast, landi og þjóð til gagns. 4*) i* Haustið 1759 íór Hróbjartur til Kaupmannahafnar með Hastfer til þess að leita sér lækninga. Dvöld- ust þeir þar um veturinn. I bréfi írá Rentukammeri, sem dagsett er 1. maí um vorið, má sjá, að Hastfer hefur þá enn verið í peningakrögg- um og hefir leitað ásjár konungs. Hafa honum þá verið gefnir 300 ríkisdalir úr konungs fjárhirslu, en Hróbjarti eru lánaðir 50 dalir svo að hann geti keypt sér föt og ýmis- legt annað, og hefir landfógeta ver- ið falið að draga það af kaupi hans á því ári. Meðan þeir voru utan hafði Ólafur Stefánsson amtmaður séð um búið að Elliðavatni, en Hró- bjartur tók algerlega við því er hann kom heim. Stóð búið þá með blóma. Voru allir erlendu hrútarn- ir lifandi, 9 að tölu, en á búinu voru 227 kindur af blönduðu kyni og 127 ær af íslenzku kyni. Var þá íarinn að vakna mikill áhugi fyrir kynbótum sauðfjárins, og studdu ráðandi menn mjög’ að því með for- tölum sínum, svo sem Magnús Gíslason amtmaður. Svo mætti virðast að nú hefði verið sigur unninn á öllum byrj- unarörðugleikum og búið gelu tek- ið jöfnum og cðlilegum framförum með þcim stofni, sem fenginn var. Það átti nú alhnargt fullræktað fé (alblendinga af 3. ættlið) og átti því smáin saman að geta látið bændur íá alblendingshrúta til undaneidis. En Hastfer var ekki an^egður með holsteinska fjárstofninn. Hann hafði miklu meiri trú á ensku fé til kynbóta. Og svo sendi hann hingað 7 enska hrúta * Einn þeirra drapst á leiðinni og annar kom veikur á land. Vissu menn ekki hvað að þeim gekk, hafa ef til vill haldið að þeir hafi veikzt af íerða- volkinu. En með þesgum hrútum kom sú sending til landsins, er nær hafði riðið íslenzkum landbúnaöi að fullu og gert landið óbyggilegt með öllu. Það var fjárkláðinn. Tilraun- in að bæta hið íslenzka sauðfjár- kyn og gera landbúnaðinn arðvæn- legri, tilraun, sem þcgar virtist ætla að bera góðan árangur, leiddi nú skyndilega til fordæmingar fyr- ir þann atvinnuveg, sem hún átti að hjálpa. ÍTiK ~ Ensku hrútunum var hleypt sam- an við féð á Elliðavatni og hafa þeir smitað það þá um sumarið. En um haustið voru undaneldis hrútar sendir þaðan út um allar sveitir og þannig dreifðist kláo- inn víðs vega á ótrúlega stuttum tíma. í ýmsum heimildum er þvi Ivst hvernig veikin hagaði sér og þó einna nákvæmast í Árbókum Esphólíns. Segir þar svo: ..Haföi hún ýmislegt atferli á sauðfé, kom út á sumum með þurrum kláða, vosum og skurfum, þurfti þá að klippa af ullina. En á öðru kom bleytusuddi um herðakambinn og svo hrygg og síður, í gegn um ullina, til þess cr ullarkápan losn- aði af hörundinu í cinu og var eítir kvikau vot. Yar sú miklu verri og hættulegri en hin. Á sumum kom mest í fæturnar með bjúg og bóigu, svo klaufir leysti af. Var það ve- st * Skúli Magnússon segir i Lýsinsn Cfullbringusýslu, að hrútar -þessir hafi ' trið keptir -h]á kynþotastoínuuiiini i Eidersted í Holtset^fandi._____

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.