Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1953, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1953, Blaðsíða 10
'* LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1.14 ásamt baunum og grænmeti og kryddað með kúmen. Þar voru eld- rauðir cgg-ávextir, úttroðnir með akurhænukjöti og soðnir í við- smjöri. Þar var súrmjólk (yog- hurtj, rteikt akurhæns og geit- ostur. Og að lokum voru bornar fram melónur, sem kældar höfðu verið í ánni. — Ég verð að biðja ykkur að af- saka hve fátæklega var á borð borið, mælti Malek er við risum á fætur. Við vissum ekki glöggt hvenær þið munduð koma og gát- um því ekki búið okkur undir að fagna vkkur sem skyldi. í sarna bili komu þar tveir menn og roguðust með fjóra steingeitar- hausa og voru hornin allt að meter á lengd. Þeir lögðu niður hausana og hneigðu sig fyrir Naser Khan, en hann þáði hornin og hrósaði veiðimönnunum. Þeir urðu glaðir við og fóru með hausana. — Þetta er gamall siður, sagði Habib við okkur. Þegar einhver veiðir klettahafur þá kemur hann með hausinn svo höfðinginn fái að sjá hann, en helmingurinn af kjöt- inu fer í vistabúr höfðingjans. ARMUR LAGANNA — Það er bezt fyrir ykkur að ganga snemma til hvíldar, sagði höfðinginn við okkur, því að við förum á veiðar með birtu, og ef þið viljið vera með, þá er okkur sönn ánægja að því. Um miðnætti vorum við vakin. Hátt settur foringi í íranska hern- um var kominn og vildi finna okk- ur. Hann hafði fengið skeyti frá herstöðvunum í Shiraz og í því stóð: — Tveir útlendingar hafa farið inn í Kashgai-land. Þetta er lög- brot. Rannsakið málið þegar. Ef þeir hafa ekki vegabréf frá innan- ríkisráðuneytinu og foringja leyni- lögreglunnar, þá á að taka þá fasta og flytja úr landi. — — Hver gaf út vegabréfin okkar? hvíslaði Jean skelkuð. — Ég veit það ekki, sagði ég. Ég get ekki lesið það. Biddu nú fyrir okkur. Syfjaður þjónn kom með Ijósker og herforinginn fór að rýna í rauðu vegabréfin okkar. Hann var fyrst þungur á svip, en svo- var sem hon- um létti. — Þetta er allt í lagi, sagði hann. Afsakið ónæðið. í þessu kom Malek Mansur og herforinginn sagði honum sögu sína. Hann hafði fengið skeytið um kvöldið og til þess að hlýða skipun hafði hann fyrst ekið 60 mílur í jeppa og síðan farið ríðandi 13 mílur í kolsvarta myrkri. Tveimur klukkustundum seinna gátum við lagzt til svefns aftur, en nóttin varð allt of stutt. Við vorum vakin og morgun- verður var þá til — te, egg, gróft brauð og ávextir. Þegar við byrj- uðum að snæða kom þjónn með bláa krús og setti fyrir okkur. Og þegar ég opnaði hana sá ég að í henni voru styrjuhrogn. Habib hló dátt þegar hann sá hvað ég varð hissa. — Þér sögðuð Malek frá því í Teheran í fyrra að yður þætti ír- önsk styrjuhrogn eitthvert mesta sælgæti og þér vilduð helzt borða þau á hverjum morgni, sagði Habib. Okkur langar til að upp- fylla allar óskir gesta okkar, og sérstakur maður var sendur frá Teheran með hrogn. Hann varð okkur samferða. Hrognin voru í ískassanum. Og um hálfs mánaðar skeið feng -um við styrjuhrogn í morgunmat. Jean ætlaði ekki að þora að bragða þau í fyrstu, en þegar hún komst á átið þóttu henni þau hið mesta lostæti. HÆFNIR SKOTMENN Þegar Kashgai-menn fara á veið- ar, þá hafa þeir ekki með sér nesti, heldur flytja þeir með sér híbýli sín og alla búslóð. Um leið og morgunverði var lok- ið voru öll tjöld felld, bundin í bagga og látin á asna og úlfalda. Allt annað var sett í klyfjar og löng lest lagði á stað yfir dalinn og fóru þjónar með hana. Bornir voru fram enskir og belg- iskir rifflar og var hver þeirra konungsgersemi.Við máttum velja. — Við viljum eiga góð vopti, sagði Nasser Khan. Kashgai maður skilur byssuna sína sjaldan við sig. Hjá okkur er málsháttur á þessa leið: Hafðu byssuna þína alltaf handbæra, en láttu konuna geyma peningana. Sá, sem fylgir þessu heilræði, kemst sjaldan í vanda. Við stigum nú á bak arabiskum gæðingum og hleyptum á eftir lestinni. Um tuttugu veiðimenn voru í hópnum og hverjum manni fylgdi þjónn, sem reiddi byssuna hans. Við Jean fengum líka sh'ka þjóna. Kashgai-menn eru framúrskar- andi hestamenn og þeim þykir vænt um reiðskjótana sína. Þeir struku þeim blíðlega um háls og makka og snoppu áður en þeir stigu á'bak og heldu léttilega í taumana. Þetta er einkennilegt þar sem Austurlandabúar eru ekki neinir dýravinir og fara ekki vel með skepnur. Um miðjan morgun vorum við komin í nær 10.000 feta hæð. Þar var grýtt og aðeins á stöku stað sáust grastoddar og smárunnar. Nú fórum við að heyra í akurhænun- um. Við staðnæmdumst og ég bjóst til að stíga af baki, en Malek Man- sur stöðvaði mig. — Við ætlum að sýna ykkur hvernig Kashgai-menn fara að því að veiða, sagði hann. Það er bezt að þið hjónin haldið hér kyrru fyrir á hestbaki. Vopnaðir menn riðu nú á skokki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.