Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1953, Blaðsíða 16
140
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
*
EISENIIOWER, CHURCHILL OG STALIN. Fyrir nokkru lýsti Eisenhower forseti yfir því, að hann vildi að Bandarikin
segðu upp leynisamningum þeim er þeir Roosevelt, Churchill og Stalin gerðu á sínum tíma í Yalta. Hann kvaðst þess
einnig fús að ræða við Staiin um öll helztu ágreiningsmál Vesturveldanna og Sovétríkjanna. En úr því getur ekkert
orðið, því að nú er Stalin úr sögunni. Enginn getur gizkað á hvernig stjórnarforustan í Rússlandi verður í náinni fram-
tíð. Þár er alit í óvissu.
Ófrýnilegur kálfur.
Það bar til í Eyafirði (1770) á bæ
þeim, sem Gilsá heitir þann 29. augusti:
Átti ein kýr siðvanalega einn kálf í
meðallagi stóran. Daginn eftir gekk
hún úti á jörðu með venjulegum
hraustieika, en þá á leið daginn, tók
kýrin aftur sótt, og þá varð fólk þess
víst, að afturfætur annars kálfs komu
í ljós. Nú gat kýrin ei komizt frá burð-
inum. Komu þá til 3 menn að draga
kálfinn frá kúnni, en það gilti ekki.
Féll svo bóndinn upp á að binda reipi
um afturfætur þessa kálfs og setja þar
fyrir hest, en 3 menn heldu kúnni á
meðan. Dró svo hesturinn þetta dauða
fóstur frá kúnni, en þá það kom í ljós,
hafði það 4 framfætur, 2 höfuð, nefni-
lega tarfshöfuð og kvíguhöfuð, tvo
hálsa, 2 brjóst, 2 hjörtu, 2 lifrar, 2
lungu en þó ekki nema einn maga,
svo sem allur afturpartur skepnunnar
var rétt almennilegur. Það artugasta
var, að höfuðin sneru hvert í móti
öðru eins og þessir vanskapningar
föðmuðu hver annan í móðurlífi. Kýr-
in lifir og mjólkar 10 merkur í mál.
— (Ketilsstaðaannáll).
Um Helga magra.
í bréfi til séra Jóns Bjarnasonar í
maí 1890, segir Matthías Jochumsson
svo frá: — Ég hefi annir þessa daga
sem hæsta ráð og kanzlari Helga
magra. Það er verið að æfa leikinn
(sem þarf yfir 20 leikendur). Mikið af
stappinu lendir á mér, og ég er nú allt
í einu ker sett til heiðurs — þangað
til það sama ker ef til vill fær þá
metamorphose, að koma íram undan
skörinni sem .... gagn. Leikurinn er
prentaður, en með afarkostum fyrir
mig. Sigfús lagði út fyrir prentun og
áskildi sér öll umráð til miðsumars.
Leikurinn þykir laus í sér, en skemmti-
legur og forn í stíl og anda og þó
móralskur..... Seinna segir hann i
bréfi til sama: — Gestur og ísafoidar-
Björn rífa niður Helga magra eins og
ídíótar og ódrengir. Mér líkar ekki
stykkið, en á scenu er það gull og forn-
aldarlegt í anda.
KOLALÖMB
Fram um miðja seinustu öld, eða
lengur, fengu Eyfirðingar að fella skóg
í Fnjóskadal og gera til kola, eða þeir
keyptu kol af Fnjóskdælingum. Var
þetta greitt með lambsfóðrum og á
hverju hausti gengu lambarekstrar úr
Fnjóskadal inn í Eyjafjörð og voru það
kölluð kolalömb.