Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1953næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1953, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1953, Blaðsíða 6
írín 'vl’í’ Þ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þar eru ekki settar á nema 65 ær" * MIARGLITTDR Ekki er nú vitað hvenær búið hefir flosnað alveg upp, eða AI- menna verslunarfélagið hefir á- kveðið að leggja það niður, en frá tardögum 1769 var Hróbjarti byggt út af Elliðavatni. Tók hann þá við forstjórn spítalans í Gufunesi og var þar til 1781. Bjó hann síðan í ýmsum stöðum, en lézt úr brjóst- veiki í Norðurkoti í Melahverfi 1793. Fjárbúið á Elliðavatni hefði get- að orðið lyftistöng fyrir ullarverk- smiðjurnar, ef vel hefði til tekizt, ■ því að með aukinni ullarfram-* leiðslu og betri ull, var hagur þeirra betur tryggður. En nú fór svo, að fjárbúið átti ekki minstan þátt í hinum sorglegu örlögum verksmiðjanna í Revkjavík. Kláða- ullin var óhæf til dúkagerðar og bændur gátu ekki notað hana til heimilistóskapar heldur- Rak brátt að því, að bændur sjálfa skorti bæði ull og skinn í skófatnað, og þá var ekki von að verksmiðjurnar gæti fengið ull. Og svo kom niður- skurðurinn, sem fyrirskipaður var 1772. Örvílnan og vonleysi hertók þjóðina og hún fylltist magnlausri gremju gegn þeim, er leitt höfðu þetta böl yfir hana. Bitnaði það á Hróbjarti, þannig að hann var upp- nefndur „Hrútabarón“ í svívirð- ingaskyni, og bar hann þó enga ábyrgð á þessu. Reynslan af innflutningi hins út- lenda sauðfjár varð dýrari en töl- um taki. Þó er svo að sjá sem þjóð- in hafi lítið lært af henni. Á. Ó. „MARGT er j.llt í sæ“, kvað Björn Hít- daelakappi í Grámagaflími, og sannast það meðal annars á marglittu tegund þeirri, sem iiefnd er „portúgalska gal- eiðan". Marglittur þessar eru eins og aflangur belgur, 20—30 sentimetrar á lengd. Er belgur þessi holur innan og fvlltur gasefni, svo að marglitturnar fljóta og standa um 7 sentimetra upp úr sjó. Eru þær rósrauðar á litinn og s!ær stundum á þær blnum blæ. Niður úr öðrum enda þeirra liggja óteljandi þræðir og geta þeir lengstu orðið nokkrir metrar á lengd. Marglitturnar berast fremur með víndi en straumi og dragast þá þessir þræðir á eftir þeim líkt og veiðinet. Og veiðinet er þetta, því með þráðunum hremma þær smáfiska og draga þá að sér. Á þráðunum eru háríínar pípunálar, er spú eitri, er brennir og lamar bráð þeirra. Hver marglitta er mörg samanvaxin kvikindi og á þeim eru ótal munnar, þótt maginn sé aðeins einn. Þegar þær hafa náð í fisk og dregið hann að sér, sameinast margir munnar um að eta hann og er honum ekki sleppt fyr en beinagrindin er ein eftir. Marglittur þessar eru kallaðar portú- galskar galeiður vegna þes? hve mikið er af þeim út af ströndum Portúgals. Sjórinn er stundum þakinn af þeim á stórum svæðum og virðist rauður til- sýndar. Það er ekki gott fyrir menn að kom- ast í kast við þessar marglittur, því að þær brenna illilega þótt aðeins sé kom- ið við þær. En ef einhver er að synda í sjó og flækist í veiðineti marglittu, þá má hann þakka fyrir ef hann slepp- ur lifandi úr þeim fangbrögðum, en verður þó að liggja mánuðum saman í sjúkrahúsi. Menn vita enn ekki hvaða eitur það er, sem marglitturnar framleiða. Senni- legast er talið að það sé margar eitur- tegundir samblandaðar og svo sterkar að bruninn undan þeim lamar þegar taugakerfi þeirra, sem fyrir verða. Laxveiðimaður vildi ekki láta rengja sig um það hvað hann drægi stóra laxa og keypti sér því vog, til þess að vega þá jafnharðan að öðrum ásjáandi. Svo eignaðist konan hans barn og ljós- móðirin greip vogina til þess að vega það. Barnið vóg 47 pund.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3898
Tungumál:
Árgangar:
84
Fjöldi tölublaða/hefta:
4069
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1925-2009
Myndað til:
17.10.2009
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Greinar um menningarmál, bókmenntir
Styrktaraðili:
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 9. tölublað (08.03.1953)
https://timarit.is/issue/240745

Tengja á þessa síðu: 130
https://timarit.is/page/3280820

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

9. tölublað (08.03.1953)

Aðgerðir: