Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1953, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1953, Blaðsíða 5
- LESBÓK MORGUNELAÐSINS 129 farið ver, þar til ég er nú orðinn hálfhræddur um sjálfan mig af daglegri umgengni, og líka að mestu leyti uppgefinn". Segist hann hafa góða samvizku út af öllu nema því að hann skyldi ekki hafa fargað fleira fé um haustið, en sér hafi blöskrað að skera það niður, þar sem enginn vildi gefa hálfvirði fyrir það. Nú sé eftir 60 ær, 6 hrútar og 30 lömb. Fullorðna íéð sé nú orðið svo aðþrengt, „ao mér þykír örvænt að nokkur skepna lifi til þess að fortæra þær seinustu heytuggur". Lömbin sé skárri, flestöll kláðalítil. „Einn hrútur cr hér fyrir stuttu dauður úr sama sjúkleika og önnur kýrin fekk“. Segist hann svo vona að hægt verði að reka snemma á af- rétt um vorið, ef eitthvað tóri þá, „því ég held varla batavon héðan af, cf ekki á þann máta, og þá væri rcynt að fuhu, en í vor þarf hvoi'ki eftir að bíða ullu né lömbum“. Letla var seinasta árið, sem kon- ungur átti fjárbúið að Elliðavatni- Sumarið eftir var jörð og bú af- hent Almenna verslunarfélagiuu, ^samt iðnstofnunum í Reykjavík. Fjárbúinu var þó haldið áfram um sinn og Hróbjartur ráðinn forstjón þcss. Er geymdur í Þjóðskjala- safni samningur sem stjórn Al- menna verslunarfélagsins gerði við hann 19. sept. 1764. Segir þar að félagsstjórnin hafi ráðið „Mons, Robertus Sivertsen“ forstjóra „Compagniets Schæfferi paa Vatne“ með eftirfarandi skilmál- um: 1. Hann á að kosta kapps um að efla og bæta fjárbúið, auka fjár- stofninn og sjá um hirðingu hans án allrar vanrækslu. Ef eitthvað drepst af fénu fyrir handvömm eða lélega fóðrun, á hann að borga það. ^ 2. Hann ser um að lialda vel við öllum húsum á jörðinni, en þó á félagsins kostnað. Hann sér um að öll hirðing fjárins fari fram á rétt- um tímum, og til þess skal hann hafa duglegt fólk, 4 vetrarmenn og 4 vinnukonur. Þegar þetta fólk hefir ekki nóg að gera, skal það vinna hjá verksmiðjunum í Reykjavík eða annars staðar, svo sem á vertíðinni og um heyskapar- tímann, en aftur á móti leggja verksmiðjurnar honum til vinnu- afl þegar þörf gerist. Aulc þcsr. skal hann hafa sína eigin vinnu- konu og ungling, sem gælir fjár- ins við stekkinn, og smala, en hann er á vegum félagsins. 3. Hann skal sjá um að allt sem gera þarf sé gert á réttum tíma og með sem minnstum kostnaði, og hann skal ráðfæra sig við stjorn- ina og fá fyrirmæli hennar um allt, sem fyrir kann að koma. 4. Hann fær ókeypis sumarbeit fyrir 6—8 kýr, en á vetrum má hann ekki hafa nema 2 kýr á fóor- um og greiðir fyrir það 4 fjórð- unga smjörs til landfógetans. Tvo hesta verður hann að hafa, annan fyrir heimilið og hinn handa stnal- anum, en hesta verksmiðjanna get- ur hann fengið ókeypis lánaða þeg- ar þurfa þykir. Fyrir þctta á hann að hafa í kaup 40 rdl á ári, en þegar fénu á Vatni liefir fjölgað upp í 200 fær hami 20 rdl. í viðbót og siðan 20 rdi. fyrir livert hundrað scm íénu fjölgar. Þannig eru þá kjörin ojf hafa þau stórum versnað, því að áður hafði Hróbjartur 100 rdl. laun hjá konungi. Og varla mundu þetta þykja boðieg forstjóralaun nú, að breyttu breytanda. Það vill svo til að framíærslukostnaður frá þeim árutn er til samanburðar. Á lausu blaði, ódagsettu, cr í safninu úl- reikningur á því livað það muni kosta- fjárbuið á Vatni að halda tvo yinnumenn ú ári. Er þar farið eftir verðlagi í landinu og fram- færslukostnaði íólks á Bessastöð- um og í Viðey. Er þar tínt til hvað þessir tveir menn þurfi til fæðis, klæða, skóleðurs, ásamt kaupi, og verða það rúmlega 40 rdl., eða rúmlega 20 rdl. á hvorn. En forstjórinn, sem á að bera á- byrgð á vanhöldum búsins, íær ekki nema 40 rdl. á ári. Nú íer að íækka um heimildir viðvíkjandi fjárbúinu á Vatni. Ei't- ir cr þó eitt bréf frá Hróbjarti til Skúla Magnússonar landfógeta. Er þaö dagsett 15. okt. 1764. Það er á þessa leið: „Eftir yðar tilskrifi sendi ég nú með 1 lambhrút af Sehæfferiets fé upp drifinn í 3- gen. Ilann má ég vel missa, þar ég hefi 4 tilbaka mcð einum framandi til 65 ær. Illcssa er ég af henni tófu. Hún tók í iyrri nótt eina á í 2. gcn. í stað hverrar ég hefði heldur viljað missa 2 aðrar. Þegar ekkert amaði annað, gat hún ekki látið vera hlutlaust. Ekki get ég sent með reiturnar af því, sem fargast, en vil heldur betala eitir sem áskilið verður. Þær cru alloft illa út- leiknar. Ekki vcrður nú vart við kláð- ann og kindur í bezta standi. Þar verður ci að gert þótt refurinn hlaupi að um nætur, en ég geng nauðugur tii að hýsa meðan gott er veður, því bæði þreytist féð og þjáist af löngum rekstri heim til bæar. O, að bcitarliús væri upp komið“. Utan á bréfið cr skrifað: „Vitnis- burður þess unga hrúts, með lukkuósk að út af honum lifni margir hans líkar .... Hann heiir síðan í liaust setið sem metfé á- samt sínum bræðrum við heyborð, og þarf hins sama framvegis“. A bréfi þessu má sjá hvernig hagur fjarbúsins er þetta haust,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.