Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1953, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1953, Blaðsíða 9
Kashg'ai-veiðimenn þeysandi á gæðing- uni sínum skjóta fugla á flugi þjónar. Annar þeirra bar riffla og kassa af Coca-Cola, en hinn bar ískassa og vissum við ekki hvað í lionum var geymt. Við flugum til Isfahan. Þar voru nokkrir menn komnir til móts við okkur með jeppa og herflutninga- bíl. Farangrinum var raðað á stóra bílinn, en við settumst inn í jepp- ann, og svo var lagt á stað til Shah- riza, en þangað eru 50 mílur. Hjá hverju þorpi á leiðinni voru verðir sem stöðvuðu okkur, en þegar þeir sáu vegabréf okkar, kvöddu þeir að hermannasið og leyfðu okkur að halda áfram. Hjá Shahriza forum við út af aðalþjöðvegínurn og fórum inn á mjóan veg', sem bratt varð mesti tröllavegur. Þar sem þenna veg þraut höfðu nokkrar fjölskyldur Kashgai-manna slegið tjöldum og settumst við að hjá þeim. Tjöld þeirra eru ofin úr svörtu geitar- hári. Okkur var boðið inn i tjöldin og’ þar fengum við hrisgrjón og' lambakjöt steikt á steini. Morgun- inn eftir lögðum við á stað ríðandi á hestum og ösnum og var nú tekin stefna til bækistöðva Malek Man- sur. LESBÓK MORGUNBLAÐSIN5 — Nú erum við í landi Kashgai- manna, sagði Habib. Allir þeir, sem þið hittið hér, eru af okkar þjóðflokki. FRJÁLST OG SKEMMTILEGT LÍF Leiðin, sem við íórum í jeppan- um, haíði að mestu legið ytir hrjóstugt og gróðurlaust land. En nú varð breyting á þessu er við nálguðumst Zagros-i]öllin. Fram undan risu fjöllin 14.000 feta há og voru hæstu tindar þeirra snævi þaktir. En vegurinn lá ytir blóm- skrýddar dalagrundir og sums staðar voru akrar. Sauðahirðar í litklæðum gættu þar hjarða og voru kindurnar allar með langa og ieita rófu. Hvarvetna sáust hvítir ulfaldar á beit. Ríðandi menn á eldfjörugum fákum þeystu fram hjá okkur og veifuðu byssum sín- um í kveðju skyni. Undir kvöld komum við að bæki- stöð Maleks. Voru það tjaldbúðir í háum fjalladal. Milh tjaldanna, sem ýmist voru úr segldúk eða geitarhársvoðum, rann fjallalækur og' stóðu tré í röðum á bökkum hans. Segldúkstjöldin voru lituð skærum litum, blá, gul og rauð og stungu mjög i stúf við hin svörtu tjöld. Við fórum af baki fyrir framan stærsta tjaldið og þar tók Nasser Khan á móti okkur. Hann er eldri bróðir Maleks og æðsti maður kyn- flokksins. Hann er hár og herði- breiður og með tindrandi augu. Hann var í jakkafötum að vestræn- um sið og fleginrii skyrtu. Við hlið lians stóð Malek i veiðimanna- jakka og kaki-buxum. Okkur var þegar boðið inn i tjaldið. Þarna birtist okkur sjón, sem minnti á lýsingar Marco Polo af austurlenzkri viðhöfn. Þykkar og litskrúðugar ábreiður þöktu gólfið, en allt um kring var tjaldað hand- oxnum dukum með skærum litum. 133 * W f' Meðan bóndinn er á veiðum spinnur konan og börnin leika sér Með silkitjöldum voru gerð skil- rúm i tjaldinu. Á borði stóðu silí- urdiskar með ávöxtum og á silfur- skutli voru okkur bornir ávaxta- drykkir og eriend vin. Síðan var okkur vísað í tjald það, er okkur var ætlað. Þangað báru þjónar volgt vatn í silíur- könnum til þess að lauga hendur okkar. í hvílurúmunum voru und- irsængur með akurhænufiðri. — Ef þetta er hirðingjalíf, sagði Jean brosandi, þá skulum við setj- ast hér að. Aldrei h.afði mig órað fyrir að slík viðhöfn og skraut gæti verið annars staðar en i höl'lum, þar sem öll nútíina þægindi eru. En þá fyrst urðum við forviða þegar kvöldverður var fram reidd- ur. Gríðarmikill hvítur dúkur var breiddur a gólfábreiðu í stóru tjaldi, sem opið var að neðan. Þar snæddum við af silfurdiskum. Þar voru á borðum tvö stör ílát með hrísgrjónum; í öðru voru þau skreytt með safran og i þau bland- að pistasíu-hnetum og rúsínum, en í hinu var akurhænubrjóstum rað- að allt um kring. Svo var þar fjöldi silfurdiska. Á þeim var steikt kjöt af villifé, steingeitum og lömbum,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.