Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Blaðsíða 2
648 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS stýrimann sinn, Paul Bocsted með höggum og slögum og sé mörg vitni að því, bæði Danir og íslend- ingar. En auk þess hefði sýslu- maður sagt við stýrimanninn: „Du skalst faa en Ulykke og I skal ikke vel komme til Eders Land“. Er skipstjóri mjög hræddur við þessa hótun og hefir haldið að hún mundi verða að áhrínsorðum, því að Jón sýslumaður mundi vera fjölkunnugur. Krafðist hann þess því í nafni skipseigenda, að yfir- völdin skipuðu Jóni sýslumanni að setja veð fyrir skipinu, áður en hann færi héðan, ella kvaðst hann verða að setja skipið upp. Yfirvöldin tóku ekkert mark á þessu og þrátt fyrir hræðslu sína varð skipstjóri að láta í haf, þegar hann var ferðbúinn, en það var ekki fyr en um haustið. Var skipið þá fullhlaðið kjöti (slátrum, seg- ir í annálum). En nú vildi svo slysalega til að skipið strandaði á Kotfjöru í Landeyum. Drukknuðu þar tveir skipverjar og mestur hluti farmsins fór í sjóinn. Skipstjóri var nú viss í sinni sök, að Jón sýslumaður hefði grandað skipinu með göldrum og lét hann sex af skipverjum sínum bera það með sér, að sýslumaður hefði haft áðurgreindar hótanir í frammi við stýrimanninn. Einn af þessum skip- verjum hét Vincent Nielsen og er svo að sjá sem hann hafi verið fyrir þeim, því að Jón sýslumaður stefnir honum fyrir dóm Þorleiís Kortssonar lögmanns að Smiðju- hóli hinn 16. febrúar 1671 út af þesssu. Vincent mætti ekki á þessu dómþingi og enginn af hans hálfu, svo að dómendum leizt ráðlegast að hann skyldi svara fyrir sig á Alþingi þá um sumarið og sanni þar íramburð sinn, en dæmdu að hann skyldi vera sekur eftir lög- um fyrir stefnufalL Þorleifur Kortsson bar svo þetta mál fram í logrettu a Alþingi sum- arið eftir hinn 3. júlí. En það varð ekki sannað að dómur þessi hefði verið birtur Vincent, og ekki kom hann til Alþingis og eoginn af hans hendi. En lögmenn og lög- réttumenn gáfu Jóni sýslumanni kost á því að hreinsa sig með eiði af galdraáburðinum og var honum stílaður svolátandi eiður: Til þess legg ég, Jón Vigfússon yngri, hönd á helga bók og það segi ég guði almáttugum að ég hefi aldrei á minni ævi galdur eða for- dæðu lært, né um hönd haft til brúkunar og aldrei í ráði, vitorði né samsinning verið með nokkurri karlmanns eða kvenmanns per- sónu, í galdurs eða fordæðuskapar gjörningi. Og ei er ég, Jón Vigfús- son yngri, valdur töpunar skips eða góss, ógiftu né ófara þeirra manna, sem voru að Straumfirði eða í á næst umliðnu sumri 1670, hverjir sitt skipbrót liðu á Kota- fjöru í Vestari Landeyum á ís- landi. Og að svo stöfuðum eiði sé mér guð hollur sem ég satt segi, gramur ef ég lýg. — Létu lögmenn og lögréttumenn í ljós, að þeir teldu að honum væri þessi eiður vel sær og buðust til að sanna hann með honum. En Jón sýslumaður bað um að hann mætti vinna þennan eið að Smiðju- hóli hinn 8. júlí, því að þann dag hafði skipstjórinn stefnt honum fyrir dóm Þorleifs Kortssonar lög- manns þar. Var honum það veitt. Svo var dómþing háð að Smiðju- hóli hinn 8. júlí. Lagði skipstjóri þar fram kæruskjal sitt á Jón sýslumann, er hann hafði skrifað í Hafnarfirði hinn 3. júlí og nöfn þeirra sex manna sinna, er vitnis- burðinn höfðu áður gefið um það, sem fram fór í Straumfirði sum- arið áður. Enn fremur var lögð fram steína, þar sem Jóni sýslu- manni var stefnt á þetta þing. Jón sýslumaður neitaði að svara þeixn asokuxuun, sexp á hatpa voru bornar með vitnisburði sexmenn- inganna, enda þótt hann „hafi margt og mikið í móti þeim“. Þótt- ust dómendur og lögmaður ekki heldur geta tekið vitnisburðinn né kæruna til greina, því að það kæmi í bág við hitt að Alþingi hefði til- dæmt sýslumanni eið. Spurði svo lögmaður hvort dómsmenn sæi nokkuð fram komið er hindrað gæti að sýslumaður ynni eiðinn, en þeir kváðu það ekki vera. Sór þá sýslumaður eiðinn orðréttan eins og honum hafði verið stílaður hann á Alþingi, og sönnuðu með honum lögréttumennirnir Finnur Sigurðsson og Finnur Jónsson. Um þetta segir svo í Eyrarannál: — Sór sýslumaður Jón Vigfússon eið fyrir galdra og töpun Straum- fjarðar kauphöndlunarskips, hvert eð tapaðist fyrir Landeyum á því hausti 1670. Var þetta mál í fyrstu mjög hátt reist, og hafði nefndur Jón Vigfússon bæði fógetann (það var Jóhann Pétursson Klein) og fleiri mótvildarmenn í þessu máli. Jón fékk lögmenn og alla lögrétt- una með sýslumönnum þennan eið með sér að sanna og þó fleiri. Var tilskikkaður lýrittareiður og unn- inn á Smiðjuhóli í Borgarfirði. Stóð Jón vel fyrir þessu máli og færði sig heiðarlega undan. — TóbaksináUð. En þótt Jón sýslumaður slyppi svo vel undan þessum galdraá- burði og ásökunum um að hafa grandað skipi og mannslííum, þá kom nú upp annað mál á hendur honum. Snemma þetta vor, 1671, hafði hollenzk dugga komið til Krossa- víkur á Akranesi. Var á því skipi Toríi Hákonarson frændi Jóns sýslumanns. Hann hafði íarið utan og sezt að í Hollandi, en kom svo hingað til lands á sumrum á dugg- um þeirra og hafði meðferðis varn- ing til solu, til þess að framfleyta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.